föstudagur, mars 30, 2007

ég hef stofnað nýtt blogg. Þar mun ég blogga í framtíðinni. Allir aðdáendur mínir eru hvattir til að smella á þennan hlekk til að lesa mig. Lesið mig

|

þriðjudagur, desember 19, 2006

Sæl nú öll

Langt síðan að ég hef bloggað, hef í raun gleymt að gera það og sleppt því og ekki nennt því. Viðburðarríkt ár hjá mér að enda komið og ýmislegt búið að brasa. Fyrst bera að nefna að ég er búinn að dreifa genum mínum og frumburðurinn á leiðinni. Kemur í janúar og gríðarleg gleði vegna þess. Svo er ég búinn að gera allskyns dót hér á Akureyri sem ég nenni í raun ekki að telja upp. Háskólinn gengur sinn vanagang og virðist ég sigla í gegnum þetta á hægðinni.

Hér nenni ég ekki lengur að tala um sjálfan mig endalaust eins og ég hef gert áður. Kannski maður reyni að tala um hvað aðrir eru að gera.

Byrjum á jólunum:
Djöfuls geðveiki er þetta. Ég hafna algerlega þessu rugli. Ætla að kaupa nokkrar kiljur og gefa á línuna. Það þarf ekki að eyða yfir 100 þúsundkalli í jólagjafir. Það er rugl. Reyndar mætti alveg gefa íslenska tónlist líka.

Maður ársins er "Ég":
Þvílíkt rugl, hvernig geta nokkrir rausarar á netinu nokkurn tímann afrekað eitthvað. Það er fullt að einstaklingum á þessari blessaðri jörð sem eru að gera heiminum töluvert meira gagn en internet-tuðarar.

Íslendingar:
Stundum held ég að almenningur og almenn umræða á Íslandi sé það allra vitlausasta sem hægt er að heyra. Mótsagnir, misskilningur, lygar, bull og hræsni. Þingmenn, blaðamenn og ofannefndir internet-tuðarar eru upp til hópa fullir af sjálfum sér og ekkert af viti kemur frá þeim. Það eina sem þingmenn hugsa um er eigið skinn, blaðamenn vilja stundarfrægð og internet-tuðarar eru bara tuðarar.

Eins og ég:)

|

föstudagur, maí 05, 2006

Hey hlustið á mig í úbartinu, ég er æðislegur. Annars er ég á kafi í prófum og allskyns drasli. En upplýsingar um það eru í úbartinu

|

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Haldiði ekki að maður hafi ekki bara verið glensaður á því og sigrað þessar bleessuðu kosningar til Formanns FSHA. Eins og bjarni segir þá er HA nemendur komnir með kommúnista yfir sig og losna ekki við hann í bráð. Svo er VG líka að fara rústa þessum kosningum í haust. 3 menn inn og baldvin esra 2 varamaður. Ef það verður niðurstaðan verð ég einn af máttarstólpum þessa samfélags. Það verður víst að fara að passa sig hvað maður skrifar hérna því blöðin gætu komist í þetta, þarf einhvern til að ritstýra mér. Passa að ég sé pólítískt rétthugsandi. Gæti reynst soldið snúið þar sem ég er bölvaður dóni. Það er samt ekkert gaman af svona smjörkúkum sem passa sig á að segja allt rétt og móðga engan. Þeir fara á endanum að tala gegn eigin sannfæringu og það mun eflaust koma aftan að þeim.

Annað í fréttum er að við í UVGA héldum rosalega tónleika 1. apríl. Þar var rjóminn af íslensku tónlistarlífi teygaður og guðumlíkir tónar svifum um listagilið. Einnig var drukkið ótæpilegt magn af bjór og öðru sjítti og allir helblellaðir á því. Borko þeytti skífum fyrir allan peninginn og allir tjúttuðu við valslagið. Massapartí.

