miðvikudagur, mars 31, 2004

Vinsældir mínar fara dvínandi. Heimsóknum fækkar í lógaritmísku falli. Mínar 15 mínútur er liðnar. Það var samt gott meðan það endist. Verst að ég náði ekki að leggja neitt af þeim fjármunum sem ég skapaði til hliðar. Er svona eins og Vanilla Ice. Eyddi þessu öllu í sukk. Keypti mér samloku og kók og sígarettur.

Sukk er þetta. Hefði átt að stofna reikning. til að nota til mögru árana þegar maður er ekki frægur.

Er held ég bara komin í vinnu hjá Dýrlæknaþjónustu Eyjafjarðar. Verð eitthvað að aðstoða Helgu í smádýratíma á eftir. Sú sem er þar vanalega er í leysigeislaaugnaðgerð í Reykjavíkinni og verður einhver að vera með. Til þess að crowd controla, rétt á meðan Helga er að sinna sjúklingum.

|

Skrapp norður réð ekki við mig. Sit hér á Hólum og er að tjílla með Loka og Stelpu. Kláraði heimaprófið í Derrida og var að skila því rafrænt. Tæknin er nú stundum ótrúleg.

Fullt af fólki búið að skoða síðuna mína síðustu daga. Ábyggilega yfir þúsund. Er þá ekki tilvalið að dansa smá víst allt er að gera sig þessa dagana.

Ef einhver saknar mín ofsa mikið þá má hin sami hringja eða bíða til föstudags en þá komum við helgan í bæinn.

|

þriðjudagur, mars 30, 2004

Það virðast ekki alveg vera komnir þúsund þannig að ég dansa bara seinna. Samt komnir tæplega 1400 síðan í byrjun mánaðarins. Fíla það sko. Held samt að fæstir eigi eftir að koma aftur. Þetta er kannski ekkert svo áhugavert ef maður þekkir mig ekki.

Hvað um það. Vil heldur ekki þekkja ykkur.

Annars er allt í góðum gír. Þetta er allt að smella saman.

|

mánudagur, mars 29, 2004

Ef það koma 1000 manns á síðuna mína í dag, ætla ég að dansa.

Að dansa, Ó hve ljúft er að dansa við
dömu sem kát og létt er í lund

|

Furðulegt maður. Einhver síða linkar á mig og heimsóknir hafa stóraukist síðan þá. Í dag hafa fleiri skoðað síðuna en allan mánuðin. Gaman af því. Endilega að fá fleiri til að setja svona linka upp. Verð líkast til að fara að segja meira djúsí stöff.

Veit bara ekki hvað það ætti að vera.

Vona bara að ég lendi í frekara böggi við fyrirtæki hér á landi.

Eða að einhver keyri á mig og skilji mig eftir í blóði mínu. Það væri ágætislausn á öllum mínum vandamálum.

Best samt að fara læra. það er nefnilega eitt af mínum vandamálum. Skortur á því það er. Skilafrestur og afbygging bíður skýringa af minni hálfu og best að ljúka því sem snöggvast.

|

sunnudagur, mars 28, 2004

Gærdagurinn var skrýtinn. Vaknaði hérna hliðina á billa og var bara býsna þunnur. Fór svo á rúntinn og var á honum til 6 og þá heim til billa í grafarvogi. keyptum mat á tælenska matsölustaðnum Grjónið (Veit ekki alveg hvað var í gangi þegar var verið að nefna staðinn). Vorum hjá billa og drukkum bjór og átum mat. Elduðum meira að segja omelettu dauðans kl 4. Nenntum ekki í bæinn og gistum þarna í grafavogi. Þetta breytist í svona sumarbústaðaferð. Enda Grafarvogur upp í sveit.

Ætla að fara að læra. Og svo að sofa. Gerði náttlega ekkert námslega séð um helgina. Geri það núna og næstu dögum.

|

laugardagur, mars 27, 2004

Fyllerí fyllerí fyllerí. Fór á fyllerí í gær. Rugl er þetta. Var að læra í mestu makindum og þá kemur baldur heim með kassa af bjór. Dett náttlega bara í það. Eyði þessum fáu krónum mínum í eitthvað rugl og þetta er með peninga móral í dag. Reyndar ekki annan móral því ég skandalaði frekar lítið svo ég viti til.

