þriðjudagur, september 30, 2003

vil byrja á því að afsaka leti mína undanfarna daga. Ég er samt ekkert að fara missa kraft og áræðni í skrifum mínum. Ætla samt bara að hafa þetta stutt í þetta sinn. Helgin var viðburðarík að vanda. 2 ágæt tjútt, þó að laugardagstjúttið hafi verið ívið betra. Allavega varð ég fullur og skemmti mér ágætlega og það er fyrir öllu. Eyddi svo deginum í dag upp á spítala hjá honum nonna mínum og er hann allur að koma til. Vonandi fara þeir í það mál að hleypa honum út sem fyrst. Verð samt með annan fótinn upp á spítala næstu daga, þe á meðan drengurinn er þarna og mamma og pabbi fyrir norðan.

Annars hef ég aldrei verið latari við lærdóminn. Hef það samt yfirleitt af að vakna um 7 leytið. Stundum reyndar korter yfir en það er samt í góðu lagi. Var nú samt hálf slappur í dag. Fór nefnilega í fótbolta og mikið er það nú mannskemmandi íþrótt. Er allur hálf bæklaður eftir átökin.

Ætli ég reyni ekki að læra slatta á morgun. verð að taka mig á. Kannski að maður taki bækurnar bara með sér upp á lansa og læri eitthvað með nonna. Reyni kannski að koma honum eitthvað inn í málin. Ætla svo að fara bösta þessa handan góðs og ills bók. Er eitthvað að vesenast með að byrja á henni. Virðist ekki ganga. En það kemur með tímanum.

|

föstudagur, september 26, 2003

Fyllerí í kvöld. Matarboð hjá sibbanum og glens í boðinu. Þe öl og ruddi. Skráði mig í tungumálaskipti áðan. Ætla læra dönsku og kenna einhverjum dananum íslensku. Vona að það verði sæt dönsk stelpa. Sætar stelpur rokka. Jæja ætla að fara að drekka bjór. Hey ég er að drekka bjór. Húrra fyrir því.

Heimsótti Nonna samt í dag og var hjá honum í allan dag. Hann er allur að koma til. Með massa skurð á mallanum. Von á honum út af þessum guðsvolaða stað eftir helgina. Þarf náttlega slatta af tíma til þess að jafna sig en verður sem nýr eftir nokkrar vikur. Nema að það vantar eitt stykki ristil í drenginn. Iss maður þarf engan ristil. Þú þarft bara að drekka meira vatn.