Það má segja að ég hafi verið soldið upptekinn fyrirhluta apríl en nú hefur verið frekar rólegt undanfarið og um páskana gerði ég ekki rassgat. Fór ekki út meira að segja í þrjá daga. Sem verður að teljast til afreka. Inniveiki og prumpufýla var málið. Enda drullaði ég meér í skólann í dag og viti menn, það var enginn skóli. Fór því á nýju skrifstofuna mína(nú fæ ég að heyra það) og hringdi nokkur mikilvæg símtöl og planaði fundi næstu vikna. Rosalega erfitt að vera svona formaður. Er samt að spá í að breyta stöðunni í forstjóri. Hljómar betur.

Svo er ég að fara að vera með pólítískan áróður í framhaldsskólum bæjarins. Heimsækja fróðleiksfús ungmenni í stjórnmálafræði í ma og vma og kenna þeim lífsgildin. Kannski ég stofni fyrirlestraröð sem nefnist - lærðu að lifa - heimspekileg ráðgjöf á tímum glundroða og verðbólgu. Hver myndi ekki mæta á það?

|

miðvikudagur, mars 29, 2006

Var í þessu að senda frá mér fréttatilkynningu um framboð mitt til formanns FSHA. Kosningarnar verða á föstudaginn og kemur þá í ljós hvort einhver vilji mig í djobbið. Svo eru þessir blessuðu tónleikar á laugardaginn. Voðalega er gott að vita til þess á tímum sem þessum að tíminn líður og þetta verður allt saman einhverntímann búið. Næsta vika verður ganga í garðinum miðað við heljargöngu þessarar. Ég er orðinn ansi ósofinn og stressaður en er að halda þessu öllum saman enn sem komið er. Það kemur bara svo í ljós hvernig til tekst með þetta allt saman á sunnudaginn. Kannski ég stundi huglægt endurlit þá.

Svo vil ég benda áhugasömum á að ég er í mogganum í dag með grein um bein áhrif kapítalsins í vestri á íslenska stjórnsýslu. Svo var ég einnig á föstudaginn síðasta með grein þar líka um fjársvelti HA. Maður er bara kominn í fulla vinnu við þetta. Ætla að prófa að skrifa eina á morgun og athuga hvort hún komi í næstu viku. Þá hlýt ég að setja eitthvað met, þrjár vikur í röð. Vonum það besta.

Balli

|

miðvikudagur, mars 15, 2006

Skil ekki hvernig hægt er að vera endurskoðandi. Guð forði mér frá því að vera endurskoðandi. Þeir eru nú samt ágætir til síns brúks þegar bókhaldsbrellum er beitt, til að forðast skatta og annars slíks ósóma. Er nú um þessar mundir að munda ársreikningsverkefni og er það dauði og djöfuldómur af verstu sort. í fyrsta lagi eru alveg rosalega margar tölur í því. Í öðru lagi ef maður breytir einni tölu þá þarf maður að breyta svona 2 öðrum tölum. Þið sjáið hvert þetta stefnir. 1x2x4x8x16x32x64xfjöldasjálfsmorð. Og svo eru menn eitthvað hissa á því að fólk sé að mæta með AK-47 í vinnuna.

Í þriðja lagi er ársreikningur djöfulli leiðinlegur.

Tónleikar á næsta leiti. Sibbi búinn að hanna poster. Ogeððslega flottur. Sibbi það er og líka pósterinn. Ég pósta hann hérna inn. En glensið er rétt að byrja. Nú er bara að halda öllum við efnið og vona að einhverjir mæti og svoleiðis. Það mæta vonandi allir akureyringar á sjóvið og rokka gegn álæðum og kapítalinu.

Svo er maður í framboði. Er að fara suður um helgina. Hittum ædolið hann Steina J. Svo ætlum við líka að mómæla Íraksstríðinu. Sem er alltaf gaman. Sagði einhver egg.

Ég kveð
Kapítalsins HóRa

|

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Myndir frá NY. Siggi flottastur. Var að mótmæla Ríkisstjórninni í dag. Það er nauðsynlegt. Allt að fara til helvítis hér fyrir norðan. Það á að fara að byggja álver og henda fullt af peningum í það, en svo vilja sömu aðilar ekki reka Háskólann á Akureyri sómasamlega. Þvílík hræsni. Fjárfesta í álkubbum frekar en fólki. Maður íhugar alvarlega að flýja land. Enda gengi svo hagstætt. ódýr flugfargjöld sjáðu til.

|

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Nú er inn að vera á móti álverum og fleiru slíku. Sem er gott. Ágúst Bakkabróðir og Hreiðar Már KBson sjá ekki arðsemina í álverum. Og þá er þetta náttlega gospell. Ekki þegar einhverjar hagfræðingadruslur tjáðu sig um málið, þá var þetta græningjavæl og öfund út í hina árangursríku.

