þriðjudagur, janúar 27, 2004

I believe in thing called love. Jíbbí jei ég fer norður á morgun strax eftir tíma. Flug kl. 4. Flugfélag Íslands ætti að fara að gefa mér frímiða norður því ég flýg örugglega manna mest hjá þessu fyrirtæki. Dagurinn í dag fer líkast til í algert eirðarleysi. Þó fer ég til Guðna og spila við hann fótbolta. Kannski tekst mér aðeins að dreifa huganum.

Fór á safnið í gær og lærði og allt. Allt að gerast hjá baldvini. Er meira að segja kominn með nafn á ritgerðina mína. Kannski ég hripi niður hugmyndir mínar í dag og sendi róberti. Ég hefði gott af því að vera búinn með eitthvað áður en ég fer norður. Hún á að heita: Að pissa í skóinn sinn! - er skammgóður vermir-. Mér líst nú bara helvíti vel á þetta. Fjallar um hnignun hugsunnar í nútímasamfélagi þar sem hraðinn ræður för. Mikið áhyggjuefni að mínu mati.

|

mánudagur, janúar 26, 2004

Jæja mánudagur runninn upp og nýja vika framundan, á svona stundum hlakkar í manni við að fá að takast á við verkefni vikunnar. Sér staklega þegar maður er heimspekinemi og þarf frekar lítið að gera. Þegar maður er búinn með öll verkefnin þá hefur maður svo mikinn tíma fyrir sjálfan sig. Helvíti nett.

Planið fyrir daginn. Ætla upp á safn og læra svo ég þurfi ekki að gera neitt það sem eftir er viku. Og kannski er tilvalið að lýsa óánægju sinni hér með gæði þess handbolta er íslenska þjóðin sá í gær. Í fyrsta lagi voru tékkarnir pirrandi ljótir, með pirrandi góða vörn, og íslendingarnir okkar alveg ónýtir. og óli alltaf við það að gráta.

|

sunnudagur, janúar 25, 2004

nú er þetta vandamál. Djöfull og helvíti, sjítt og fokk. Jæja látum ekki smáu hlutina eyðileggja líf okkar.

|

Helvítis heimska drasl. Þið hljótið samt að fatta hvað stendur þarna. Í stað spurningamerkja kemur íslenskur stafur að eigin vali.

|

Darkness er n?ja hlj?msveitin ? l?fi m?nu. ekkert sm? gaman a? hlusta ? ?essa snillinga. Ma?ur fyllist af gle?i. Myndb?ndin er l?ka eitthva? til a? gle?jast yfir. G??ur sunnudagur ? v?ndum. Ger?i ekkert ? g?r og f?r tilt?lulega snemma a? sofa. Vakna?i ?v? eins og n?r ma?ur ? morgun fullur af orku en ekki af ?fengi eins og s??ustu 2 morgna. ?tla a? fara l?ra n?na og gera eitthva? gagn ? samf?lagi voru. Vaska? ver?ur einnig upp og gert soldi? snyrtilegt h?rna. ?? ma?ur fari ekki ? fulla tiltekt.

Hef n? ekki miki? a? segja n?na. L?ti? a? fr?tta. Fer l?kast til nor?ur til akureyrar eftir t?ma ? mi?vikudag. Hj?lpa helgunni a? flytja ? ?xnadalinn. ?a? ver?ur gaman fyrir hana a? b?a ?ar me? d?runum s?num. ?e m?r og stelpu

|

föstudagur, janúar 23, 2004

fyllerí í gær maður. Kom heim um hálf 7. góður árangur það held ég. Fagna því með því að fá mér í kvöld. Við Bjarki ætlum að kíkja hvað er í boði í stúdentapólitíkinni og hvort þeir splæsa bjór eður ei. Röskva ætlar víst ekki að gera það en vaka er í glensinu. Spurning um að selja sálu sína fyrir bjór. Þarf samt örugglega ekkert að kjósa þá. Það er náttlega engum til gagns að stuðla að framgöngu þeirra.