|

miðvikudagur, september 24, 2003

Garblah. Ég er að springa. Hugsunin hefur verið á þvílíku flugi undanfarin klukkutíma eða svo. Loks þegar maður sest niður spenntur þá hættir maður að hugsa. Maður er tómur. Vildi að ég gæti skrifað niður allt sem ég var að hugsa. En hönd mín er ekki svo hröð. Ég gæti hugsanlega skrifað helminginn að því sem ég hugleiddi meðan ég rölti heim úr bænum. Þyrfti eiginlega að fá mér diktafón. Ég vil breyta mér. Ég vil breyta mér í eitthvað sem mér langar til að vera. Ég vil vera eitthvað sem skiptir máli. Ekki eitthvað sem er bara agnarsmár hluti af samfélagi. Skíta samfélagi að mínu mati. Samfélagi fólks sem gerir sér engan veginn grein fyrir því af hverju það er hluti af þessu samfélagi. Fólk sem eltist við hluti sem skipta ekki máli. Hluti sem það telur hafa einhverja merkingu. Eiga gott líf með fullt af dóti. Dóti sem það hefur ekki efni á. Ég hef eytt minni ævi í að hafa áhyggjur af því eiga ekki peninga fyrir því lífi sem mig langar að lifa. Eytt mínum hugsunum í það að hafa áhyggjur af einhverju sem skiptir þannig séð engu máli. Maður verður hálfpirraður út í eigin heimsku. Af hverju er ég svona heimskur? Því ég hef aldrei hugleitt raunverulega hvað mig langar til að vera. Maður eltir einhver straum. tískubólur. Það er flott að eiga bíl og vera í vel borgaðri vinnu og svíkja smá undan skatti. En er það raunverulega það sem maður vill. Grunnurinn er kannski sá að við viljum vera hamingjusöm og eiga gott líf. En er kostnaðurinn við fínan bílinn og stóru og rúmgóðu og björtu íbúðina ekki of mikill til þess að geta notið þessara hluta. ég er sáttur eins og staða mín er í dag og nú þarf ég aðeins að læra að vera ánægður með það. ég er einnig hættur að hafa áhyggjur af því að eiga ekki pening. Ef ég á ekki pening þá verður það svo. Þá geri ég bara ekki hluti sem kosta pening. Finna mér eitthvað betra að gera. Einhver sagði að bestu hlutirnir í lífinu kostuðu ekki krónu. Hvað er það sem gerir mann hamingjusaman? Ást kemur oft í hugann finna endurgoldna ást yljar manni um hjartarætur. Finna að einhver þarf á manni að halda til þess að komast í gegnum daginn! Hjartað ætti að ráða för hvers manns. Gerðu það sem gerir hjarta þitt að hlýjum og fallegum stað. Maður er nú orðinn einum of væminn. Vantar smá subbuskap í þetta. Meiri þjóðfélagsgagnrýni. En hef ég eitthvað fyrir mér í því að gagnrýna aðra. Ætti ég ekki frekar að reyna gagnrýna sjálfan mig og bæta úr því sem ég sé að mér. Hvað er að mér? Ég er latur og frekur og huglaus. Geri bara það sem ég þarf að gera. Ef ég fengi að ráða og fengi öll möguleg tæki til þess gerði ég ekki neitt. Verð að breyta þessu. Breyta mér. Byrja á hugleysinu. þar liggur rót vandans. Þarf að safna hugrekki til þess að takast á við mig. Berja í mig aga og eljusemi. Þarf að byrja á því að safna hugrekki til þess að takast á við mig. Hætta þessari gagnrýni á allt og alla. Þetta er það sem ég hef leynt og ljóst verið að stefna að. Hef tekið eftir því að að eitthvað vantar upp á til þess að maður sé ánægður með lífið. Ekki það að ég sé ekki ánægður að einhverju leyti. Hef það þannig séð fínt. En eitthvað vantar upp á. Ætla að fara sofa. Þarf að vakna kl 7.

|

þriðjudagur, september 23, 2003

Komst nú ekki langt í Handan góðs og ills. Las samt innganginn eftir Artúr Björgvin. Mikið var hann leiðinlegur. Svo svaf ég til 9. Ákvað að klára drauminn þegar ég vaknaði kl. 7 (maður tekur alltaf svo góðar ákvarðanir þegar maður er nývaknaður). Ég dó í draumnum en var samt á lífi. Þar sem ég var dauður í draumnum höfðu gat ég gert það sem ég vildi án þess að það hefði eftirköst. Ég fór á fyllerí í draumnum. ætli ég fari ekki á fyllerí um helgina. Byrjaði að glugga í Hadot bókinni líka. Ekki mikið þar sem róbert hefur ekki talað um. Ætli ég lesi samt ekki það sem sett hefur verið fyrir. Geymi Nietzsche þar til á morgun. Svo þarf ég víst að fara að læra í vísindaheimspeki, ekki mikið gert á þeim bænum. og það sama á við um siðfræðina. Jís hvað er ég eiginlega að gera allan daginn. ég kem engu verk. ég verð að fara að hefja þennan lærdóm. Nú verður sko tekið á því og hver stund sem ég hef aflögu verður notuð í gagnlega hluti. Það verður sko ekki spilaður kani á næstunni eins og við gerðum í kvöld.

