mánudagur, nóvember 28, 2005

var að koma af fundi hjá ungum vinstri grænum, maður víst orðinn formaður, skemmtilegt nokk og hugsanlega á leið í bæjar pólitíkina. Ég er náttlega orðinn hundleiður á aðgerðaleysinu hér fyrir norðan. Bæði mínu og svo almennt. Þannig að það er bara tekið til sinna ráða og ráðist á þetta með fullum krafti. Stefni á Alþingi 2007.

Annars er allt þokkalegt að frétta af landsbyggðinni, hér er snjór og ég er kominn í viku upplestrarfrí, sem er ágætt snjólega séð. Er bara heima að lesa, þó maður skreppi nú út seinni partinn til að vinna og kaupa sígó. Svo eru prófinn að skella á, en kappinn hefur nú ekki áhyggjur af því. Sem maður ætti nú í raun að hafa, væri líkast til árangursríkara að hafa áhyggjur og læra þess í stað meira. En nei, eftir áralanga skólagöngu hefur öllu sem kalla má prófkvíða verið eytt úr taugakerfi baldvins esra.

Enda er ég flottur og rúlla þessu eflaust upp hvort sem er!!!

|

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

SælirSælir

Ótrúlegt hvað það er auðvelt að fá sér nýtt kreditkort.
Vegna tilvonandi New York-ferðar fékk ég mér atlas kreditkort. Hélt ég þyrfti að standa í veseni með að fá ábyrgðarmann og skrifa undir og svoleiðis. Fór nú samt á kreditkort.is og sá að það var hægt að sækja um kort á netinu. Ég gerði það, sótti um ágæta heimild hér innanlands og betri heimild erlendis (jú þar ætla ég nú að missa mig). Svo skipti ég mér ekkert að þessu í bili. Í leiðbeiningum stóð að ég ætti að hafa samband eftir 4-5 virka daga og ganga frá málunum. Ég gleymdi því náttlega eins og von er og spáði ekkert í þessu í nokkra daga. Svo veit ég ekki fyrr en inn um lúguna kemur umslag frá kreditkort hf. þar er ekkert að finna nema pin númer. Ég lagði saman 2 og 2 og tölti því næst niður í banka og spurði hvort ég ætti inni kreditkort. Jú það passaði, þau létu mig eitt stykki kreditkort og ég kvittaði fyrir móttöku. Þurfti ekki einu sinni að staðfesta að þetta væri ég!

Merkilegur djöfull þetta, nú er samt bara að passa sig svo maður endi nú ekki húsnæðislaus í skuldafangelsi, kreditkort eru hættulegur fjandi. En þá gæti maður náttlega bara sótt um kort fyrir Sigurð Sigmundsson og náð í það niður í banka og bjargað málunum þannig.

Það er þó allavega tryggt núna að viðskiptahallinn verður meiri en ella eftir þessa blessuðu utanlandsför okkar, þökk sé kreditkort hf.

|