mánudagur, maí 24, 2004

Svo er fjölmiðlafrumvarp bara orðið að veruleika. Hvað á maður að segja. Allavega getur maður ekki mikið sagt um þá umræðu er átti sér stað í kringum þetta frumvarp. Frekar mikil persónuleg skítalykt í loftinu. Tek ekki þátt í svona umræðu. Fyrir neðan mína virðingu sem skynsemisvera.

|

Helgi dauðans lokið. Skrifaði um 15 bls. í ba ritgerðinni og á af þeim sökum smá séns í að klára þetta dæmi nú í sumar. Þarf að skila lokaniðurstöðu á föstudagsmorgun. Svo er það 3ja eininga verkefni sem verður málið um helgina. Á mánudag mun ég dansa þumalfingurdansinn og kyssa alla þá sem vilja. Þá verður þessu helvíti lokið og mun ég hverfa aftur á vit leti lífs og tjútts.

Niðurstaða helgarinnar:
15 bls í ritgerð
1 vægt taugaáfall
Látrúntur með strákunum kl 2 á sunnudagskvöld
6 pakkar af marlboro
5 tíma svefn að meðaltali
hamborgarar
pylsur
hamborgarapylsur
Pringles
Coke
og síðast en ekki síst
KAFFI

Semsagt andlegt og líkamlegt hón af áður óþekktri stærðargráðu.

Framundan
Ritgerðarsnurfusun af bestu gerð
Afsal á pixies miða
Vinna dauðans
Ritgerðarskil
Ritgerðavinna
Ritgerðarskil
Þumalfingurdans
Fleygðu í þennan pakka nokkrum lítrum af kaffi og 15 pökkum af marlboro og niðurstaðan er andlega og líkamlega niðurbrotinn balli.

|

fimmtudagur, maí 20, 2004

Uss, langt síðan ég hef bloggað. Hef verið frekar upptekinn undanfarið, aðalega við að hafa samviskubit yfir því að læra ekki, en læri þó öðruhverju. Eins og til dæmis núna. Sörfaði smá rétt í þessu og rakst á þessa stórskemmtilegu bloggsíðu. Andy Kaufman er kominn aftur. Eins og flestir vita dó hann fyrir 20 árum. Það var svo sem við því að búast að hann væri að feika þetta allt saman. Kannski maður feiki þetta líka. Nenni ekki að vera á þessum tíma í þessu lífi. Það er of mikið hangandi yfir mér. Bali og drykkur á ströndinni hljómar ágætlega núna.

|

mánudagur, maí 17, 2004

Stundum vildi ég óska þess að ég ætti við þetta vandamál að stríða.

Já þú meinar, ahhh. Myndi maður segja

Nonni fór í aðgerð í morgun og er víst allt í orden. Mamma og pabbi buðu mér út að borða í tilefni þess og fóru svo að heimsækja hann. Ég ætla að fara á morgun þegar hann er orðinn hressari.

|

Balli bara edrú í heila helgi. Slíkt hefur ekki gerst í háa herrans tíð. Var meira segja akandi á glensinu á laugardaginn. Drakk bara frekar mikið kaffi og þá var maður til í allt. Var einnig að vinna eins og skepna um helgina. Held að yfirvinnan hafi coverað bílinn. Sem er vel.

Er annars í góðum gír þessa dagana. Þó eru ráðagerðir mínar með ritgerðarskil eitthvað mis vegna vinnu um helgina. Ætla þó að taka á því í kvöld og næstu kvöld.

Hef alveg fullt að segja en er ekki að nenna því. Djöfuls leti í mér. Enda lúinn maður. Nám hefur ekki góð áhrif á dugnaðarstuðulinn. Maður verður alveg duglaus og linur eftir smá átök. Eina ráðið er að fara snemma að svo og hvíla sig vel en ég er ekki að geta það, verandi nátthrafn.

|

laugardagur, maí 15, 2004

Góður dagur í dag, eða því sem næst. Byrjaði náttlega á því að sofa yfir mig í fyrsta sinn í þessari blessuðu vinnu minni. Var svo að vinna til 9. Kom heim og hef ekki gert neitt.

