þetta kom bara út þannig
miðvikudagur, desember 24, 2003
Jæja, viðburðaríkur dagur í meira lagi. Verslað fyrir fleiri þúsundir íslenskra króna. Gott mál samt. Gaman að gefa. Sérstaklega þeim sem maður elskar. Kvöldið endaði á því að ég, sibbi, billi, hlín og bjarni dönsuðum í kringum jólatré á ingólfstorgi. Var það ákaflega jólalegt í meira lagi. Þar sem ég er frekar iðjulaus heimspekinemi verður jólahugleiðingin stutt og snaggarleg.
Það sem ég vil að þið minnist þegar þið lesið þetta og eruð augljóslega að hugsa um mig er að ég elska ykkur öll. Vil óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið njótið þeirra í faðmi ykkar nánustu. Ein manneskja verður mér fjarri sem er mér kær en um hana verður þó statt og stöðugt hugsað. Fyrirgefið þeim sem hafa gert á ykkar hlut því þeir vita ekki betur. Heill maður í hugsun reynir eftir fremsta megni ekki að særa þá sem eru í kringum mann. Stundum verður manni þó á í messunni og ber slíka yfirsjón að fyrirgefa. Trúi því ekki að margir hugsi með illt í huga um sitt umhverfi. Kannski eru menn of uppteknir af eigin hag og verða því á. En slíku má gleyma og hlý hugsun og getur breytt hugarfari þínu til hins betra. Þar af leiðandi betrað þitt líf.
Lifið heil og Gleðileg Jól og svo rokk eftir fremsta megni.
Balli
|
Það sem ég vil að þið minnist þegar þið lesið þetta og eruð augljóslega að hugsa um mig er að ég elska ykkur öll. Vil óska ykkur gleðilegra jóla og vona að þið njótið þeirra í faðmi ykkar nánustu. Ein manneskja verður mér fjarri sem er mér kær en um hana verður þó statt og stöðugt hugsað. Fyrirgefið þeim sem hafa gert á ykkar hlut því þeir vita ekki betur. Heill maður í hugsun reynir eftir fremsta megni ekki að særa þá sem eru í kringum mann. Stundum verður manni þó á í messunni og ber slíka yfirsjón að fyrirgefa. Trúi því ekki að margir hugsi með illt í huga um sitt umhverfi. Kannski eru menn of uppteknir af eigin hag og verða því á. En slíku má gleyma og hlý hugsun og getur breytt hugarfari þínu til hins betra. Þar af leiðandi betrað þitt líf.
Lifið heil og Gleðileg Jól og svo rokk eftir fremsta megni.
Balli
mánudagur, desember 22, 2003
Við helgan ætlum að bruna í bæinn seinni part dags. Verða að vonum fagnaðarfundir þegar borgin hefur endurheimt týnda soninn. Baldvin er sjálfur kominn í rokna jólaskap og hlakkar mikið til að fá pakka og borða mat. gott að borða mat. Spurning um að drekka sig fullan heima hjá sibba í kvöld. Veltur reyndar allt á því hvað helga er fljót að skaufaþvo hross og losa lömbin við brundorm. Gert er ráð fyrir brottför um 4 leytið. Þar til næst eigið þið gleðilega daga fram að jólum. Jólakveðja og hugleiðing mun birtast svo að morgni 24. des. Bíðið spennt.
Hey ég kláraði ritgerðina í gær og sendi áðan. Helgu fannst hún mjög góð. Veit ekki hvort hún sé að ljúga að mér vegna þess að ég gef hann svo góðann eða hvort hún sé í raun góð. Verð að fá einhvern sem er mér ekki kynferðislega háður til að fara yfir hana.
|
Hey ég kláraði ritgerðina í gær og sendi áðan. Helgu fannst hún mjög góð. Veit ekki hvort hún sé að ljúga að mér vegna þess að ég gef hann svo góðann eða hvort hún sé í raun góð. Verð að fá einhvern sem er mér ekki kynferðislega háður til að fara yfir hana.
fimmtudagur, desember 18, 2003
Haldiði ekki að ég hafi bara ekki drullað mér á lappir um leið og Helgan mín fór í vinnuna. Ætlaði vinda mér beint í það að skrifa. Nú er ég búinn að vera vakandi í 2 tíma og ekki búinn að opna ritgerðina einu sinni. Lesa moggann, reykja, borða, reykja, skíta og netast. Það er ekki að fara fyrir afköstunum. Best samt að fara reyna að koma sér í gírinn, kannski ég verði byrjaður um 2 leytið.
Jólaglens í kveld. Friðrik V sér um jólahlaðborð fyrir dýralækna norðan heiða. Ef það væri einungis fyrir þessa ástæðu sem ég væri að dandalast með henni Helgu þá væri það nóg. En þær eru víst fleiri þannig að hún þarf ekki að hafa áhyggjur að ég beili á morgun
|
Jólaglens í kveld. Friðrik V sér um jólahlaðborð fyrir dýralækna norðan heiða. Ef það væri einungis fyrir þessa ástæðu sem ég væri að dandalast með henni Helgu þá væri það nóg. En þær eru víst fleiri þannig að hún þarf ekki að hafa áhyggjur að ég beili á morgun
miðvikudagur, desember 17, 2003
|
Hugsanlega er lausn fundinn á þessum týndu bloggum. Vona allavega að þetta komist til skila.