Næstum búinn að gleyma. Við sem tókum málstofu um Donald Davidson í fyrra ætlum að gefa út þýðingar okkar á verkum Donalds. Bráðum kemur ballinn út á prenti. Húrra fyrir því. Kannski verður mér boðinn vinna við ritstörf ýmiskonar. Svona þegar maður er orðinn frægur. Kannski ég kaupi líka auglýsingu á Mbl.is til þess að auka hitt á síðuna mína. Leyfa fólki að lesa mig. kannski ég sendi línk á Tilveruna, eða kannski ekki því gaurarnir þar eru soldið slappir. Ekki sá lesendahópur sem ég sækist eftir. Sama fólkið og horfir á Jay Leno og hefur gaman af og tekur þátt í burnout. Billi notar þau sem dæmi um að lýðræði geti ekki virkað.

Held bara að ég sé sammála honum í þetta sinn.

|

mánudagur, september 22, 2003

Kvöldið. Myndasíða sem billi var að plögga. Ef ég væri kona myndi ég blotna. Þrýstið hér til að skoða myndirnar. Annars er ég bærilegur í dag. Byrjaði daginn frekar snemma, drattaðist framúr 7:15 og fór í tíma í siðfræði um klám. Hjúkkurnar voru náttlega ekkert að tjá sig neitt voðalega mikið. Sem voru ákveðin vonbrigði því ég var tilbúinn í góðar rökræður. Salvör var líka soldið dominerandi í umræðunni og soldið erfitt að komast að. Greip því fram í fyrir henni alveg örugglega 2svar. Fór svo og heimsótti Nonna upp á spítala og var smá stund hjá eða þar til hann fór í aðgerðina sína. Hann er núna kominn með stóma. Jón Tómas bróðir minn er hetja og stendur sem með mikilli prýði. Tekur þessu með jafnaðargeði og grínaðist með þetta allt saman, spurði hvort það væri ekki ákveðin ceremónía að kúka í síðasta sinn.

Ætla að fara að lesa smá í handan góðs og ills. Reporta fyrstu viðbrögð í fyrramálið.

|

laugardagur, september 20, 2003

Fór á tjútt í gær, alveg óvart, og það kostaði mig ekki nema 500 kall í heildina. Byrjaði náttlega á því að fara á fund upp í Soffíubúð og kneifaði þar á ókeypis öli, kannski ekki alveg ókeypis því ég er settur soffíubúðarstjóri það sem eftir lifir vetrar. Mér finnst það soldið kúl og mun hafa gaman af. Fór svo heim um 7 leytið og þar beið bjarki með 5 lítra dúnk af bjór og við drukkum hann. Það var boði bjarka alfarið. Bjarki voða góður því hann er með sammara yfir því að búa hjá okkur. Enduðum svo á einhverju pöpparölti þar sem ég stal bæði bjór og sígó, öllu heldur fann bjór og sígó. Var kominn í bælið um 4 leytið því maður er orðinn svo gamall. Dagurinn stefnir í góðan þynnkudag og þynnkudrullan kominn og farinn, maður er nú samt soldið stemmdur fyrir kvöldið í kvöld. Aldrei að vita hvað gerist. Hef voða lítið lesið undanfarið vegna þess að ég hef þannig séð ekkert verið heima, en var samt í þessu að skipuleggja bókasafnsferð á morgun. ætla að læra fyrir hjúkkusiðfræðina í þetta sinn vegna þess að umræðan er klám og það er gott að vera undirbúinn undir slíkar umræður því stofan verður full af ramm lesbískum hjúkkum á fimmtugs aldri. Og það er ég einmitt ekki. Það hlakkar í mér, eins og barni í nammibúð.