Óalgeng sjón sást upp á þjóðarbókhlöðu dag. Baldvin sat þar með bók í hönd í eina 4 tíma. Góður árangur það verð ég að segja. Las meira segja í bókinni og allt. Er að reyna að afsiðferða mig. Þýðir ekkert að setja sig á skör með aumum almúganum. Verð að stuðla að bættu samfélagi með því að vera betri sjálfur.

|

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Tónleikar í kvöld á vegum soffíu. Maður er bara kominn í djobb við spikuleggja. fæ allavega frítt inn. vei. Er alveg latur við að læra. Ætlaði upp á safn að læra í dag eftir tíma. Lét það bíða þar til á morgun. Heill föstudagur framundan og ekkert að gera. Stefni á safnið fyrir hádegi. Best að hefja undirbúning að B.a. ritgerðinni. Þetta ritverk á eflaust eftir að gera mig ódauðlegan.

|

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Uppvask síðustu vikna beið mín þegar ég gekk yfir blaðastaflann við útidyrahurðina. Það er eins og ég búi hérna einn stundum. Þýðir ekki að pirra sig á því. Verð bara finna mér einhverja útrás fyrir þessa gríðar miklu fústrasjón sem er að byggjast inn mér. Ástkonan fyrir norðan og ekki ég og baldur fyrir sunnan og ég líka. Slæm stundum hlutskipti manns í lífinu. Þó baldur sé nú bara alveg hreint ágætur þá gæti ég alveg sætt mig við að sumir gerist meðvirkari um umhverfi sitt og heimili. Hann á nú einu sinni heima hérna.

|

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Var að bæta guðna inn á hlekkina. Endilega skoðið hvað guðni hefur verið að bauka síðustu daga. Fyrir þá sem ekki vita þá var hann bekkjarbróðir minn í gegnum öll menntaskólaárin mín. Sælla minninga

|

Jæja þá er maður veðurtepptur á Akureyri. Í raun nenni ég ekki að fara. Ágætt að segja að því sé veðri að kenna. Er á náttbuxum en er að spá í að bregða mér í vetrargallann og moka snjó. Svo ætla ég að sýna smá ábyrgð og lesa í samræmi við þá tíma sem ég er að missa af. Þetta reddast. Verst að ég er ekki búinn að kaupa nauðsynlegar bækur. Best að athuga hvernig úrvalið er af skólabókum hér á Akureyri. Þetta er nú einu sinni háskólabær.

|

sunnudagur, janúar 11, 2004

Sund. Var einmitt að spá í sund þegar sibbinn hringdi. Frábært alveg hreint. Helga er úti að versla. Eitt stykki Dobermann hund takk. Eitthvað fleira með því. Já láttu mig fá þessa gaddaól. Það gera 200000 kr. Gaddaólin fylgir í kaupbæti

|

föstudagur, janúar 09, 2004

Gærkvöld var skrýtið kvöld. Fórum til Bjarka og þar var bjór í boði. Drukkum bjór. Fórum svo á Stúdentakjallarann. Stúdentakjallarinn var lokaður og voru góð ráð dýr. Næsti bar. Radison SAS barinn varð fyrir valinu. Keypti mér G&T töluðum um manninn með stærsta typpi í heimi. Sem ábyrgur Forfallakennari og kærustukall fór ég heim kl. 00 og hringdi í ástkonu mína. Sofnaði. Vaknaði rúmlega 2 við skarkala. Baldur að koma heim. Djöfuls læti í manninum. Þeir fóru á barinn. Sofnaði aftur. Vaknaði kl. 7 og skreið með þynnku í munnvikinu á fætur og klóraði á mér mallakútinn. Fór á klósettið. Einstefnuskilti við klósettdyrnar. Ekki bara skiltið sjálft heldur súlan og ramminn með í för. Nýtt ornament sem kostaði ekki nema fyllerí.