Ritgerð gengur allbærilega, er að byrja á sjöttu síðu. Mikið til bull samt. En bara gaman að getað bullað samt. Sé fram á að getað skilað henni á föstudag. Þá loks kominn í jólafrí. Jólaboð dýralækna á akureyri samt á morgun, verður víst bús í boðinu og ætli maður fái sér ekki. Kannski bara ágætt að skrifa lokaorð í þynnkunni. Vona að ég verði kominn það langt ritgerðina þá.
Annars fara kvöldin í eitthvað allt annað en ritgerðarskrif, meðal annars er skrabblað. Var búinn að gleyma hvað gaman er að skrabbla. Ætla jafnvel að fjárfesta í slíku spili eftir jól ef ég fæ það ekki í jólagjöf.
Tók upp á því í jólaglensi mínu að skrifa nokkur jólakort. Þannig að einhver á eftir að bölva mér lítið eitt þegar hann fær eitt slíkt upp í hendurnar. Ekki bölva samt, þið þurfið ekkert að senda mér á móti. Gerið það bara næstu jól. Gaman samt að senda nokkur jólakort. Maður hugsar hlýlega til vina sinna á meðan, þe þeirra sem fá jólakort.
|
Ritgerð gengur allbærilega, er að byrja á sjöttu síðu. Mikið til bull samt. En bara gaman að getað bullað samt. Sé fram á að getað skilað henni á föstudag. Þá loks kominn í jólafrí. Jólaboð dýralækna á akureyri samt á morgun, verður víst bús í boðinu og ætli maður fái sér ekki. Kannski bara ágætt að skrifa lokaorð í þynnkunni. Vona að ég verði kominn það langt ritgerðina þá.
Annars fara kvöldin í eitthvað allt annað en ritgerðarskrif, meðal annars er skrabblað. Var búinn að gleyma hvað gaman er að skrabbla. Ætla jafnvel að fjárfesta í slíku spili eftir jól ef ég fæ það ekki í jólagjöf.
Tók upp á því í jólaglensi mínu að skrifa nokkur jólakort. Þannig að einhver á eftir að bölva mér lítið eitt þegar hann fær eitt slíkt upp í hendurnar. Ekki bölva samt, þið þurfið ekkert að senda mér á móti. Gerið það bara næstu jól. Gaman samt að senda nokkur jólakort. Maður hugsar hlýlega til vina sinna á meðan, þe þeirra sem fá jólakort.
þriðjudagur, desember 16, 2003
ég skil ekkert í þessu. ég bloggaði áðan og það er eins og það fari í felur þar til ég er búinn að lýsa eftir því.
Byrjaði á ritgerð áðan og stundum líður mér eins og clark kent. ég skrifaði 3 og hálfa blaðsíðu á 2 tímum. Verð búinn með þetta í gær með þessu áframhaldi. nenni ekki að gera meir því ég var kominn fram úr hugsunum mínum. ég var byrjaður að skrifa eitthvað sem ég eftir að hugsa. Bráðum fer ég að sjá framtíðina og tíminn mun fara afturábak í kringum mig.
|
Byrjaði á ritgerð áðan og stundum líður mér eins og clark kent. ég skrifaði 3 og hálfa blaðsíðu á 2 tímum. Verð búinn með þetta í gær með þessu áframhaldi. nenni ekki að gera meir því ég var kominn fram úr hugsunum mínum. ég var byrjaður að skrifa eitthvað sem ég eftir að hugsa. Bráðum fer ég að sjá framtíðina og tíminn mun fara afturábak í kringum mig.
Jæja þá maður enn og aftur kominn til akureyrar, glens í því. Er loks að fara að byrja á þessari fokking ritgerð og ætla mér að ljúka henni fyrir helgi. Vona að það hafist af. Verst er að ég hef ekki greinargóða hugmynd um hvað ég ætla að skrifa. Hef heyrt að það sé betra áður en maður byrjar.
Þýðir ekki að væla heldur verður að byrja að skrifa.
|
Þýðir ekki að væla heldur verður að byrja að skrifa.
sunnudagur, desember 14, 2003
Fyllerí í gær. Djöfull varð ég fullur. Minnistæðast er þegar Bjarni tók sig til í miðjum dansi og fleygði mér eitthvað til. Kastaðist ég til af miklu afli og flaug í átt að vegg einum. Var ég of fullur til að bera fyrir mig hendurnar og lenti á höfðinu og rotaðist lítið eitt. Lét samt engan bilbug á mér finna og hélt dansinum áfram. Drekka til að gleyma. Dansa til að gleyma
|
laugardagur, desember 13, 2003
Ruglið er hjá liðið og ég fer í ritstörf í kvöld. Nema einhver nenni með mér á fyllerí. Fer semsagt ekki norður fyrr en á morgun. Hlakka mikið til að sjá ástkonu mína. Enda falleg og yndisleg með afbrigðum. ég er með hamingjusamari mönnum
|
Keiko bara dauður. Græt hann nú samt ekki. Kannski ætti maður frekar að gráta þessa fjármuni sem fóru í kvikyndið. Hægt væri að fæða marga munna í afríku fyrir 20 milljón dollara. Rugl á þessu liði.