Svo ætla ég líka að fara lesa fyrir lífsmátann. Verð að fara viða að mér hugmyndum að betra lífi. Var samt að sálgreina mig smá í gær og komst að því að ég er ekki nægilega hugrakkur til að takast á við líf mitt út frá tilfinningum mínum. Ég læt mig oft bara líða áfram með straumnum þó svo að mig langi ekkert sérstaklega að fara þá leið sem ég er að fara. Spurning um að reyna að berjast mót og fara þær leiðir sem mig langar til að fara. Hver er sinnar gæfu smiður sagði einhver.

Kannski lumar einhver meistarinn á lausn að þessum vandkvæðum mínum. bið vel að lifa

|

fimmtudagur, september 18, 2003

Var að fatta að ég hef varla horft á sjónvarp síðan ég flutti aftur í borgina. Reyndar alveg ómeðvitað því ég hef ekki nennt að tengja það við loftnetið. Kannski ég geri þetta meðvitað og horfi bara alls ekki á sjónvarp. Kannski einstaka vídeó mynd því ég hef voða gaman af því og skelli mér við og við í bíó. Sjónvarpslaus í 3 mánuði, líst vel á það. Froða í kassanum er líka eflaust bráðsmitandi. Alltaf þegar ég hef tíma aflögu sem annars færi í sjónvarpsgláp mun ég nota til þess að lesa eða hvíla mig. Það er gott að hvíla sig. Hugsa að ég geri það núna.

|

Fór í tíma hjá Róberti og stökk svo heim með höfuð fullt af hugmyndum og ætlaði að skrifa allar mínar hugleiðingar hér inn. Settist fyrir framan tölvuna, kveikti á henni og ætlaði að byrja að skrifa. Þá hringir dyrabjallan. Fyrir utan hjá mér standa tveir frekar álkulegir útlendingar og halda á blaði sem heitir the Watchtower. Byrja á því að kynna sig og spyrja mig hvernig mér finnst ástandið í heiminum vera, hvort ég fíla mig sem öruggan mann í heimi þar sem nýbúið er að myrða utanríkisráðherra svíþjóðar. Ég sagði þeim að ég hefði nú ekki miklar áhyggjur af því að vera stunginn og sagði þeim svo að ég þyrfti að læra meira og lokaði hurðinni. Þeir reyndar náðu að rétta að mér litlum bæklingi sem er með mynd af allra þjóða kvikindum að tína ber ýmiskonar með bros á vör og klappa ljónum og skógarbjörnum. Fyrir ofan myndina stendur svo "life in peaceful new world". Þeir spurðu mig hvort ég myndi nú ekki vilja búa á svona stað. Hélt nú ekki, sagði þeim að það væri nú í eðli ljóna að veiða sér til matar og menn væri ekkert verri kostur en hvað annað. ég ætla mér nú samt að lesa þennan bækling við tækifæri og segja ykkur örlítið frá því hvað þessir menn voru að predika.

Verkefnið mitt fór í baklás í morgun því ég hreinlega nennti ekki framúr. Vaknaði um 10 leytið og hlustaði þá á back in black með AC og komst þá fyrst í gang. Spurning um að stýra lagavali á nákvæmari og vísindalegri hátt. Velji sér lag í takt við það sem maður ætlar sér yfir daginn. Ég held að ég hafi það rólegt á morgun og læri sem mest og þá er betra að vera svoldið nær jörðinni og haldi ró sinni. Smelli Neil Young eflaust á fóninn. Hugleiði það vandlega hvaða lag það ætti að vera. Svo er held ég kominn tími á smáverkefni sem viðbót það sem ég hef verið að gera. Athuga það vandlega hvað það ætti að vera einnig í kvöld.