Það er samt verið að plotta grillpartí. Keypti nautalundir í vinnunni og er það svo vel að hálfa væri nóg. 4.5 kg af nýsjálensku nautakjöti verða grilluð og vonum við að veðrið verði gott.

Svo er ég enn kvenmannslaus og það er ekki vel. Þær taka það til sín sem eiga það.

Beck í græjurnar núna og huganum leyft að reika stutta stund þar til ég sofna. Hugur stefnir í eina átt.

|

fimmtudagur, maí 13, 2004

Bendi áhuga sömum á að helga dýri er komin með bloggmaníu og tjáir sig um hluti sem fæst okkar hefur áður kynnst, til dæmis um geldingar, burðarhjálp, þvagfærauppskurði og fleira því um líkt. Sérlega áhugavert í alla staði

|

Erfitt að koma sér í ritgerðargír eftir langan vinnudag og með svona mikið vor í lofti. Lét klippa mig og rakaði mig áðan. Mikið déskoti er maður fallegur. Baðaði mig líka og er það ákaflega hressandi í alla staði. Var ekki í gír þegar ég kom heim úr vinnunni. Svo þegar maður er búinn að þrífa sig kemst maður strax í gírinn.

Stefnt er enn á grillveislu á laugardag. Þeir sem hafa boðað komu sína eru, bjarni, sigrún, sigurbjörn, billmundur, hlín, balli, baldur, og svo eitthvað lið tengt sigrúnu.

Endilega látið mig vita í kvöld ef þið viljið vera með.

Stefni enn ótrauður á að vera edrú en þegar nær dregur helginni þá verður það enn meira óaðlaðandi í alla staði. Vinna þó um helgina og verð að sína lit og vera nokkuð ferskur.

Kláraði hegelinn í gær og er það vel. Ætla að renna mér aðeins í Ba í kvöld en það verður eitthvað lítið. Er svo helvíti latur eitthvað þessa dagana.

Auk þess er kvenmannsleysi að gera útaf við mig.

|

Erfitt að koma sér í ritgerðargír eftir langan vinnudag og með svona mikið vor í lofti. Lét klippa mig og rakaði mig áðan. Mikið déskoti er maður fallegur. Baðaði mig líka og er það ákaflega hressandi í alla staði. Var ekki í gír þegar ég kom heim úr vinnunni. Svo þegar maður er búinn að þrífa sig kemst maður strax í gírinn.

Stefnt er enn á grillveislu á laugardag. Þeir sem hafa boðað komu sína eru, bjarni, sigrún, sigurbjörn, billmundur, hlín, balli, baldur, og svo eitthvað lið tengt sigrúnu.

Endilega látið mig vita í kvöld ef þið viljið vera með.

Stefni enn ótrauður á að vera edrú en þegar nær dregur helginni þá verður það enn meira óaðlaðandi í alla staði. Vinna þó um helgina og verð að sína lit og vera nokkuð ferskur.

Kláraði hegelinn í gær og er það vel. Ætla að renna mér aðeins í Ba í kvöld en það verður eitthvað lítið. Er svo helvíti latur eitthvað þessa dagana.

Auk þess er kvenmannsleysi að gera útaf við mig.

|

miðvikudagur, maí 12, 2004

jíbbí þetta er að gera sig. Flottur balli með blogthis dæmi í gangi á kantinum.

|

blogthis bannerinn setti postið á hónið í staðinn fyrir á mína síðu. Vona að þetta fari á réttan stað núna.

|

Er þessi söngvakeppni eitthvað spaug. Ákváðu Tyrkir að hóna restina af Evrópu fyrir að setja svo mikil höft á útflutning þeirra á iðjulausum aumingjum sem lifa á bótum. Ég bara spyr?