Ekki jafnmikið rugl og á mér. Er að hugsa um að skreppa norður í dag og beila á þessari ritgerð fram á mánudag. Hugsa málið samt. Er búinn að drekka svo mikið kaffi í dag. Verður hálffirrtur á því að drekka of mikið kaffi og borða ekki.
|
Ekki jafnmikið rugl og á mér. Er að hugsa um að skreppa norður í dag og beila á þessari ritgerð fram á mánudag. Hugsa málið samt. Er búinn að drekka svo mikið kaffi í dag. Verður hálffirrtur á því að drekka of mikið kaffi og borða ekki.
Jæja, verð nú bara að segja að ég er frekar ánægður með sjálfan mig núna. Þessi dagur er búinn að vera einkar góður og er brátt á enda. Byrjaði á því að synda með sibba í vesturbæjarlauginni. Las svo heila bók og tvær greinar að auki fyrir þessa blessuðu ritgerð mína. Fór í 2 tíma göngutúr um 1 leytið nú í kvöld og var að koma heim. Hugsaði mikið og naut veðurblíðunnar í Reykjavík og ræddi við fulla kærustu. Sem er alveg stórkostleg þegar hún er ölvuð. Hugsaði um ritgerðina mig og hana og horfði á perluna lýsa um léttskýjaðan himininn í næturfrostinu og ljósadýrðinni.
Hitti svo stórskemmtilega fulla unglinga við kafaraheimilið í nauthólsvík. 2 þeirra ætla í heimspeki eftir þetta stutta spjall okkar. Voru víst MKingar að undirbúa leiksýningu vetrarins.
Nú ætla ég að leggjast í mitt fagra bæli og deyja þar drottni mínum stutta stund og dreyma um fjarlæg lönd og fagrar meyjar. Aðalega samt um eina fagra mey.
|
Hitti svo stórskemmtilega fulla unglinga við kafaraheimilið í nauthólsvík. 2 þeirra ætla í heimspeki eftir þetta stutta spjall okkar. Voru víst MKingar að undirbúa leiksýningu vetrarins.
Nú ætla ég að leggjast í mitt fagra bæli og deyja þar drottni mínum stutta stund og dreyma um fjarlæg lönd og fagrar meyjar. Aðalega samt um eina fagra mey.
föstudagur, desember 12, 2003
Kláraði philosopher's diet áðan. Briiljant bók. Ætla nota innblásturinn til þess að skrifa þessa blessuðu ritgerð . Einnig er verið að plotta það að hætta að reykja eftir áramót. Baldur ætlar með. Nýtt líf fólk. Ætla að fá mér samt eitthvað mínimalískt að borða og lesa svo áfram.
|
Heimsóknum á síðuna hefur snarfækkað á síðustu dögum. Kann ekki skýringar á því.
Sibbi og ég tókum sundsprett áðan. Vaknaði meira að segja tiltölulega snemma til þess. Eða um 10 leytið. Haldiði að ég hafi ekki meira segja synt og allt. Er nefnilega að lesa helvíti sannfærandi bók um heilsusamlegt líferni. Philosopher's Diet heitir hún. Ætla nefnilega að byggja 3ja eininga ritgerð að hluta til á henni. Ritgerð um mig að lesa 2 bækur og 2 greinar sem hafa haft töluverð áhrif á líf mitt. Walden er hin bókin. Greinar eftir Emerson og Lawrence. Self-reliance og State of Funk. Nokkuð gott og viðamikið efni þó að ég segi sjálfur frá.
Skaplyndi mitt hefur snarbatnað frá því í gær. Gaman af geta verið svona önugur og hlegið svo að því. Stefni að því að verða önugur oftar. Því þá verður mun betra að vera í góðu skapi og annað fólk getur ekki alltaf gert ráð fyrir því að ég sé síkátur, kemur þá skemmtilega á óvart ef ég er í feikna stuði. Vani er af hinu góða en gott er að geta brugðið útaf vananum öðru hverju held ég. Vanafastir menn geta nefnilega orðið með tímanum alveg hreint afspyrnu leiðinlegir og ósamvinnuþýðir menn í alla staði. Má ekki bregða útaf vananum segja þeir sposkir á svip. Íslensk skáld nota orðið sposkir soldið mikið um litla stráka sem þykjast vera klárir. Kannski eru menn vanans aðeins í einhverjum þykjustu leik. Heimspekingar í viðjum vanans, sposkir á svip eins og smástrákar.