Playstation og rugl heima hjá billa í kvöld. Ætla að reyna að læra þangað til. Með áherslu á orðið læra.

|

föstudagur, mars 26, 2004

Flugleiðir er skíta fyrirtæki. og vísa líka.

Ástæða þess að ég fer svona ófögrum orðum um þau er sú að í desember síðastliðnum vann Helga svokallaða töfrastund vísa. Voða gaman að vinna eitthvað loksins. Vinningurinn var gjafabréf fyrir flugferð fyrir tvo til einhvers af áfangastöðum flugleiða í evrópu. Fyrsti galli á gjöf njarðar var sá að það varð að bóka ferðina fyrir 23. jan 2004. Ok við gerðum það. Bókuðum ferð fyrir tvo 30. júní til london (það var einmitt síðasti dagurinn til þess að nýta sér þetta gjafakort og london eina borgin sem var laus þennan dag). Svo kemur það í ljós að hvorugt okkar kemst í þessa ferð þennan dag. Vegna vinna það er.

Vandast nú málin. Við ákveðum að reyna að breyta ferðinni. Ekkert mál að breyta. Er búinn að finna tíma og borg. Fljúgum út til köben 21. apríl og svo heim 26. apríl. Var einmitt að ganga frá því áðan. Svo þegar ég er um það bil að fara að þakka fyrir góða þjónustu segir konan við mig að vegna breytinganna og svo þeirrar staðreyndar að flugvalla skattar eru ekki í gjafabréfinu, þá verðum við að borga samtals um 20 þúsund krónur fyrir þessa ferð.

Breytingargjald er fimm þúsund á miða og flugvallaskattar eru samkvæmt nýjustu upplýsingum 4820 kr á miða. Ég veit ekki með ykkur en þetta gjafakort er ekkert að gefa nema skít og á ég eflaust eftir að gefa skít í það. Ætla að tala við Helgu samt áður.

|

fimmtudagur, mars 25, 2004

Eiturlyf, ætli ég fari ekki niður í leikskóla á morgun og reddi mér smá bisi. Virðist vera lítið mál samkvæmt þessari frétt og svo þessari frétt.

|

Blair í Líbíu, ég er líbía, blair er í mér. ég er blair.

Væri til í að vera blair í einn dag. Myndi kaupa mér hórur og dóp og skandala smá og skilja hann svo eftir í súpunni.

Ekki það að mig langi í hórur og dóp.

á kærustu og það er sko alveg nóg.

|

Ég vona að tengdó líti ekki á mig sem einhvern pervert og rugludall þegar hún les þetta rugl hérna. Gæti heimtað að við helgan skiljumst. Væri svona ást í meinum. Það er soldið töff.

|

gerði skattskýrslu áðan. tók alveg heilar 2 mín. Fæ endurgreiðslu. Heilar 40.000 kr. var alveg til í það núna

er ekkert smá fátækur

Er að hugsa um að selja mig. Slá þar með tvær flugur í einu höggi. Er nefnilega svo helvíti graður þessa dagana. Líkast til Vorið. Vorið er komið og ég er að koma. Sjítt nei

|

Flutti fyrirlestur áðan. Gekk vel vona ég. Var þó um tvo tíma að koma mér að verki í gær. Sem þýddi að ég byrjaði ekki fyrr en um tvöleytið. Hætti kl 5 og sagði þetta gott. þetta var bara ágætt hjá mér.

ER að byrja núna á heimaprófi í derrida málstofunni. Sjítt hvað ég nenni því ekki. þess vegna er ég nú að skrifa hérna. þessi bloggsíða er að verða vettvangur frestunnaráráttu minnar. Leiðir þá kannski eitthvað af sér. 'Eg skrifa niður hugsanir mínar að einhverju leyti. þó ég sé nú ekki að birta hérna mínar dýpstu og leyndustu hugsanir. Verð að halda þeim út af fyrir mig.