|

Soldið skrítið henti mig í dag. Gaman að segja frá því. Um hádegisbilið kemur sendibíll frá Icelandair Cargo með vörur handa okkur. Af merkingum að dæma var innihaldið humar. Þar sem ég er mikill áhugamaður um humar stóðst ég ekki mátið og fékk að kíkja í kassana. Þegar ég var búinn að opna þá sá ég að þeir innhéldu heilan humar. Skoðaði ég þá nánar og fóru þeir að hreyfa sig. Semsagt kvikyndin voru á lífi eftir flug frá Skotlandi. Merkilegur andskoti. Menn leggja mikið á sig til að fá sér að éta.

|

Sjítt hvað ég er orðinn þreyttur á sál og líkama. Maður á greinilega eftir að venjast því að vinna eðlilega vinnu. Þolið er í lágmarki. Gæti skriðið upp í rúm og sofið í svona sólarhring.

Þó er þetta bara skemmtileg vinna. Maður nennir alveg að fara á morgnana, sjaldan sem maður lendir í svona vinnu, svo fær maður yfirleitt frítt að éta í hádeginu. Sparnaður upp á 10 -15 þúsund á mánuði. Sem er vel.

Svo er það bara lærdómur þegar heim er komið. Ætla samt aðeins að tjilla og fara í bað og svoleiðis. Svo rétt til að jafna sig.

Justin að standa sig. Þetta er duglegur strákur. Er soldið tjúnaður samt, og eyðir óþarflega mikilli orku.

Annars er lítið að frétta, þetta fer að komast í einhverja rútínu hjá manni. Hlakka til að vera búinn með þessar ritgerðir og dót. þá getur maður bara verið heilalaus og fullur í friði.

|

þriðjudagur, maí 11, 2004

Hef voða lítið að segja nema að ég vann í dag og kom svo heim og þreif mig. Justin virkar fínt og ég stefni að því að klára ritgerð í kvöld

Ætla snemma í háttinn í kvöld, soldið lúinn í morgun.

Afgangar í matinn og er að reyna að sem minnst af peningum

Á nefnilega svo lítið af þeim eftir góð glens upp á síðkastið.

Lítur samt út fyrir að ég fái massíva útborgun um næstu mánaðarmót og þá verð ég sko góður á því og splæsi útum allt. Ætli einhverjir eigi það ekki skilið að ég splæsi á þá einhverju.

Einnig verð ég búinn með öll mín verkefni og verð orðinn heilalaus maur, hluti af fjöldanum. Borga skatta og svoleiðis.

Á justin. Sjítt, er að hugsa um að halda bara áfram að skólast. Helst sem lengst í burtu frá íslandi.

|

mánudagur, maí 10, 2004

Vitabörger fór inn í gær, það var alveg til fyrirmyndar
Vitabörger fór út áðan ásamt öðrum óþverra, það var ekki eins gott glens.

|

Annar beck í tilefni dagsins

PRESSURE ZONE

The countryside is overgrown
There's a lighthouse in your soul
Wrestling with butcher girls
She don't ever change her clothes

Masterpieces liquidate in fertile tears
I couls sleep inside her bones
A hundred years

Lizards in the pressure zone
Mother knows it's only a phase

Cherry gardens feel like ice
Hazard lights from her past
Underneath the broken bridge
Hookers hug illegal dads

Masterpieces liquidate in fertile tears
I couls sleep inside her bones
A hundred years

Lizards in the pressure zone
Mother knows it's only a phase

|

Bara komið nýtt look á blogger.com. Þetta er nú bara prýðis verð ég að segja.

Var að vinna í dag og það var bara fínt. Ég held að ég verði ekki endanlega geðveikur ef ég vinn þarna eins og við flestar vinnur sem ég hef unnið við.

Svo er víst yfirvinnukaup í góðum gír þannig að ég verð kominn með tan og imprezu á kantinum og krulla járn í frítímanum og nazzla í kellingum.

Talandi um imprezu þá skilaði ég mömmu bílnum áðan, með sorg í hjarta, en hún átti þó ekki við mig, justin er meira ég. Það var næstum eins og framhjáhald, þetta var voðalega gaman en ég vissi að ég átti ekki að gera þetta.