Meðal er annað skemmtilegt orð. Segið það og reynið að smella smá é-hljóði milli M-sins og e-sins. Þá verður það sérstaklega skemmtilegt. Segið einnig ð í stað g þegar þið talið um lögregluna, löðregla. Það er tilvalið að hressa aðeins upp á tilveru þeirra, sumir þeirra ekkert svo hressir með suma þeirra. Handtaka menn ólöglega og í einhverjum bransa á patreksfirði sem mér er hálfilla við að hugsa um, hvað þá tala um það.
|
Sibbi og ég tókum sundsprett áðan. Vaknaði meira að segja tiltölulega snemma til þess. Eða um 10 leytið. Haldiði að ég hafi ekki meira segja synt og allt. Er nefnilega að lesa helvíti sannfærandi bók um heilsusamlegt líferni. Philosopher's Diet heitir hún. Ætla nefnilega að byggja 3ja eininga ritgerð að hluta til á henni. Ritgerð um mig að lesa 2 bækur og 2 greinar sem hafa haft töluverð áhrif á líf mitt. Walden er hin bókin. Greinar eftir Emerson og Lawrence. Self-reliance og State of Funk. Nokkuð gott og viðamikið efni þó að ég segi sjálfur frá.
Skaplyndi mitt hefur snarbatnað frá því í gær. Gaman af geta verið svona önugur og hlegið svo að því. Stefni að því að verða önugur oftar. Því þá verður mun betra að vera í góðu skapi og annað fólk getur ekki alltaf gert ráð fyrir því að ég sé síkátur, kemur þá skemmtilega á óvart ef ég er í feikna stuði. Vani er af hinu góða en gott er að geta brugðið útaf vananum öðru hverju held ég. Vanafastir menn geta nefnilega orðið með tímanum alveg hreint afspyrnu leiðinlegir og ósamvinnuþýðir menn í alla staði. Má ekki bregða útaf vananum segja þeir sposkir á svip. Íslensk skáld nota orðið sposkir soldið mikið um litla stráka sem þykjast vera klárir. Kannski eru menn vanans aðeins í einhverjum þykjustu leik. Heimspekingar í viðjum vanans, sposkir á svip eins og smástrákar.
Meðal er annað skemmtilegt orð. Segið það og reynið að smella smá é-hljóði milli M-sins og e-sins. Þá verður það sérstaklega skemmtilegt. Segið einnig ð í stað g þegar þið talið um lögregluna, löðregla. Það er tilvalið að hressa aðeins upp á tilveru þeirra, sumir þeirra ekkert svo hressir með suma þeirra. Handtaka menn ólöglega og í einhverjum bransa á patreksfirði sem mér er hálfilla við að hugsa um, hvað þá tala um það.
Fékk samt 8.5 fyrir heimspeki sem lífsmáti málstofuna. Það er ágætt, annað er fokking drullu helvíti.
|
helvítis djöfulsins andskotans helvítis rassgats drullu viðbjóðslega tíkarlega drullu helvíti. Stundum er viðeigandi að blóta.
|
fimmtudagur, desember 11, 2003
Gaman að skipta um umhverfi og það tekur ekki svo langan tíma. Sérstaklega þegar maður nennir ekki að gera neitt, og er hálf skrýtinn í skapinu.
Líður ekki svo vel núna. Er að brjálast hugsanir fara hingað og þangað og ég ræð ekkert við þær. Þoli það ekki. Reyna að einbeita mér en ekkert gengur, stundum er alveg djöfullega erfitt að vera ástfanginn. En maður tekur því, það er nefnilega yfirleitt helvíti nett. Svona þegar maður er ekki að bólakafi í söknuði og volæði og andfélagslegri hegðan.
|
|
Líður ekki svo vel núna. Er að brjálast hugsanir fara hingað og þangað og ég ræð ekkert við þær. Þoli það ekki. Reyna að einbeita mér en ekkert gengur, stundum er alveg djöfullega erfitt að vera ástfanginn. En maður tekur því, það er nefnilega yfirleitt helvíti nett. Svona þegar maður er ekki að bólakafi í söknuði og volæði og andfélagslegri hegðan.
Vafraði náttlega langt frameftir og las svo hundrað ára einsemd til sex, skreið á fætur um 2 og hef ekkert gert að viti í dag. Sem er vel.
|
Þessar breytingar mínar voru ekki samþykktar af mér sjálfum. Linkar og svoleiðis dót datt út og ég hef enga hugmynd hvernig ég á að ná þeim aftur.
Smá saga af því hversu leiðinlegur og tillitslaus ég get verið þegar maður er ekki með hugann við efnið.