Annars gætu þið haldið að ég sé eitthvað klikkaður.

óttarr m. er strákur í heimspeki sem mér finnst skemmtilegur. Hann var að gefa út ljóðabók sem heitir grillveður í október og vona ég að hann verði mér ekki reiður þó ég birti eitt sl?kt hér. Það á bara eitthvað svo vel við þennan dag.

Stelpan í símavændinu
segist vilja
sjúga á mér typpið.

Hún segir þetta bara
af því að hún fær
borgað fyrir það.

Hún vill það
örugglega ekkert
í alvörunninei

|

Var á júbílantafundi. tilvalið að setja línk hérna til hliðar svona til að auðvelda fólki að komast á júbílantavefinn.

Ætti í raun að vera að skrifa fyrirlestur núna því ég á flytja hann á morgun.

Er að fara að gera það núna. Þess vegna er þetta í styttra lagi.

Segir ykkur hvernig mér gekk á morgun. Lítur þokkalega út þó.

|

miðvikudagur, mars 24, 2004

Helga er flaska af vískí, kannski við förum á fyllerí saman og staupum okkur.

mead
You're Mead!


What Type of Alcoholic Beverage Are You?
brought to you by Quizilla

|

Skot af vískí er gott, ég er skot af vískí, ég er góður.

whiskey
You're a Shot of Whiskey!


What Type of Alcoholic Beverage Are You?
brought to you by Quizilla

|

þriðjudagur, mars 23, 2004

Bað bíl að gjöf, get alveg séð um að kaupa mér einhverja druslu sjálfur. Erfiðara að fá þá gefins. Þannig að mundi minn, þú getur tekið þessa elöntru og troðið henni.

Eyddi annars helginni í tómt aðgerðaleysi. Nema að mér tókst að horfa á alla þættina í fawlty towers. Hreinræktuð djöfulsins snilld verð ég að segja. Fyndnari með tímanum.

Kem í bæinn á morgun. Í góðu glensi vona ég. Búinn að fá minn skammt af sveitalífi. Vona að það dugi þangað til næst.

Beikon og egg veislan okkar sibba dró að sér mikinn fjölda gesta. Sex átu beikon og egg. Mest megnis lýður úr fjórða fg 99. Skítapakk. Taking a free ride.

|

fimmtudagur, mars 18, 2004

Annars er það að frétta af mér að ég var að fá vinnu. GV heildverslun. Kíkti þangað í morgun og fékk vinnu. Almennar sumarafleysingar. Ágætlega vel borgað. Fyrirtækið er reyndar í Hafnarfirði. Þarf líkast til að fá mér bíl. Á einhver bíl til að gefa mér.

Svo fer ég norður í dag eftir tíma. Með 4 vélinni. Búinn að pakka og svoleiðis. Er býsna tilbúinn. Reddaði líka skattamálum mínum með því að fá frest til 2. apríl. Alveg frábært. Svo er sibbovich á leiðinni í egg og beikon, af því við erum svo feitir og fallegir og ætlum að viðhalda því.

|

Mér líst nú bara príðis vel á þennan pakka.

|

Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationNone, live off government
Yearly income$972,681
Hours per week you work38
EducationOver 6 years of college
Created with quill18's MemeGen 3.0!

|

miðvikudagur, mars 17, 2004

Það virðist sem að allir hafi haft verulegar áhyggjur af mér síðustu viku. Reyna að draga mig á flot og svoleiðis. Veit ekki betur en að ég hafi verið á floti síðustu daga. Svo fattaði ég í morgun að það var ekki verið að tala um mig. Heldur baldvin nafna minn Þorsteinsson. Veit nú ekki hver það er en virðist vera kominn á flot aftur.

|

þriðjudagur, mars 16, 2004

Fer í atvinnuviðtal á fimmtudag, heildverslun með sælkeravörur, sumarstarfið held ég bara.. Held að það sé eitthvað fyrir mig. Helga sagði að ég yrði örugglega orðinn 500 kíló eftir sumarið. ég held ekki, er nefnilega svo flottur.

