þetta kom bara út þannig
mánudagur, október 31, 2005
|
GóðanDaginn
Baldvin heilsar frá tölvustofu HA.
Baldvin nefnilega skráði sig í háskóla, aftur. Legg nú stund á viðskiptafræði. Gaf skít í öll mín fyrri gildi og dýrka nú mammon í tíma og ótíma. Er reyndar alveg jafnfátækur og áður en ætla að sigra heiminn. Er reyndar á stjórnunarbraut og stefni á mannúðlegri stjórnunarhætti en áður hefur tíðkast. Póstmodernísk stjórnun er reyndar í tísku. Kannski ég leggi áherslu á existensjalíska stjórnunarhætti. Afhverju er ég ég? Afhverju er ég að fara að gera þetta? Kæmist lítið í verk á gúmmívinnustofunni ef ég fengi mínu fram!
Vil benda fólki á að ég er kominn með nýtt ímeil. Og það er ekkert smá flott; esra@internet.is
Sagði að það væri flott.
balli
|
Baldvin heilsar frá tölvustofu HA.
Baldvin nefnilega skráði sig í háskóla, aftur. Legg nú stund á viðskiptafræði. Gaf skít í öll mín fyrri gildi og dýrka nú mammon í tíma og ótíma. Er reyndar alveg jafnfátækur og áður en ætla að sigra heiminn. Er reyndar á stjórnunarbraut og stefni á mannúðlegri stjórnunarhætti en áður hefur tíðkast. Póstmodernísk stjórnun er reyndar í tísku. Kannski ég leggi áherslu á existensjalíska stjórnunarhætti. Afhverju er ég ég? Afhverju er ég að fara að gera þetta? Kæmist lítið í verk á gúmmívinnustofunni ef ég fengi mínu fram!
Vil benda fólki á að ég er kominn með nýtt ímeil. Og það er ekkert smá flott; esra@internet.is
Sagði að það væri flott.
balli
föstudagur, október 28, 2005
jæja þá er maður bara kominn í skóla aftur.
Og þá lítið annað að gera en að tjá sig opinberlega um ekki neitt. Því maður hefur ekkert nema tíma þegar maður er í skóla. Mikið að frétta af mér síðan síðasta innfærsla var færð inn.
En það er of mikið að byrja að segja frá því öllu í einu.
1. Endaði síðast á því að segja að ég hafði keypt íbúð. Enda keypti ég íbúð og bý í henni núna. Fínasta íbúð í miðbæ Akureyrar. Piparsveinaíbúð dauðans. Öllum er boðið í heimsókn svo lengi sem þeir hafi samband fyrirfram. Get alltaf sett á könnuhelvítið fyrir góðgesti.
2. staðháttabreyting tvö kemur í ljós í næsta þætti...
|
Og þá lítið annað að gera en að tjá sig opinberlega um ekki neitt. Því maður hefur ekkert nema tíma þegar maður er í skóla. Mikið að frétta af mér síðan síðasta innfærsla var færð inn.
En það er of mikið að byrja að segja frá því öllu í einu.
1. Endaði síðast á því að segja að ég hafði keypt íbúð. Enda keypti ég íbúð og bý í henni núna. Fínasta íbúð í miðbæ Akureyrar. Piparsveinaíbúð dauðans. Öllum er boðið í heimsókn svo lengi sem þeir hafi samband fyrirfram. Get alltaf sett á könnuhelvítið fyrir góðgesti.
2. staðháttabreyting tvö kemur í ljós í næsta þætti...