föstudagur, júní 25, 2004

Baldur forsetaframbjóðandi á tveimur stöðvum í einu á miðvikudag. Var í virðulegu forsetaframbjóðanda viðtali á stöð 1 og á popptíví að drekka ógeðisdrykk. Svo ætlar þessi maður að hefja forsetaembættið til vegs og virðingar.

Annars er allt í góðum gír eftir þennan magnaða fótboltaleik sem sýndur var á rúv í gær. Ég og baldurinn drukkum öl og átum snakk. Það var víst kvöldmaturinn í gær.

Eitthvað skrýtinn í maganum. Skil ekkert í þessari óreglu á úrgangslosun. Hvað ætli valdi þessu?

|

fimmtudagur, júní 24, 2004

Lítið hægt að sóla sig þegar það er ekki sól. Einnig er ég í skrifstofuvinnu dauðans og kem ekki út fyrir húsins dyr nema til að reykja. Ég reyki frekar mikið.

|

miðvikudagur, júní 23, 2004

Ég nenni ekki að skrifa neitt hérna. Háskóla maðurinn með intelectual metnað er að hægt og bítandi að hverfa og hnakki með stórar áhyggjur af taninu að koma í hans stað.

|

miðvikudagur, júní 09, 2004

Verður maður að vera hérna með regluleg skrif til að fólk lesi mig? Reyni eftir fremsta megni. Tölvan mín er samt ekki í standi. Hún hrundi í miðjum ritgerðarskrifum og ég hef ekki haft þrek til að endurræsa kvikyndið. Sem er svo sem fínt. Nenni ekki að vera í þessu á sumrin. Það er sól úti og allt. Má ekki spandera sólinni. Annars er ég í semígóðum gír. Er eitthvað lúinn því ég svaf ósköp illa í nótt. Var með slæmsku í maganum eins og það er kallað. Líkast til ofát á súkkulaði og almennar áhyggjur af bróður mínum. Er búinn að vera þar í dag síðan í hádeginu og er að fara aftur. Strákurinn er soldið þungur í skapinu þessa dagana. Enda ástæða til. Allt í baklás og ný aðgerð á morgun. Þetta er samt að fara í ákveðin farveg og engin óvissa í gangi. Hann verður hress fljótlega.

Þetta dugar í bili. Endilega verðið í bandi ef það er eitthvað.

|

þriðjudagur, júní 08, 2004

afsakið mig. Ég hef víst ekki verið neitt rosalega duglegur að blogga. En hér er ég hjá sibba og ætla að hripa niður nokkrar línur.

Mikið hefur gerst síðan síðast. Það eitt er víst. Ég kláraði BA ruglið og mun því útskrifast 19. júní. Jíbbí húrra fyrir mér.
Smá kreditlisti:
Baldur Heiðar Sigurðsson fær þúsund milljón þakkir fyrir stuðning og yfirferð. Einnig fyrir að búa með mér á þessum tíma en ég var víst ekki auðveldur í umgengni.
Sigurbjörn Reginn Óskarsson fær þúsund milljón þakkir fyrir stuðning og yfirferð. Einnig fyrir að vera vinur í raun. Hann þurfti samt ekki að búa með mér eins og baldur.
Helga Gunnarsdóttir fær þúsund milljón trilljón þakkir fyrir stuðning og yfirferð og fyrir að hafa trúað á að ég gæti þetta. Einnig var ég erfiður við hana og ber að þakka guði fyrir það að hún umbar mig á meðan.
Fjölskylda og aðrir fá líka þakkir en ekki þúsund milljón. Þau trúðu á strákinn en fóru ekki yfir. Enda þurfti þess ekki með þetta landslið á bakvið mig. Mamma rokkar náttla og hún fær þúsund milljón líka.

Núna er maður bara vinnandi maður og hugsar ekki um neitt nema drasl og er það fínt.
Síðan er það bara gott sumar framundan og mun ég njóta þess til fullnustu á meðan það endist. Húrra fyrir sumrinu. Og húrra fyrir daginn í dag.

Nonni bróðir liggur reyndar á spítala núna og er að láta ríkið hóna sig á afburða slæman hátt. En strákurinn stendur sig eins og hetja og hef ég trú á að strákurinn standi sig.
Áfram nonni.

|