Fer í annað atvinnuviðtal á föstudag. Kennslumannastarf í þelamerkurskóla. Vona að ég fái það líka.

|

Maður dagsins er náttla billi fyrir að eiga ammli, að öðrum ólöstuðum. Þar með talið mér. Er búinn að vera góði strákurinn í dag. Kenna og læra og allt. Ætlaði reyndar á einhvern fyrirlestur en þegar ég kom heim og settist hérna niður og naut veðursins þá verður manni eitthvað svo lítið úr verki.

Hegel bækurnar komu í hús í gær. Vona að allir borgi tímanlega því ég er á kúpunni.

|

mánudagur, mars 15, 2004

Eins og kemur fram hjá flokknum þá er karlaklúbburinn í góðum gír þessa dagana. Eminem er auðvitað hetjan okkar þegar verið er að tala um kellingar og hórur. og svo gáfulega hluti eins og málfrelsi og svoleiðis.

Bendi á þetta textabrot máli mínu til stuðnings.

So much, they make it all up, there's no such thing, like a female with good looks , who cooks and cleans

I don't rap to get the women - fuck bitches
Give me a fat slut that cooks and does dishes

|

Sjáiði hvað ég fann er ég var að sörfa í stað þess að skrifa. Fornfréttavefurinn í góðum gír enn opinber alheiminum.

|

Maður verður nú að sjá þessa mynd, einungis vegna þess að da dogg er þarna í góðum gír. Á meðal annars línuna: I know some people that know some people that rob some people.

Snilld

|

Flokkurinn hefur líkast til tekið út kommentkerfið sitt vegna þess að hann vill ekki að fólk viti að hann er KÆRUSTUKALL!!!

Kannski ég fari að taka mitt út líka, tvær ástæður fyrir því.
1. Það notar það enginn.
2. Ef einhver notar það er það til þess að segja ljóta hluti við mig.

Sjáum hvað gerist í framhaldinu.

Áhugi minn á Eminem var vakinn á föstudaginn. The gImmiCks huldu without me. Snilld. ENda adda og co. snillingar.

Er að reyna að koma mér í ritgerðargír en gengur frekar illa.

Fékk hugmynd í gær þegar ég var að fara að sofa.

Ég ætla að semja fyrsta bloggleikritið í heimi. Verður það byggt á raunverulegum persónum og birt hér reglulega í örhlutum. Ætla að skoða þetta vel áður en ég fer af stað með þetta. Fyrsti hlutinn verður svo birtur á miðvikudag.

|

sunnudagur, mars 14, 2004

Þessi er örugglega að gera góða hluti. Þó ég skilji nú ekki alveg hvað er í gangi þarna.

|

Jæja, ein helgi einn runninn út í sandinn. Árshátíð ársins var haldin á föstudag og skemmti ég mér og í raun allir aðrir sér stórkostlega vel. Kom heim kl. 5 og var eiginlega alveg búinn á því. Gærdagurinn fór svo í ekki neitt. Um kvöldið smelltu ég og sibbi og baldur okkur á Hornið í pits og bjór og var það alveg prýðis. Svo heim og slappað og sofið vel og svona. Dagurinn í dag byrjaði vel, sibbi og ég elduðum pönnukökur með ýmsu áleggi. Svo var smellt sér á rúntinn með flokknum. Stór reykjavíkur svæðið var tekið með trompi og krúsað var um flest bæjarfélög. Slepptum reyndar mósó, enda ekkert þangað að sækja.