Gærkveldið var gott kvöld. Byrjað var á því að fara í heimsókn til Þrastar í rjúpnasölum í kópavogi og snæða þar burgers og drekka bjór. Um átta leytið var svo stefnan tekinn á laugardalshöllina. Þar sem við vorum mörg þá fórum við á þremur bílum. Var ég enn með nokkra miða á tónleikana í vasanum því ég hafði lkeypt þá á sínum tíma. Baldur, Sibbi, Silja áttu þessa miða sem ég var með fyrir utan náttlega minn. Þegar við skiptum okkur niður á þau farartæki sem voru í boði þá var ekki hugsað til þess að ég væri með þessa miða og Baldur fór í annarri bifreið en ég og var því miðalaus greyið. Þegar við komum að höllinni var fátt um stæði og ákváðum við (þe ekki baldur) að leggja upp á Suðurlandsbraut og ganga svo yfir götuna niður að höll. Ég var náttlega löngu búinn að gleyma því að Baldur þyrfti á miða sínum að halda. Þegar við vorum loks búinn að finna stæði og talað við billa, sem kominn var á tónleikana og tjáði okkur um það að mínus væru enn ekki byrjaðir að spila, var sú ákvörðun tekin að fara á næsta veitingastað og fá sér einn öl meðan fíflin voru að spila. Ekki er mönnum bjóðandi að hlusta á mínus fyrir muse að mínu mati. Settumst við á tropacero eða eitthvað og pöntuðum bjór. Þegar við vorum byrjuð á bjórnum þá fékk ég sms frá baldri sem spurði hvort það væri langt í okkur. Þá laust því niður í mitt takmarkaða höfuð að ég væri nú enn með miðann hans. Þurfti ég að hugsa hratt og mikið og tók þá ákvörðun að segja honum að við værum alveg að koma værum bara enn að leita stæði. Ekki var hægt að senda manninn uppeftir því bjórinn var vel á veg kominn og án efa búinn þegar hann léti sjá sig. Þannig að bjórinn var drifinn í sig og svo skottuðumst við yfir götuna. Þó svo að við hefðum drukkið hratt þá beið baldur í rúman hálftíma fyrir utan höllina, hálfveikur í nístingskulda, og bölvaði okkur í hljóði, en sætti sig við leggja bílnum skýringuna.
Fórum við á tónleikana og skemmtum okkur vel. Á leiðinni heim ákvað ég nú að segja sannleikann því óþægilegt þykir mér að ljúga. Sagði baldri að við vorum í öli þegar ég fékk smsið og stæðisleit hafði borið árangur löngu áður. Sagðist hann ekki hafa húmór fyrir svona löguðu og fór í fýlu, væga fýlu að mínu mati fyrst um sinn. Því næst fórum við á ölstofuna og drukkum þar einn og svo heim. Þegar heim var komið fór baldur inn til sín og ég fór í tölvuna. Kom hann reglulega fram og reykti og reykti ég með honum. Hann gat víst ekki sofið. Hann var alveg brjálaður og pirraður yfir þeirri vanvirðingu sem við höfðum sýnt honum og horfði á mig með vanþóknum og fyrirlitningu. Hann taldi nefnilega að við hefðum vísvitandi farið í öl með miðann hans og skilið hann einan eftir. Það væri nefnilega alveg eftir okkur.
Við ræddum því næst málin og skýrði ég aðstæður og voru þær ekki eins slæmar og hann taldi í fyrstu og þó slæmar væru. Svo hló ég að fýlunni í honum.
|
Smá saga af því hversu leiðinlegur og tillitslaus ég get verið þegar maður er ekki með hugann við efnið.
Gærkveldið var gott kvöld. Byrjað var á því að fara í heimsókn til Þrastar í rjúpnasölum í kópavogi og snæða þar burgers og drekka bjór. Um átta leytið var svo stefnan tekinn á laugardalshöllina. Þar sem við vorum mörg þá fórum við á þremur bílum. Var ég enn með nokkra miða á tónleikana í vasanum því ég hafði lkeypt þá á sínum tíma. Baldur, Sibbi, Silja áttu þessa miða sem ég var með fyrir utan náttlega minn. Þegar við skiptum okkur niður á þau farartæki sem voru í boði þá var ekki hugsað til þess að ég væri með þessa miða og Baldur fór í annarri bifreið en ég og var því miðalaus greyið. Þegar við komum að höllinni var fátt um stæði og ákváðum við (þe ekki baldur) að leggja upp á Suðurlandsbraut og ganga svo yfir götuna niður að höll. Ég var náttlega löngu búinn að gleyma því að Baldur þyrfti á miða sínum að halda. Þegar við vorum loks búinn að finna stæði og talað við billa, sem kominn var á tónleikana og tjáði okkur um það að mínus væru enn ekki byrjaðir að spila, var sú ákvörðun tekin að fara á næsta veitingastað og fá sér einn öl meðan fíflin voru að spila. Ekki er mönnum bjóðandi að hlusta á mínus fyrir muse að mínu mati. Settumst við á tropacero eða eitthvað og pöntuðum bjór. Þegar við vorum byrjuð á bjórnum þá fékk ég sms frá baldri sem spurði hvort það væri langt í okkur. Þá laust því niður í mitt takmarkaða höfuð að ég væri nú enn með miðann hans. Þurfti ég að hugsa hratt og mikið og tók þá ákvörðun að segja honum að við værum alveg að koma værum bara enn að leita stæði. Ekki var hægt að senda manninn uppeftir því bjórinn var vel á veg kominn og án efa búinn þegar hann léti sjá sig. Þannig að bjórinn var drifinn í sig og svo skottuðumst við yfir götuna. Þó svo að við hefðum drukkið hratt þá beið baldur í rúman hálftíma fyrir utan höllina, hálfveikur í nístingskulda, og bölvaði okkur í hljóði, en sætti sig við leggja bílnum skýringuna.
