þriðjudagur, desember 19, 2006

Sæl nú öll

Langt síðan að ég hef bloggað, hef í raun gleymt að gera það og sleppt því og ekki nennt því. Viðburðarríkt ár hjá mér að enda komið og ýmislegt búið að brasa. Fyrst bera að nefna að ég er búinn að dreifa genum mínum og frumburðurinn á leiðinni. Kemur í janúar og gríðarleg gleði vegna þess. Svo er ég búinn að gera allskyns dót hér á Akureyri sem ég nenni í raun ekki að telja upp. Háskólinn gengur sinn vanagang og virðist ég sigla í gegnum þetta á hægðinni.

Hér nenni ég ekki lengur að tala um sjálfan mig endalaust eins og ég hef gert áður. Kannski maður reyni að tala um hvað aðrir eru að gera.

Byrjum á jólunum:
Djöfuls geðveiki er þetta. Ég hafna algerlega þessu rugli. Ætla að kaupa nokkrar kiljur og gefa á línuna. Það þarf ekki að eyða yfir 100 þúsundkalli í jólagjafir. Það er rugl. Reyndar mætti alveg gefa íslenska tónlist líka.

Maður ársins er "Ég":
Þvílíkt rugl, hvernig geta nokkrir rausarar á netinu nokkurn tímann afrekað eitthvað. Það er fullt að einstaklingum á þessari blessaðri jörð sem eru að gera heiminum töluvert meira gagn en internet-tuðarar.

Íslendingar:
Stundum held ég að almenningur og almenn umræða á Íslandi sé það allra vitlausasta sem hægt er að heyra. Mótsagnir, misskilningur, lygar, bull og hræsni. Þingmenn, blaðamenn og ofannefndir internet-tuðarar eru upp til hópa fullir af sjálfum sér og ekkert af viti kemur frá þeim. Það eina sem þingmenn hugsa um er eigið skinn, blaðamenn vilja stundarfrægð og internet-tuðarar eru bara tuðarar.

Eins og ég:)

|