Svo er það bara komandi vika. Leggst vel í mig. Aðalega vegna þess að ég mun fljúga norður á fimmtudag. Verð þar örugglega í tæpa viku og er það príma.

|

föstudagur, mars 12, 2004

Eftir að hafa eytt megnið af nóttinni í spjall við helgu. og restinni í martraðakenndan svefn vaknaði ég löðursveittur og bölvaði rigningu og roki því ég átti að ganga í vinnuna. Fór aftur að sofa og sagði öllu að fokka sér. ætlaði að hringja mig veikan. Vaknaði svo 15 mín síðar með samviskubit á stærð við alaska, stökk á fætur, reyndi að fela skítalyktina mína og drullaði mér út í rokið og rigninguna og gekk í vinnuna og mætti 25 mín síðar og sit núna í tölvustofu með 4-A er að láta þá leysa verkefni á vefnum. Er orðinn það respectable að allir sitja bara og vinna með ég er eitthvað að tjílla bara. 4-A er góður bekkur. Bjargar það held ég geðheilsunni eða það sem er eftir af henni.

Partíkveðjur frá manninum í skólanum. Rock and Roll

|

Eftir atburði gærdagsins varðandi mig og sibbovich og pissuklámið og svo martraða síðan þá, hef ég ákveðið að hætta að skoða klám.

|

Helga er víst Ástralía í landaprófinu. óskum henni til hamingju með þaðYou're Australia!

You're easy-going, relaxed, and yet somewhat tough and hardy all at the
same time.  You can appreciate culture, scuba diving, and even safaris.  This
makes you pretty interesting and intriguing to others, though also really unpredictable and
even wild.  Your knowledge of nature is unthinkable to most of those around you, even
though your respect for it is sometimes less than perfect.  People really like your
accent.

Take
the Country Quiz at the href="http://bluepyramid.org">Blue Pyramid

|

fimmtudagur, mars 11, 2004

Enn erfiðari dagur. Dagur hinna miklu plögga. Plögga sali og bjór og dúka og svoleiðis. Mat líka. Held þessi árshátíð sé nú bara að smella saman.

Var plataður í vinnu á morgun. Held að það sé eitt síðasta sem ég nenni að gera núna. Ætli maður böðlist ekki í gegnum það eins og vanalega. Maður böðlast í gegnum allt sem maður nennir að böðlast í gegnum. Jafnvel það sem maður nennir ekki. Þoli ekki svona hluti sem maður þarf að gera.

Ætli kvöldið fari ekki í ekki neitt. Eins og vanalega. Maður er að komast í soldið svona vanadæmi hérna. Nema að ég er ekki að fara norður á morgun. Það er ekki vanalegt. Hef held ég hitt hana helgu hverja einustu helgi síðan ég kynntist henni og hér og nú verður breyting þar og er það alveg drulluerfitt. Maður er skuggalega mikill kærustukall.

|

Erfið nótt að baki, þessar klámsíður sem skoðaðar voru með sibbovich í gær gera held ég engum gott. Svindl Helga mín. Svindl og aftur svindl. Comment væru vel þegin.

|

miðvikudagur, mars 10, 2004

Ghostigital ríður húsum hér á bæ. Merkilega furðuleg tónlist. Eiga víst að hita upp fyrir Pixies, ætli það megi ekki bóka það að maður mæti á þessa tónleika.

Furðulega lítið gert í dag. Skipuleggja árshátíð og svona, selja miða. Svo fór ég til bjarna. Hann var að undirbúa deit dauðans. Ætlar víst að láta það í kvöld. Bjarni orðinn góður strákur og hættur að tala um tað. enda sú umræða genginn of langt.

Sibbovich og ég elduðum indverskt kókóssull og svo var spilað og reykt til skiptis, því bannað er að reykja inni og erfitt að spila úti.

|

þriðjudagur, mars 09, 2004

Með eina spurningu. Er nauðgunarmál íþróttaefni? Virðist allavega vera það að mati mbl.is. Ef þetta hefðu verið þrír viðskiptafræðingar í viðskiptaferð þá efa ég að þetta væri fréttaefni hjá viðskiptablaðinu. Þó þetta séu knattspyrnumenn þá er það fréttnæma við fréttina ekki tengt íþróttum. Nema sé um að ræða nýja íþrótt. Gæti verið íþróttin "að koma sér í sem mest vandræði á sem skemmstum tíma". Reyndar eru íþróttamenn mjög duglegir við að gera slíka hluti.