Ritgerð um hegel gengur bara fínt kominn með 8 bls. um helgina. Ég skrifa sem óður væri. Svo þarf ég víst ekkert að skila Derrida ritgerð fyrr en í júní, sem er bara fínt líka. Bjössi hefur víst svo mikið að gera held ég. Þannig að ég sé fram á að klára þetta dæmi og stefni ótrauður á útskrift í júní, ykkur er boðið á Grand Rokk. Eða flestum sem lesa þetta og þekkja mig. Auglýsi teitið síðar.

|

sunnudagur, maí 09, 2004

Lenti í frekar skrítnum bransa áðan. Þurfti nauðsynlega að hægja á mér en klósettpappírslaust var á heimilinu. Nú voru góð ráð dýr. þrennt var í stöðunni.
1. halda í sér
2. keyra í opna búð (langt síðan ég hef verið edrú á laugardegi)
3. Notast við það sem hendi var næst

Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að ótækt væri að hendast útí búð. Nenni því hreinlega ekki. Reyndi ég að halda í mér í smá stund eða þar til ég komst að því að það væri ekki möguleiki þar sem einhvað vildi koma út og ekkert gat stöðvað það.

Þannig að ég lét slag standa og ákvað að notast við þann rómaða snepil sem borinn er í hús á hverjum morgni, nefnilega fréttablaðið. Vandaði ég vel til verka meðan á niðurhlöðun stóð. Passaði að klemma ekki og kláraði mig alveg. Gaf mér semsagt góðan tíma í þetta.

Á meðan niðurhlaði stóð þá bjó ég Fréttablaðið undir skeiningu og reif það niður í handhæga snepla.

Þegar ég var búinn að klára mig af þá bjó ég mig undir mikinn sársauka en ekkert varð af honum. Fréttablaðið er nefnilega alveg merkilega mjúkt. Auk þess var ekki mikillar skeiningar þörf vegna þess að verkið hafði verið vel skipulagt í allastaði.

Og svo rétt til að klára þetta allmennilega átti ég eitt eðlislægt klósettpappírsbréf í handraðanum og notaði sem svona loka handbragð á annars vel heppnaðri klósettferð.

Þetta kennt mér aðeins eitt. Fréttablaðið er til einhverja hluta nytsamlegt og verður klósettpappírs kostnaður heimilisins lægri í kjölfarið vegna þess að sá nýji er ókeypis og heimsendur. Mögnuð þjónusta í gangi.

Ef þið viljið frekari upplýsingar um þessa aðfarir mínar þá endilega notið tæknina til að hafa samband.

|

laugardagur, maí 08, 2004

Beck í tilefni dagsins

lazy flies all hovering above
the magistrate he puts on his gloves
and he looks to the clouds
all pink and disheveled
there must be some blueprints,
some creed of the devil
inscribed in our minds
a hideous game
vanishes in thin air
the vanity of slaves
who wants to be there?
to sweep the debris
to harness dead horses
to ride in the sun
a life of confessions
written in the dust
out in the mangroves
the mynah birds cry
in the shadows of sulphur
the trawlers drift by
they're chewing dried meat
in a house of disrepute
the dust of opiates
and syphilis patients
on brochure vacations
fear has a glare that traps you
like searchlights
the puritans stare
their souls are fluoresecent
the skin of a robot
vibrates with pleasure
matrons and gigolos
carouse in the parlor
their hand grenade eyes
invalid and blind

vanishes in thin air
the vanity of slaves
who wants to be there?
to sweep the debris
to harness dead horses
to ride in the sun
a life of confessions
written in the dust

|

föstudagur, maí 07, 2004

skíta blogger, íslenskt í stað spurningamerkja, ég veit að þið getið þetta

|

J?ja ?? er ma?ur b?inn a? h?na laun?egakerfi? ? eina viku. Finnst samt eins og ?g hafi fari? illa ?t?r ?essu enda erfitt a? vinna. ?tti eiginlega a? setja einhver takm?rk svo f?lk ofgeri sig ekki.

Kraftwerk voru n?ttlega snilld, robotarnir ? we are the robots toppu?u svo allt saman. Keypti m?r bol, soldi? flottur. ?g l?ka.