Varðandi helgina þá er ég enn opinn fyrir því að einhver bjóði mér á fyllerí. Það er reyndar Soffíufundur og bjór í boði kl 5 á fös. Ætli ég skelli mér ekki á það. Um 7 verð ég laus þannig að endilega hafið samband fyrir þann tíma. Einnig tek ég við fjárframlögum hvenær sem er. Hafið endilega samband í síma 696-8182 ef þið vitið ekki hvað þið eigið að gera við peningana ykkar.

|

þriðjudagur, september 16, 2003

Djöfull var maður latur um helgina að skrifa og ber að afsaka það. Var frekar drukkinn og hreinlega gleymdi að skrifa, alveg þangað til nú. Samt ekki drukkinn þangað til nú. Bara frekar latur. Hef nú samt yfirleitt vaknað kl 7. Og yfirleitt líka lagt mig um 2 leytið. Ætli maður sé orðinn gamall. Vona að ég þrauki daginn í dag. Var að lesa mér til í heimspeki vísindanna og fjallar fyrsti kaflinn um lögmál og reynslu. Reyndar finnst mér þetta alveg agalega leiðinlegt og nenni ég þessu varla. Ætli maður fari ekki að lesa hjúkkusiðfræðina. Ég er að hugsa um að gerast róttæklingur og vera á móti öllum þessum hjúkkum sem eru með mér í tíma. Það yrði alger snilld. Vera á móti til þess að vera á móti. Eitthvað svipað og þessi Singer gæi var að tala um. Kannski maður gerist nytjastefnumaður svona í leiðinni.

Ætlaði loks að versla þessa bók í heimspeki sem lífsmáti en hún var nú bara búinn þannig að ég hef þannig séð ekkert getað lært neitt svakalega mikið í þessu fagi. Er samt alltaf að íhuga og skrifa líka í dagbókina mína. Fer nú varla samt að segja frá því hvað stendur þar. Reyndar stendur voða lítið af viti þar. Gengur eitthvað hálfilla að koma niður mínum heimspekilegu pælingum. Kannski eru pælingar mínar ekkert svo heimspekilegar.

|

föstudagur, september 12, 2003

Góðan daginn, góðan daginn gott fólk. í dag er góður dagur. Kenndi í morgun til svona 11 og var í svona helvíti góðu skapi eftir það að ég skellti mér í ríkið og keypti mér fullt af bjór. Þegar ég kom heim var ég aftur á móti orðin frekar þreyttur og ég sofnaði yfir frænda Rameusar, sem var reyndar fínt því ég vaknaði endurnærður eftir tveggja tíma svefn og er núna fær í flestan sjó. Ætli ég drekki nú samt bara ekki bjór. Það er fínt. Kannski ég bryddi upp á þeirri nýbreytni að skrifa fullur inn á þetta seinna í kvöld. Ég held að það eigi eftir að vekja mikla lukku.

|

fimmtudagur, september 11, 2003

Við Bjarki, Baldur og Jói skelltu okkur á Stúdentakjallarann í gær og ætluðum í einn bjór. Endaði í nokkuð mögnuðu fyllerí bara sem var ekki svo gott í morgun þegar ég vaknaði í öllum fötunum upp í rúmi við að Ingunn upp í Mýrarhúsaskóla sagði mér að koma að vinna. Það sökkaði. Svo var jarðaförin hennar mæju frænku í dag og var þetta góð jarðarför í alla staði. Mæja frænka var náttlega snillingur og það mættu allir held ég. Nonni bróðir er allur að braggast og þarf hugsanlega ekki að fara í uppskurð strax.

Hef komist að því að ég eigi eftir að lenda í erfiðleikum með að koma niður heimspekilegum hugleiðingum mínum. Málið er að þegar ég loks fer að hugleiða eitthvað smá þá er ég yfirleitt ekki með neitt við höndina til þess að skrifa þær niður. En ég ætla nú að fara reyna bæta það á næstunni. Annars er ég bara tiltölulega andlega dofinn núna og get eiginlega ekki skrifað meir.