Fórum við á tónleikana og skemmtum okkur vel. Á leiðinni heim ákvað ég nú að segja sannleikann því óþægilegt þykir mér að ljúga. Sagði baldri að við vorum í öli þegar ég fékk smsið og stæðisleit hafði borið árangur löngu áður. Sagðist hann ekki hafa húmór fyrir svona löguðu og fór í fýlu, væga fýlu að mínu mati fyrst um sinn. Því næst fórum við á ölstofuna og drukkum þar einn og svo heim. Þegar heim var komið fór baldur inn til sín og ég fór í tölvuna. Kom hann reglulega fram og reykti og reykti ég með honum. Hann gat víst ekki sofið. Hann var alveg brjálaður og pirraður yfir þeirri vanvirðingu sem við höfðum sýnt honum og horfði á mig með vanþóknum og fyrirlitningu. Hann taldi nefnilega að við hefðum vísvitandi farið í öl með miðann hans og skilið hann einan eftir. Það væri nefnilega alveg eftir okkur.
Við ræddum því næst málin og skýrði ég aðstæður og voru þær ekki eins slæmar og hann taldi í fyrstu og þó slæmar væru. Svo hló ég að fýlunni í honum.
Rufus Wainwright er helvíti góður, kíkið á þetta
|
Jæja var á muse, og var það helvíti fínt, þeir rokkuðu og vældu til skiptis, hefði mátt vera meira rokk en þetta slapp allt saman hjá strákunum. Er að hugsa um að vera skynsamur og vafra ekki langt fram eftir eins og venjulega. Ætla að leggjast í mitt nýuppábúna rúm með hundrað ára einsemd. Helga sagði mér reyndar að þetta væri mjög æsandi bók. Held að það sé óþarfi að vera bæta á það helvíti núna. Hugsa bara um barney á bikini, vona að það virki. Ef þá dauðir hvolpar í poka, Helga á það ráð. Held samt að mér sé ekki viðbjargandi.
Góða nótt vefheimur, sé ykkur á morgun. Nei sjítt, ég er nú ekki alveg ónýtur, étið hinsvegar skít
|
Góða nótt vefheimur, sé ykkur á morgun. Nei sjítt, ég er nú ekki alveg ónýtur, étið hinsvegar skít
miðvikudagur, desember 10, 2003
Fékk mér mozilla vafra í gær og hann bara þrælvirkar. Þökkum bangsanum fyrir það. Spenna í gangi og bjórinn að renna ljúflega niður.
|
Aðgerðaleysi er algjört, nema að ég smellti í vél. Annars er ég ekki einu sinni búinn að borða. Lauksúpa hefur slæm áhrif á meltingarkerfið. Fékk að kynnast því áðan. Muse miðinn er ennþá til.
|
Góðan daginn. Gríp daginn í dag. Hlakka til. Var að skríða á fætur. Það er yndislegt. Á auka miða á muse ef einhver hefur áhuga.
|
þriðjudagur, desember 09, 2003
Próftíð formlega lokið og ég var að gera góða hluti í stofu 1 í aðalbyggingu HÍ. Þá er það bara ritgerð eftir. Ráðgert er að klára hana fyrir jól. Annars hef ég voðalega lítið að gera. Sem er gott. Taka því rólega og kaupa sparnaðar jólagjafir. Keypti nefnilega fimm gjafir eftir prófið. Þarf að kaupa nokkrar í viðbót. Sel líkama minn í millitíðinni. Allt fyrir gleðina.
Við eggertsgötubræður höfðum það af að vaska upp hérna. Það hafði ekki verið í töluverðan tíma, viku eða svo. Enda var ég fyrir norðan og baldur veikur sem skítur. Grunur lék á því að drengurinn væri kominn með Aids enda lausgyrtur með afbrigðum, en svo reyndist ekki vera. Bara flensa. Pencilin lagar það.
Eldamennska kvöldsins verður í anda eldunarbókarinnar sem ég ætla að gefa út. Billísk að uppruna. Lauksúpa, enda laukur gefins eða því sem næst.
Hætti núna enda andlaus með afbrigðum, próf er einungis til vandræða fyrir andans menn. Við eigum rétt á því að vera frjálsir frá daglegu amstri smáborgaranna. Vantar reyndar uppihaldara. Andans menn verða sjaldan ríkir, enda alltaf fullir.
|
Við eggertsgötubræður höfðum það af að vaska upp hérna. Það hafði ekki verið í töluverðan tíma, viku eða svo. Enda var ég fyrir norðan og baldur veikur sem skítur. Grunur lék á því að drengurinn væri kominn með Aids enda lausgyrtur með afbrigðum, en svo reyndist ekki vera. Bara flensa. Pencilin lagar það.
