þriðjudagur, júlí 27, 2004

"Moore sagði að bandarískur almenningur færi í bíó til að „leita sannleikans“. „Ef þú hefðir sagt mér, þegar við áttum í vandræðum vegna dreifingarmála með Disney-fyrirtækið, að þessi mynd myndi hala inn meira fé en nokkur Disney mynd á árinu, hefði ég ekki vitað hvað ég ætti að segja, “ sagði Moore. " - mbl.is

Nákvæmlega það sem ég geri með reglulegu millibili. Ég horfi á kvikmyndir til þess að finna sannleikann.

Eftir yndislegt sumarfrí er maður mættur aftur í vinnuna. ég og helgan og hundurinn fórum hringinn í kringum landið. Soldið skemmtilegt, enda skemmtileg með eindæmum bæði tvö. Einnig var dobermann of death bráðskemmtilegur í alla staði.

|

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Eftir gott afsleppelsi í gær fyrir framan sjónvarpið og góðan nætursvefn er ég ekki lengur steik. Mætti hingað í vinnuna kl 7 og mun ég eflaust taka á því í dag. Þegar nær dregur fríum fyllist maður orku til að klára það sem þarf áður að því kemur og er ég í einstaklega góðum gír þennan daginn.

Sá ræðu með bush í gær þar sem hann talaði um að kerry væri eins og veðrið því hann skiptir svo oft um skoðun. Hvað er annars að því að skipta um skoðun? Er ekki betra að viðurkenna að maður hafi haft rangt fyrir sér eða að maður telji forsendur aðrar eftir ákveðin tíma. Betra en að halda dauðahaldi í eina guðhrædda lífskoðun og miða allt út frá henni. Meira segja að fara stríð, við heiðingja.

Sá Ed líka. Amerísk þvæla eins og hún gerist best. Heimskuleg smábæjarvandamál geta verið gríðarlega afpirrandi í alla staði. Var svo afslappaður á því að ég gerði heiðarlega tilraun til að sofa. Börnin út í garði stöðvuðu það þó í fæðingu.

|

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Ég er að deyja. ég var að deyja úr þreytu í gær og svo þegar kom að svefni var það ekkert inn í myndinni. Lá og bylti mér þar til ég leið útaf einhvern tímann og svaf alveg hrottalega illa. Vaknaði svo náttlega of seint og er í steik. Andleg og líkamleg steik. Skjótið mig.

Samt er ég fullur tilhlökkunnar í að fara í fríið mitt í næstu viku.

|

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Næturhrafninn í mér gargar illþyrmilega að mér núna. Var við það að líða útaf af þreytu um kvöldmat og svo leið á kvöldið og ég þráaðist við að fara að sofa. Svo loks þegar ég ætla að láta verða að því þá get ég ekki sofnað og er glaðvakandi. Dauði

Mun eyða helginni á borðeyri í faðmi fjölskyldu. Nonna bróður eflaust að drepast úr leiðindum þarna. Þannig að ég verð í góðum gír þar. Maður er eiginlega hættur öllu fylleríi sem stendur. Enda er það vel. Er að reyna eða ekki of miklum pening. Sem er erfitt þegar maður allt í einu pínu meiri pening en venjulega. Auðvitað eyðir maður þá í kjölfarið miklu meira en venjulega.

Læt þetta duga í bili. Bið að heilsa. Fattaði samt í þessu að placebo var að spila í höllinni. Hefði alveg verið til í að sjá þá. En það var enginn annar að fara sem ég þekki þannig að var varla til boða.

|

mánudagur, júlí 05, 2004

Jájá, svona á lífið að vera. Sól og gleði alla daga. Var að koma að norðan í gær eftir mjög ánægjulega helgi í alla staði. Helgan var falleg, veðrið var fallegur og auk þess var ég fallegur. Svo er alveg prýðis að hanga á sólríkum sumarkvöldum hér í reykjavík. Ekki að hugsa um neitt nema að hanga. Fór reyndar í bónus og gerði stórinnkaup. Þarf vonandi ekki að eyða miklu meira í mat þennan mánuðinn. Maður er að verða svo hagsýnn. Baldur búinn að kaupa sér þessa ágætu fartölvu og ætla ég mér að nota hana til hins ýtrasta. Tölvan mín fer líkast til í geymsluna von bráðar. Svona þegar ég nenni því. Nú þyrfti mamma að koma og segja mér að taka til í herberginu mínu því þar er allt í drasli. En ég nenni því ekki. Svona rétt til að reyna að halda mínum intelectual status er ég að lesa alveg prýðis skáldsögu sem ber nafnið miðnæturbörn. Læt það duga sem framlag mitt sem háskólaborgari.

Annars er það helsta að frétta úr herbúðum baldvins að nú styttist óðum í það að baldvin og doktorinn ætla að bregða sér einn stuttan hring í kringum landið um miðjan júlí. Verða tveir hundar með í för sem og tjald. Harðkjarna íslenskt ferðalag. Ekki þó eins stuttur og bóndi einn í svarfaðardal fór. En kona hans var búin að nauða í honum að fara með honum hringinn í alllangan tíma þegar hann loks gaf eftir og fór hringinn á einum og hálfum degi. Hann hafði víst ekki tíma í svona vitleysu.

|