|

miðvikudagur, september 10, 2003

Dagurinn tókst nú svona bærilega upp bara, stóð við allt sem áður hafði verið lofað og gerði allt á "það sem ég mun gera í dag" listanum. Nema þá að skrifa niður þær heimspekilegu hugleiðingar sem skjóta svona öðruhverju upp kollinum. Kannski maður taki sér dagbókina í hönd svona rétt fyrir svefninn og hripi eitthvað smotterí niður. Annars er ágætt að frétta af mér, nonni bróðir hefur það náttlega skítt, en virðist geta sætt sig við orðin hlut sem er stórkostlegt afrek að mínu mati. Drengurinn er hetja. Við reyndar höfum rætt það hvernig ber að taka á svona veikindum. Vorum sammála um að það þýddi lítið að væla eitthvað yfir þeim, heldur ættum við frekar að taka þeim sem orðnum hlut og díla frekar við afleiðingarnar en gráta yfir óförum hans. Ræddi líka aðeins við Alla um þetta og það var mjög gott, enda Alli skynsamur maður mjög og virði ég hann og hans skoðanir mikið. Annars er ég að hugsa um að skella mér aðeins í háttinn svona rétt áður en ég fer á fætur. Enda bíð ég spenntur eftir smá AC/DC í morgunsárið. Djöfull rokka þeir.

|

mánudagur, september 08, 2003

Fór og heimsótti Nonna bróður í dag, þar sem hann liggur á Deild g12 á Landspítalanum. Útlitið er ekki gott fyrir minn mann því ristilbólgan sem hann greindist með virðist ekki ætla að fara. Nú er ekki annað hægt að gera en að biða og sjá og er efinn eitt það versta er getur komið yfir sál manns. Ég verð nú bara að segja að ég fer að verða svolítið áhyggjufullur.
Verkefnið í heimspeki sem lífsmáta verður gangsett í fyrramálið með rítúali komandi vetrar. Mitt markmið er svohljóðandi: Ég mun fara á fætur kl: 7 alla virka daga út þessa önn og hefja daginn á því að hlusta á eitt lag með AC/DC sem í dag er mín uppáhaldshljómsveit. Eftir einn góðan slagara til að koma sér í gang verður étinn eitt stykki staðgóður morgunverður og eftir hann verður reykt sígaretta, mikilvægt er að reykja ekki sígarettu fyrr en eftir morgunverðinn. Þessu verður öllu skolað niður með nokkrum bollum af kaffi. Eftir þetta verður dagurinn skipulagður í dagbók eina er ég keypti nú á dögunum. Dagbókin verður ávallt í seilingarfjarlægð því ég mun reyna eftir fremsta megni að koma þeim hugsunum mínu er skipta einhverju máli í ritað mál. Eftir annir dagsins verður samantekt gerð og hún uppfærð hér á blogginu. Hér mun ég einnig færa inn þær hugleiðingar og athugasemdir er ég hef ritað niður í dagbókina.
Ég mun leggja mig allan fram við að halda mig við þetta markmið og vænti ég þess að það muni hafa för með sérróttækar breytingar á mínu lífi og hugarfar mitt í dagsins amstri. Ef það mun aftur móti ekki gerast þá mun ég gera viðbætur er ég tel duga til að ná þeim fram. Mun ég eflaust bæta við þeim hugmyndum er ég fæ í prógrammið og prófa mig áfram uns betrun að ásættanlegu marki er náð. Eflaust þarf ég að endurskoða athafnir mínar og breyta tilraun minni í ljósi þeirrar reynslu er ég öðlast í tímans rás.
Dagurinn í dag markar upphafið að framtíð minni.
Verkefnið var rétt í þessu að fá nafn:
Morgunstund gefur gull í mund og verðan morgunverð!
-for those about to rock-