Sá að Marel ætlar að stækka sig margfalt og vera stærstir í sínum bransa í heiminum. Væri ekki nær að múta þeim til að halda sig á klakanum í stað þess að múta álKönum til að koma hingað með sínar verksmiðjur og háspennulínur. Auk þess ef við viljum meira ál er billegra fyrir AlKana að stækka Fjarðarál en að byggja nýtt á Norðurlandi. Því stækka þeir ekki Fjarðarál? Hver er að byggja þetta blessaða álver? Frekar, Hver er að borga hverjum fyrir að byggja þetta blessaða álver? Hvað er Valgerður að spá svona rétt fyrir kosningar? Það er skítalykt af málinu. Það eitt er víst.

|

mánudagur, nóvember 28, 2005

var að koma af fundi hjá ungum vinstri grænum, maður víst orðinn formaður, skemmtilegt nokk og hugsanlega á leið í bæjar pólitíkina. Ég er náttlega orðinn hundleiður á aðgerðaleysinu hér fyrir norðan. Bæði mínu og svo almennt. Þannig að það er bara tekið til sinna ráða og ráðist á þetta með fullum krafti. Stefni á Alþingi 2007.

Annars er allt þokkalegt að frétta af landsbyggðinni, hér er snjór og ég er kominn í viku upplestrarfrí, sem er ágætt snjólega séð. Er bara heima að lesa, þó maður skreppi nú út seinni partinn til að vinna og kaupa sígó. Svo eru prófinn að skella á, en kappinn hefur nú ekki áhyggjur af því. Sem maður ætti nú í raun að hafa, væri líkast til árangursríkara að hafa áhyggjur og læra þess í stað meira. En nei, eftir áralanga skólagöngu hefur öllu sem kalla má prófkvíða verið eytt úr taugakerfi baldvins esra.

Enda er ég flottur og rúlla þessu eflaust upp hvort sem er!!!

|

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

SælirSælir

Ótrúlegt hvað það er auðvelt að fá sér nýtt kreditkort.
Vegna tilvonandi New York-ferðar fékk ég mér atlas kreditkort. Hélt ég þyrfti að standa í veseni með að fá ábyrgðarmann og skrifa undir og svoleiðis. Fór nú samt á kreditkort.is og sá að það var hægt að sækja um kort á netinu. Ég gerði það, sótti um ágæta heimild hér innanlands og betri heimild erlendis (jú þar ætla ég nú að missa mig). Svo skipti ég mér ekkert að þessu í bili. Í leiðbeiningum stóð að ég ætti að hafa samband eftir 4-5 virka daga og ganga frá málunum. Ég gleymdi því náttlega eins og von er og spáði ekkert í þessu í nokkra daga. Svo veit ég ekki fyrr en inn um lúguna kemur umslag frá kreditkort hf. þar er ekkert að finna nema pin númer. Ég lagði saman 2 og 2 og tölti því næst niður í banka og spurði hvort ég ætti inni kreditkort. Jú það passaði, þau létu mig eitt stykki kreditkort og ég kvittaði fyrir móttöku. Þurfti ekki einu sinni að staðfesta að þetta væri ég!

Merkilegur djöfull þetta, nú er samt bara að passa sig svo maður endi nú ekki húsnæðislaus í skuldafangelsi, kreditkort eru hættulegur fjandi. En þá gæti maður náttlega bara sótt um kort fyrir Sigurð Sigmundsson og náð í það niður í banka og bjargað málunum þannig.

Það er þó allavega tryggt núna að viðskiptahallinn verður meiri en ella eftir þessa blessuðu utanlandsför okkar, þökk sé kreditkort hf.

|