þriðjudagur, apríl 18, 2006

Haldiði ekki að maður hafi ekki bara verið glensaður á því og sigrað þessar bleessuðu kosningar til Formanns FSHA. Eins og bjarni segir þá er HA nemendur komnir með kommúnista yfir sig og losna ekki við hann í bráð. Svo er VG líka að fara rústa þessum kosningum í haust. 3 menn inn og baldvin esra 2 varamaður. Ef það verður niðurstaðan verð ég einn af máttarstólpum þessa samfélags. Það verður víst að fara að passa sig hvað maður skrifar hérna því blöðin gætu komist í þetta, þarf einhvern til að ritstýra mér. Passa að ég sé pólítískt rétthugsandi. Gæti reynst soldið snúið þar sem ég er bölvaður dóni. Það er samt ekkert gaman af svona smjörkúkum sem passa sig á að segja allt rétt og móðga engan. Þeir fara á endanum að tala gegn eigin sannfæringu og það mun eflaust koma aftan að þeim.

Annað í fréttum er að við í UVGA héldum rosalega tónleika 1. apríl. Þar var rjóminn af íslensku tónlistarlífi teygaður og guðumlíkir tónar svifum um listagilið. Einnig var drukkið ótæpilegt magn af bjór og öðru sjítti og allir helblellaðir á því. Borko þeytti skífum fyrir allan peninginn og allir tjúttuðu við valslagið. Massapartí.

Það má segja að ég hafi verið soldið upptekinn fyrirhluta apríl en nú hefur verið frekar rólegt undanfarið og um páskana gerði ég ekki rassgat. Fór ekki út meira að segja í þrjá daga. Sem verður að teljast til afreka. Inniveiki og prumpufýla var málið. Enda drullaði ég meér í skólann í dag og viti menn, það var enginn skóli. Fór því á nýju skrifstofuna mína(nú fæ ég að heyra það) og hringdi nokkur mikilvæg símtöl og planaði fundi næstu vikna. Rosalega erfitt að vera svona formaður. Er samt að spá í að breyta stöðunni í forstjóri. Hljómar betur.

Svo er ég að fara að vera með pólítískan áróður í framhaldsskólum bæjarins. Heimsækja fróðleiksfús ungmenni í stjórnmálafræði í ma og vma og kenna þeim lífsgildin. Kannski ég stofni fyrirlestraröð sem nefnist - lærðu að lifa - heimspekileg ráðgjöf á tímum glundroða og verðbólgu. Hver myndi ekki mæta á það?

|