Eldamennska kvöldsins verður í anda eldunarbókarinnar sem ég ætla að gefa út. Billísk að uppruna. Lauksúpa, enda laukur gefins eða því sem næst.
Hætti núna enda andlaus með afbrigðum, próf er einungis til vandræða fyrir andans menn. Við eigum rétt á því að vera frjálsir frá daglegu amstri smáborgaranna. Vantar reyndar uppihaldara. Andans menn verða sjaldan ríkir, enda alltaf fullir.
Próf í dag. Ekkert svo mikið rokk. Skrifaði samt í heilar 15 blaðsíður. Var við það að missa hendina. Fæ mér ritara fyrir prófið á morgun. Eða skrifa lausar. Nenni ekki að læra fyrir prófið á morgun. Fór á kaffihús áðan í siðferðilegar umræður með samnemendum mínum og stóðst ekki Leffe á sérstöku tilboði. Drakk tvo. Kom mér í rökræðu gírinn. Kannski maður fái sér fyrir prófið. Helvíti liðugt á manni skrifbeinið ef maður er góður á því.
Talaði við Helguna í fullt af tíma í kvöld og ræddum við um allt sem við kemur okkur og okkar lífi. Þar með talið jól og áramót og allt er enn í einhverri óvissu hvað það varðar. Veit það eitt að ég verð heima á aðfangadag og svo ekki söguna meir. Ætlum þó að bösta heilagan þollák saman, þe ég og helga. Kaupa jólagjafir og dót.
Skrýtið hvað lífið er hverfult einungis af mætti hugans. Með slæmum hugsunum geta góðir hlutir verið mesta pína og slæmir hlutir virst býsna skynsamlegir. Maður trúir því sem maður vill. Og finnur það sem maður hugsar. Hugsaðu því fallega og þá verður mest allt í þínu lífi fallegt.
|
Talaði við Helguna í fullt af tíma í kvöld og ræddum við um allt sem við kemur okkur og okkar lífi. Þar með talið jól og áramót og allt er enn í einhverri óvissu hvað það varðar. Veit það eitt að ég verð heima á aðfangadag og svo ekki söguna meir. Ætlum þó að bösta heilagan þollák saman, þe ég og helga. Kaupa jólagjafir og dót.
Skrýtið hvað lífið er hverfult einungis af mætti hugans. Með slæmum hugsunum geta góðir hlutir verið mesta pína og slæmir hlutir virst býsna skynsamlegir. Maður trúir því sem maður vill. Og finnur það sem maður hugsar. Hugsaðu því fallega og þá verður mest allt í þínu lífi fallegt.
mánudagur, desember 08, 2003
Fann bloggið mitt. Gleði. Örninn er lentur í reykjavík og tekur á móti árnaðaróskum út þessa viku. Kaffi á boðstólnum fram undir hádegi. Gríðarlega átakanleg stund á Akureyrarvelli um 9 leytið í morgun. Kvaddi Helguna að sinni. Tökum því eins og karlmenn og grátum í laumi. Finnst ég ósigrandi í dag. Hugsaði um það á leiðinni að ef flugvélin mín myndi hrapa þá væri ég sá eini sem hefði komist lífs af. Hún hrapaði ekki og komst ég samt lífs af.
Baldur kallinn er sjúklingur vikunnar með hita og ógeð. Svitinn umlék svefnstað hans og var hann kominn með subbulega sæng Baldvins sér til halds og traust. Mikil ást í þessari sæng. Uss má ekki tala svona.
Er að fara í próf á eftir og mér er alveg sama. Gæti ekki verið minna stressaður fyrir það. Fór meira að segja í bíó í gær. Á eflaust eftir að rokka samt. Bull í honum Erlendi með þetta próf. Hefur ekkert kennt upp úr námsefninu því allur tími námskeiðsins hefur farið í fyrirlestra okkar sem það sitja. Krappí fyrirlestra ef ég má bæta því við. Nema náttlega minn. Fékk 8.5 fyrir hann. Nokkuð vel af sér vikið. Svo er það próf á morgun og ég er ekki vitund stressaður fyrir það heldur. Rólegri maður finnst ekki í norðanverði Evrópu. Tel það kost. Get einbeitt mér að aðalatriðum í stað þess að hafa áhyggjur af þeim. Gerir manni ekki gott að hafa áhyggjur. Erfitt að komast að rót vandans ef maður hefur áhyggjur af útkomunni.
Jæja hætta að bulla og fara í frekari uppáhellingar. Kaffi ekki til hjá helgu og er ég sárþjáður maður fyrir vikið. Flugvallarkaffi er það þynnsta og versta sem Baldvin hefur bragðað lengi og sá örskammtur sem boðið er upp á leiðinni er dropi í kaffihaf það sem baldvin þarf að setja ofan í sig á degi hverjum. Sérstaklega þegar ekki hefur verið drukkið kaffi í heila viku. Kaldur kalkúnn á ferð ef ekki er farið að huga að þessu.