|

Maður er bara alltíeinu orðinn helvíti bíssí. Fór í tíma kl 8 gott fólk og hefur það nú ekki gerst í háa herrans tíð, ekki síðan í menntó forðum daga. Var í siðfræði hjá Vilhjálmi Árnasyni og þetta er nú bara helvíti fínt hjá honum, Villi virðist vera fínn gæi. Er svo að fara kenna eftir smá stund og svo um leið og því er lokið er ég rokinn aftur í tíma því Róbert er með málstofuna í dag kl 3. Ég er samt ekki búinn að spökulera í þessu lesefni hans. Ætli ég drífi ekki í því að versla bækur og svoleiðis á eftir tímann. Er ekki best að ljúka þessu af víst að þetta er nú allt saman byrjað. Fór svo í bíó í gær með Sibba og sá breska mynd um magdalenu systurnar. Fjallaði um lausgyrtar kaþólskar stúlkur sem sendar voru í klaustur til þess að berja úr þeim gredduna og ósiðsemina. Helvíti brútal mynd. mjög góð og áhrifarík í alla staði. Ætla svo að sjá tvær breskar í viðbót áður en þessari hátíð lýkur.

|

sunnudagur, september 07, 2003

Gríðarleg stemmning myndaðist í heimahúsi mínu yfir þessum fótboltaleik í gær, enda kláruðust nokkrir öl yfir honum. Drykkja hélt því áfram fram eftir kvöldi og var að lokum ákveðið að skella sér í bæinn eitt augnablik eða svo. Við fórum á 11 þar sem rokkið og viðbjóðurinn blívur og stár, um aldir og ár. Ég fór reyndar snemma heim í þetta skiptið því þreytan var farin að segja til sín. Maður er orðinn of gamall fyrir svona rugl, en andinn er ungur og því verður örugglega reynt á þetta aftur um næstu helgi. Annars er ég búinn eiga alveg ljómandi fínan þynnkudag í dag. Er svo temmilega góður á því og eyddi megninu af deginu í super nintendo að spila Zelda. Var að koma frá billa þar sem glápt var á bandaríska vellugamanþætti á borð við friends. Ætli ég reyni ekki að plata sibbann með mér í bíó, langar að sjá sweet sixteen eða einhverja aðra breska eðalræmu. Háskólabíó er svo líka bara í næsta húsi þannig að það þarf ekki að leita langt yfir skammt að góðum bíómyndum. Ætli ég reyni nú ekki að fá mér eitthvað smáræði í svanginn svo að ég falli nú ekki saman úr hungri. Fer svo fljótlega að huga að þessu massíva verkefni sem er ætlað til þess að breyta lífi mínu til hins betra. Það verður þó að bíða betri tíma því hugur minn er gjörsneyddur allri skynsemi þessa stundina. Ætli ég leggist ekki aðeins fyrir svo að ég fari mér ekki að voða.

|

laugardagur, september 06, 2003

Það var sko farið á fyllerí í gær. Og það stefnir í annað í kvöld. Lítur út fyrir stemmningu fyrir þessum leik. Ætli við endum ekki í einhverju rugli eins og venjulega. Nenni samt eiginlega ekki að blogga meira því þynnkan er enn yfir mér og ég býst ekki við því að hún fari fyrr en á þriðja bjór.

|

föstudagur, september 05, 2003

Fyrirspurnir hafa borist um blíðu mína og hvert verðgildi hennar er. Það er náttúrulega bara persónubundið. Sumar fá það náttlega ókeypis en aðrir þurfa að greiða fyrir hana dýru verði. Endilega skiljið eftir kennitölu í fyrirspurnarhólfinu og ég mun hafa samband fljótlega eftir það. Annars er allt gott í lífi Baldvins. Málstofa um heimspeki sem lífsmáta byrjaði í dag og verkefni hennar er að breyta og bæta lífi þeirra er hana sitja. Dagbók verður haldin og fá áhugasamir að fylgjast með breytingum á mínu lífi og sjá hvernig það er að vera á leið betri vega. Var að rústa strákunum í Hornafjarðar-Manna og sannaði enn og aftur hæfni mína á spiilaborðin (og heppni).