Justin stendur h?rna ?ti og hef ?g enn ekki eki? honum eftir kaup, l?na?i baldri hann ? morgun og ?g skil n?na afhverju karlmenn eru hr?ddir vi? a? leyfa konum og b?rnum aka b?lum s?num. ?au kunna einfaldlega ekki a? keyra og ma?ur hefur st??ugar ?hyggjur af ?v? a? einhver drepist e?a slasist. Sj?tt sumir eiga bara a? vera heima hj? s?r.

Svo er ?a? ritger?arhelgin mikla n?na, langar samt mest bara til a? r?lta ?t ? kjallara og f? m?r ?lster. Nenni ekki a? gera neitt


Svona er a? vera vinnandi ma?ur, frekar skr?ti? ? alla sta?i. Samt ? einhver fur?ulegan h?tt er ?etta bara nokku? skemmtilegt stundum.

|

miðvikudagur, maí 05, 2004

Fæ bílinn minn á eftir vei, spá samt í að nota imprezuna rétt á meðan ég er með hana í láni, súpergott að keyra hann. Það er táfýla af mér. Ég er að fara á Kraftwerk. hugsa um að baða mig fyrst. er gríðar pirraður samt. Þegar ég kom úr vinnunni hafði baldur gleypt að slökkva á kaffikönnunni og brenndur kaffifnykur tók á móti mér, ekki búið að vaska upp, lak úr sturtunni því hann herðir aldrei nógu vel, tómar fernur útum allt, ruslið troðfullt, og vaskurinn fullur af óhreinu leirtaui. Arg. Nú skil ég afhverju karlmenn lemja konurnar sínar. Þær eiga það einfaldlega skilið ef þær eru eins og baldur, sem er btw óttaleg kelling.

Annars er ég í góðum gír.

|

þriðjudagur, maí 04, 2004

Gekk frá eigandaskiptum áðan, fæ minn annan justy á morgun kl. 6. Er að hugsa um að skíra hann justin. Eins og justin timberlake. Vinnudagur 2 gekk sérlega vel. Vegna mikillar getu minnar á ótrúlegustu sviðum er ég orðinn býsna snjall miðað við dag 2. Stefni á yfirtöku í næstu viku.

Verslaði í vinnunni eftir vinnu, keypti sinnep og ólívur og lauka og pestó og brauð. Fæ brauðið meira að segja gefins. Bauð svo sibbanum í mat og við borðuðum vinnuna mína með bestu lyst. Einstaklega ljúfengt í alla staði. Er svo að skrifa. Lífið gengur bara eins og í sögu næstum því. Nema að ég á enga skó. og já konu. Helvítis bögg alltaf hreint. Er að vinna í þessu.

Og svoer égekki búinn að fá greitt fyrir síðasta mánuð í kennslumannavinnunni. Sem er skítt því ég þarf að borga hluti. Drasl.

Þannig að allt er í raun skítt þó á yfirborðinu sé glensið mikið, nei kannski ekki alveg skítt. Semískítt

|

mánudagur, maí 03, 2004

Balli eignast bíl á næstu dögum, það munu vera fagnaðarfundir þegar Subaru nokkur Justy kemst í hans hendur og munu þeir gömlu kunningjar eflaust njóta samvistanna til fullnustu, jafnvel meir nú en fyrr því þessi Justy er búinn þeim kostum að hafa útvarp, en það var ekki til umræðu áður.

Byrjaði í vinnu í dag, er að vinna hjá matarheildverslun. Flytur inn allskyns mat, allt frá beluga kavíar til pakkasúpna. Spennandi stöff þarna í gangi og ég hlakka til að fara prófa þessar vörur. Valrhona súkkulaði þar á meðal og fleur de sal sjávarsalt. Einnig Vallon sinnep og risaólívur. Í kjötdeildinni var að meðal annars að finna, dádýrafile, andabringur, nautalundir og parmaskinkur. Verð kallaður balli feiti í haust, sem er bara fínt, bæti það upp með innri fegurð.

Annars er nuts að gera því ég er að reyna að skrifa um leið og vinna og ég nenni því ekki.

|