Rakst á annað mál, ögn skemmtilegra. Spurning hvort megi ekki gera þetta að einhverri reglu. Ég ætti kannski að ráðast á baldur og þrífa kvikyndið ef hann yrði of subbulegur. Reyndar er hann ekkert svo subbulegur, svoldið subbulegt í kringum hann þó. Ekki að ég sé eitthvað skárri. Jú andskotinn hafi það ég er ögn skárri.

Þarf maður ekki að fara að leita sér að vinnu. Best að auglýsa það hér. Vantar vinnu í sumar. Er helvíti góður verð ég nú bara að segja. Ef þú hefur áhuga endilega sendu mér póst eða commentaðu á það hér fyrir neðan.

Held samt að það sé árangursríkara að fara út að leita.

|

mánudagur, mars 08, 2004

Flokkurinn er sá eini sem hefur þáð kaffiboð mitt. Hann er víst að verða kærustukall. Hann er skotin í stelpu.

|

Heimska drasl. Bloggaði í dag og það er týnt. Hef svo sem ekki sagt neitt að viti í mörg ár. Hey var að horfa mynd áðan. Treasure of Sierra Madre. ekkert svo spes mynd. Náttlega barn síns tíma. þó er snilldar lína í miðri mynd.

Badges, we dont have no badges. Who needs stinking badges.

Síðar notuð í Blazing saddles.

Plentí að gera í næstu viku. Best væri ef ég gæti skrifað eitthvað í þessari blessuðu ritgerð minni. Set mér hér með markmið. Verð búinn með 10 bls. á fös. Er á fjórðu núna. Hlýt að meika það.

Endilega kíkið í kaffi ef þið viljið. Ágætt að hringja samt á undan sér. Verð eitthvað að vinna og svoleiðis.

|

föstudagur, mars 05, 2004

Ætli maður sé ekki að komast á rétt ról hérna, vottar þau enn af slæmsku í maga, allavega er lyktin sem streymir ótt og títt úr enda mínum í súrari kantinum.

Sit á bókasafni mýrarhúsaskóla og fæ borgað fyrir að gera ekki neitt. O ljúfa líf. Fór á samdrykkju í gær og eftir tvo öl þá gat ég ekki meir og beilaði, fór heim að tala við ástkonuna og svo sofa. Almenn þreyta í gangi eftir erfiði síðustu daga. Það reynir soldið á þolrifin að vera óábyrgur stúdent, það er nú samt alveg helvíti gaman.

Vísindaferð í kvöld. þó verður ekki sturtað í sig eins og vaninn er heldur vera ábyrgur kærustukall og vera ekki á sneplunum þegar helga kemur í bæinn

|

fimmtudagur, mars 04, 2004

Pípandi drulla í allan fokking dag. Vafasamri eldamennsku Flokksins um að kenna held ég. Sjá uppskrift hér. Gott glens samt í gær, kynni mín við scooter voruð endurnýjuð og allt, og bjarki átti dans kvöldsins með hann úti. Soldið erfitt að mæta samt í vinnuna eftir 3 tíma svefn með þynnku í farteskinu og drullu í bakhöndinni. Maður er svo harður að það hálfa væri alltof mikið.

Flott að vakna upp úr dái við þessar fréttir, það er allt í lagi með þig kallinn, þú varst ekki með eyðni eftir allt saman. Og nú skulum við skottast í jeilið.|

Gaddafi var að hleypa könunum aftur inn í mig. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það. Gaddafi er soldið í því að sleikja upp kanann þessa dagana.

|

miðvikudagur, mars 03, 2004

'Já ég er svo töff land. Go Gaddafi, lets bombard þe fokkings americans.

|You're Libya!

It seems that these days, you just say things to get attention.
 Shock value is the really important thing for you now.  You used to have
a cause, and this made you seem like a threat to the established order, but now you
just want to say wacky stuff once in a while.  Air travel doesn't really mesh
with your lifestyle, and you'd probably scare the security guards somehow
anyway.