|

miðvikudagur, september 03, 2003

Ég er svo duglegur. Vaknaði og allt í morgun, mætti samt of seint í fyrsta tíma. Mætti eiginlega bara í annan tíma. Svo kom ég heim um 10 leytið og fann til eirðarleysis. Dreif mig í að þrífa íbúðina og var að ljúka því. Helvíti fínt í þessum eina tíma sem ég hef mætt í til þess í hagnýttri siðfræði. Ég held að þetta eigi eftir að vera góður vetur. Framtíðin mín er svo björt að ég held ég þurfi að ganga með sólgleraugu eins og segir í laginu. Annars er allt gott að frétta af mér, nema þá helst að tölvan mín er steik og með vírus í þokkabót. Hefur meira að segja reynt að smita aðrar tölvur út um allt. Fer reyndar að detta saman fljótlega og komast í samt lag aftur því ég setti upp stýrikerfið aftur og eyddi að ég held vírusnum út. Kemst samt ekki á netið í minni tölvu. Ég er svo fátækur núna. Vil einhver gefa mér pening? Eða kaupa blíðu mína.

|

þriðjudagur, september 02, 2003

í dag er nýr dagur, hékk á netinu lengi fram eftir og var svo heppinn að ekki þurfti á mér að halda upp í mýrarhúsaskóla. Ég hefði látið lífið ef ég hefði verið vakinn í morgun. Þannig að ég var að skríða fram úr rétt í þessu. Verð samt að fara snemma að sofa í kvöld. Það er tími hjá Viljálmi Árnasyni kl 8:15 í fyrramálið. Hvaða rugl er það. Ég ehef nú bara aldrei á mínum 2 ára ferli sem nema í heimspeki þurft að mæta í tíma svona snemma. Ég meina heilinn á manni fer ekki af stað fyrr en í fyrsta lagi eftir 2. nú er ég nú aldeilis klessa. ætli ég eyði ekki tímanum í einhverja vitleysu og hvíld vegna þess gríðarlegs álags sem er að skapast í kringum mig.

|

Góðan daginn. Stúlka ein á netinu benti mér á að hægt væri að laga þetta vandamál varðandi íslenska stafi. Svo að ég gerði það. Sú staðreynd að ekki var skiljanlegt hvað ég skrifaði hélt mér frá því að skrifa í um 2 mánuði. Það er annars allt ágætt að frétta af mér, ég er kominn aftur í hreysið okkar baldurs og byrjaður í heimspekinni. Við Eva hættum nefnilega saman og ég ákvað að borgin væri betri staður til þess að vera einhleypur, þar sem ég þekkti um það bil 3 á Akureyri. Var að skrá mig í námskeið í dag og tók frekar stóra ákvörðun rétt á meðan ég var að skrifa niður þau námskeið er ég ætla mér að taka. Ætla mér að útskrifast snemma næsta sumar með því að klára BA ritgerðina á vorönninni. Er að móta með mér hugmyndir um hvað hún ætti svo sem að vera og er opinn fyrir hugmyndum annara. Endilega hafið samband ef þið lumið á einhverju sniðugu til að skrifa um. Reyndar er ég á því núna að skrifa ritgerð um heimspeki daglegs lífs og nýta mér gamla ritgerð sem ég gerði og var nú bara prýðileg þó að ég segi sjálfur frá.
Ég er einnig kominn með vinnu með skólanum upp í mýrarhúsaskóla, verð forfallakennari og svo mun ég sjá um heimanám. Skólastjórinn er víst haldin þeirri algengu skynvillu að ég sé frábær í alla staði.
Þvílíkur þynnkudagur sem við Sibbi áttum í gær. Og það var étið allskyns ólifnaður í leiðinni. Byrjað á beikon og eggi, svo beint í vöflur með rjóma og endað á pylsum um kvöldið. Djöfull var kíttað.
Sibbinn vann bara ljósmyndasamkeppni moggans og kodak. Og óska ég honum til hamingju með sigurinn. Maðurinn reyndar vel að sigrinum kominn því hann er helvíti lunkinn með myndavélina. Hér er sigurmyndin.
Ég kveð í bili

|