Sit og bíð eftir Helgu. Ætli hún sé ekki renna yfir Holtavörðuheiði. Er búinn að kúka þrisvar í dag og brjálast við einn starfsmann nemendaskrár. Átti það skilið helvítis tíkin. Drekka 3 bjóra og þrífa á mér rassgatið. Maður verður nú að vera hreinn og rakaður fyrir hana Helgu sína. Maginn á mér er undinn eins og þvotturinn sem ég vatt í höndunum áðan. Þeytivindan biluð í þessari guðsblessuðu þvottavél sem ég hef til brúks. Duglegur að vinda og beygja orðið vinda líka. Veiveivei.

|

miðvikudagur, janúar 07, 2004

'Eg er í einhverju algleymi núna. Líður illa og vel, er einbeittur og órólegur. Þetta er það besta sem ég veit. Og það versta.

|

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Við Baldur tókum dósirnar í gegn sem höfðu safnast í geymsluna. Rétt tæp 1000 stykki. Múltí monní. Skila þessu inn um helgina þegar helgan kemur með jeppann sinn. Nýta þessar konur í eitthvað. Svo er ég kominn í júbílanta nefnd fyrir hönd 4FG. Húrra fyrir því. Plotta fyllerí á akureyri í júní, ég get það held ég.

|

Ég er staddur í Mýró, búinn að kenna einn tíma og er í eyðu til kl. 13. Þar sem ég nenni ekki að labba heim og svo aftur til baka, þar sem það tekur klukkutíma, þá ætla ég bara hangsa hérna á launum. Það er fínt. Þar líka á þessum peningum að halda. Málið er að miðaverð á flugsæti hjá Iceland Express hækkaði í gær vegna þessa frímiða tilboðs. Nú er staðan þannig að það er ódýrara að kaupa miða hjá hággjaldaþjónustuflugfélaginu Icelandair. Munar 2000 kalli á þessum félögum. ég hugsa að ég muni ekki fyrir mitt litla líf stíga um borð í vél frá iceland express nema að þeir gefi mér ferðina.

Þoli ekki flugfélög. Var einmitt að lesa einhverja skilmála um að IE gæti ekki með nokkru móti gefið út verðskrá vegna þess að verð byggðist á framboði og eftirspurn. Byggjast ekki öll verð í heiminum á framboði og eftirspurn. Væri það sanngjarnt ef ég keypti mér brauðpoka í Bónus og verðið þegar ég tek pokann upp væri 100 kr. en þegar ég kem að kassanum þá mun hann kosta 120 kr.. Afgreiðslustúlkan myndi afsaka sig með því að segja að það hefðu svo margir verið að kaupa brauð að undanfarnar mínútur. Þetta er náttlega bannað. Best væri að segja þessum flugfélögum að troða því þar til þau breyttu þessu.

|

mánudagur, janúar 05, 2004

Ætlaði að kaupa mér flugmiða á lítið sem ekki neitt hjá iceland express nú í þessu. Þeir voru nefnilega að bjóða upp á frímiða. Þó þarf að borga flugvallarskatta aðra leiðina og svo þarf víst að borga miðann heim. Þessir miðar eru víst bara á þriðjudögum og laugardögum og þetta er víst bara nokkur sæti í hverri vél. 'eg reyndi nú samt að kaupa miða því ég og helgan erum á leið til köben með dýralæknum norðulands. Ætlaði allavega að spara mér sem mest í farmiðakaupum því fátækur er ég. Svo þegar ég er kominn heim fyrir framan tölvuna kl 2 (tilboðið opnaði þá) Þá er serverinn upptekinn hjá flugfélaginu því 20000 manns er víst að reyna kaupa sér miða. Eftir að hafa reynt nokkru sinnum að komast inn á síðuna þá kemur það í ljós að mér er meinaður aðgangur að síðunni og ég ekki að kaupa neinn flugmiða, hvort sem hann er með afslætti eða ekki. Djöfull er það agalega pirrandi.

Í ofanálag var ég að kenna fullt að rugluðum börnum sem eru búinn að éta yfir sig í 2 vikna jólafríi. Ef þetta er ekki nóg til þess að gera menn brjálaða veit ég ekki hvað það er. Ég er við það að sprengja á mér hausinn.

|

sunnudagur, janúar 04, 2004

Kominn í bæinn en langar frekar að fara bara strax aftur til baka. Allt er miklu einfaldara þegar maður er fyrir norðan og allt sem maður vill er í örmum manns. Vinna samt í þessari viku og svo skóli í þar næstu. Þetta er allt að komast í gírinn aftur eftir frekar furðuleg jól. Mikill hiti og mikil læti.

|