Take
the Country Quiz at the href="http://bluepyramid.org">Blue Pyramid

|

Svona opinber counter, verð að fylgjast með. Hey keypti mér götóttar levis buxur í dag með 17000 kr. afslætti. 'attu að kosta rétt tæpar tuttugu þúsund krónur. Kostuðu þrjú þúsund. 'Agætis verðlaun fyrir að nenna ekki að læra. Rölti nefnilega óvart í bæinn í stað þess að fara upp á hlöðu. Svona er lífið maður veit aldrei hvar maður endar. Svo allt í einu er maður fluttur á Hóla. Rugl

Horfi bara á sjónvarpið. Er og allt. Allt stuð að vinna á sjúkrahúsi. Ætli í haldi mig ekk bara við kennsluna, soldið tensað þetta fólk. Kennarar að chillaðari á þessu. Enda þurfa þeir ekki að barkaskera börnin, þó þeim langi stundum til þess.

Ekki að mig langi til þess, þessir englar. Er með freðnari mönnum núna og drekk kaffi. Hugsa að ég drekki kaffi þar til ég fæ í magann. Ligg svo andvaka og bölva því og skil ekkert í því afhverju maður er andvaka þó að maður sé dauðþreyttur og á leið í vinnuna. Svona er maður mikið fífl.

Allt að gerast í Árshátíðarmálum. Kominn með DJ og skemmtiatriði og sal og mat og bjór og allt bara. 'Eg veit ekki hvað og hvað. Duglegt þetta lið í þessari deild. Aldrei hefði mér tekist að koma þessu á koppinn.

|

þriðjudagur, mars 02, 2004

Tókst ekki að safna í körfu. Ætli ég sleppi því ekki í dag einnig. Ekki beint veður í það. Skítaland.

Allt að gerast í soffíu, félagi heimspekinema, maður er að plögga vísindaferðir og samdrykkjur og árshátíðir og allt maður. Taka þennan fylleríspakka út einu.

Miðar samt voðalítið í þessari ritgerð minni. Maður nennir voðalítið að skrifa heimspeki eftir að maður er búinn að vera kenna brjáluðum börnum allan daginn. Ætli ég þurfi ekki að komast aðeins norður í nokkra daga til að ná upp þræði. Vona að það verði á næstunni. Þar er líka hún helga mín, það er önnur ástæða fyrir því að fara norður. Ég er að breytast í sveitapúka, nenni ekki að vera í þessari skítaborg mikið lengur, lífið er bara miklu einfaldara fyrir norðan. Vona að þessar vinnur sem ég var að athuga með séu að fara að detta inn. Geðdeildin á FSA hljómar ágætlega og svo kennsla í Þelamerkurskóla. Hefja öðru sinni minn kennsluferil. Held samt að það muni einungis endast í eitt ár. nenni ekki að gera þetta að ævistarfi mínu. Yrði fljótt leiður á þv, þó það sé vissulega gaman að kenna.

|

mánudagur, mars 01, 2004

Er að reyna að snapa í smá körfu við Decode ef einhver nennir í smá bolta í kvöld þá endilega vera í bandi

|

Vinsældir mínar hafa dvínað mjög undanfarið. Ætli maður þurfi ekki að fara dreifa skít. Virðist vera vinsælt

Annars er lítið að frétta af mér. Er í limbói núna. Veit ekki alveg hvað ég á að gera. Mikið að gera samt. Nenni ekki að gera neitt. Samt einhvern veginn kemur maður smá í verk svona öðru hverju.

Engar rottusögur af mínu heimili. Er ekkert að hösla neitt því það þarf ekki lengur. Fór samt á fyllerí á laugardaginn. Það var gaman. G&T vætti mínar kverkar ótæpilega. Er alltaf að kenna eitthvað smá. Guðni og Hössi mættir í æfingakennslu í skólann minn. Gaman að því.

Er gríðarlega fátækur. Þjónustufulltrúinn minn í sparisjóði Húnaþings Vestra er í missjóni og er haldin þeirru hugvillu að háskólanemar geri ekkert nema að læra og þurfi ekki að lifa. Því eru auraráð af skornum skammti og ég lifi á lofti og helgu. Hinsvegar er yfirdrátturinn í góðum gír. Sem er vel.

|