föstudagur, ágúst 20, 2004

jæja þá er maður handleggsbrotinn. Gjörsamlega gagnlaus í vinnunni og er það ekki vel. Svo er það flutningur. Þetta verður frekar erfitt og leiðinlegt og óska ég eftir aðstoð vina og kunningja við flutninga. Langar helst til að flýja land og segja öllum að éta skít.

En þar sem ég er góður strákur geri ég það ekki.

Var að spá í að gerast pólítískari í alla staði hér á vefnum en ég nenni því ekki því ég er handleggsbrotinn og svoldið upptekinn af því. Annars er ekkert að gagnrýna, þetta er allt sama kjaftæðið fram og aftur. framsóknarmenn eintómir hálvitar sem þekkja vart muninn á réttlæti og jafnrétti. Sjálfstæðismenn gráðugir og spilltir eiginhagsmunabelgir og aðrir gjammandi án áhrifa. Svo gleymir almenningur öllum endaþarmserðingunum um leið og þær eru yfirstaðnar. "þetta er vont meðan þær eiga sér stað!"
segja þeir og smella sér á smá prepartion h. Gyllinæð smyllinæð.

|

mánudagur, ágúst 09, 2004

Baldvin og Justy komast yfir heiðina.

Ég og minn trausti justy fórum sko ekki útaf þrátt fyrir að flestir aðrir höfðu gert það. Það ætti að vera frétt en ekki hitt.

Vil bara benda fólki á einstaka ökuhæfileika mína. Hinir hefðu bara átt að gera eins og ég.

Annars var ég fyrir norðan.

|

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Verslunarmannahelgi Smerslunarmannahelgi.

Var í borginni alla helgina. Það var fínt. Fékk mér í glas á fim og fös. það var fínt. Var svo ekki til stórræða lau og sun vegna leti og slappleika. Horfði á vídeó með helgunni og lappaði með hundinn. Í raun má segja að ég hafi farið út úr bænum um helgina því ég gisti hjá foreldrum helgu bæði lau og sun en það er upp í grafarholti sem er langt í burtu. Má segja að ég hafi haft það skrambi gott um helgina í faðmi ástmeyjar minnar.

Ákvað það að ég myndi ekki búa mikið lengur í borginni. Mun koma til með að flytja norður í sept. Nú er það bara að finna sér vinnu á Akureyri. Svona hæfileikaríkur úngur maður eins og ég á eflaust ekki í vandræðum með það. Ábendingar þó vel þegnar.

Er veikur í dag. átti að vinna en ég var ekki líkamlega fær til þess. En einhver flensa í mér þannig að ég verð ekki viðstaddur á morgun. Ætla að ná þessu úr mér. Er að hugsa um þó að skjótast á leiguna og fá mér skemmtiefni. Eða kannski ætti maður að nýta tímann og lesa soldið duglega. Meðan maður er einn og svoleiðis.

ætli ég detti samt ekki í vídeó gláp. Enda er það auðvelt með eindæmum.

Endilega skoðið þetta ef ykkur leiðist óheyrilega mikið. Bush og kerry í góðu glensi

Nýr fítus á blogger. maður getur litað textann sinn eins og maður eigi lifið að leysa. Nenni ekki þó nema smá sýnishorni.

|