Jólagjafir mínar verða heldur daprar þetta árið því fjárráð eru af skornum skammti. Ætla að gefa sem fæstum gjafir og þá helst eitthvað sem ég finn á víðavangi eða á heimili mínu. Ef þú átt aukajólagjafir þá myndi ég vel þiggja þær. Og þakka vel fyrir.
|
Baldur kallinn er sjúklingur vikunnar með hita og ógeð. Svitinn umlék svefnstað hans og var hann kominn með subbulega sæng Baldvins sér til halds og traust. Mikil ást í þessari sæng. Uss má ekki tala svona.
Er að fara í próf á eftir og mér er alveg sama. Gæti ekki verið minna stressaður fyrir það. Fór meira að segja í bíó í gær. Á eflaust eftir að rokka samt. Bull í honum Erlendi með þetta próf. Hefur ekkert kennt upp úr námsefninu því allur tími námskeiðsins hefur farið í fyrirlestra okkar sem það sitja. Krappí fyrirlestra ef ég má bæta því við. Nema náttlega minn. Fékk 8.5 fyrir hann. Nokkuð vel af sér vikið. Svo er það próf á morgun og ég er ekki vitund stressaður fyrir það heldur. Rólegri maður finnst ekki í norðanverði Evrópu. Tel það kost. Get einbeitt mér að aðalatriðum í stað þess að hafa áhyggjur af þeim. Gerir manni ekki gott að hafa áhyggjur. Erfitt að komast að rót vandans ef maður hefur áhyggjur af útkomunni.
Jæja hætta að bulla og fara í frekari uppáhellingar. Kaffi ekki til hjá helgu og er ég sárþjáður maður fyrir vikið. Flugvallarkaffi er það þynnsta og versta sem Baldvin hefur bragðað lengi og sá örskammtur sem boðið er upp á leiðinni er dropi í kaffihaf það sem baldvin þarf að setja ofan í sig á degi hverjum. Sérstaklega þegar ekki hefur verið drukkið kaffi í heila viku. Kaldur kalkúnn á ferð ef ekki er farið að huga að þessu.
Jólagjafir mínar verða heldur daprar þetta árið því fjárráð eru af skornum skammti. Ætla að gefa sem fæstum gjafir og þá helst eitthvað sem ég finn á víðavangi eða á heimili mínu. Ef þú átt aukajólagjafir þá myndi ég vel þiggja þær. Og þakka vel fyrir.
föstudagur, desember 05, 2003
Jæja svona liggur hvalurinn grafinn í bakgarðinum. Maður kemur hérna inn til að blogga og þá er bara búið að stela bloggi gærdagsins. Eða það held ég. Ef einhver hefur séð það þá endilega segið mér frá því. Annars er ég gríðar kátur og búinn að læra síðan í morgun. Ekkert smá duglegur. Las um Gödel og Searle og kínversku herbergið og skil ekki neitt í neinu. Vísindaheimspeki er frekar leiðinleg þegar farið er út í einhverjar nákvæmar skilgreiningar og afleiðslur og leiðindi. Skemmtilegra að fjalla um gæja á borð við Popper, kuhn, feyerhabend og lakatos. Sérstaklega lakatos á mp3 því hann ungverji eða eitthvað og talar ensku með sterkasta hreim í heimi. Þarf að finna leið til að leyfa ykkur að heyra ruglið í manninum. En tækni kunnátta mín er vangefin. Ergo ég er vangefinn.
Og í tilefni þess ætlum við helga á fyllerí í kvöld og rugla eitthvað út í loftið. Ef þið hafið séð hann bjarka einhversstaðar endilega látið mig vita hvar það var og hvernig ég get náð á fíflið. Hann var að tala um að koma norður og ég bauð honum í mat í kvöld. Hann á eftir að svara mér. Drengurinn getur verið svo mikið fífl stundum. En við elskum hann. Þá má maður vera fífl. Poke a pal in the eye.
|
Og í tilefni þess ætlum við helga á fyllerí í kvöld og rugla eitthvað út í loftið. Ef þið hafið séð hann bjarka einhversstaðar endilega látið mig vita hvar það var og hvernig ég get náð á fíflið. Hann var að tala um að koma norður og ég bauð honum í mat í kvöld. Hann á eftir að svara mér. Drengurinn getur verið svo mikið fífl stundum. En við elskum hann. Þá má maður vera fífl. Poke a pal in the eye.
fimmtudagur, desember 04, 2003
Jæja ætli ég geti ekki sótt um vinnu sem lati maðurinn í evrópu. Ætlaði að fara á fætur um 9 leytið í morgun og tækla þetta nám mitt í eitt skipti fyrir öll en var eitthvað svo djöfulli illa fyrir kallaður að ég skreið aftur upp í rúm eftir að helga fór í vinnuna sína. Svona rétt til þess að loka augunum. Þau voru lokuð til hálf eitt og ég svona temmilega úthvíldur. Fór þó að læra þá og var að hætta því rétt í þessu.
Vann Helgu í gærkveldi í trivial. Veitti hún mér þó sjaldséða samkeppni. Er samt enn trivial kóngurinn. Sem er hálf skítt því trivial þýðir í raun ómerkilegt. Ansans vesen er þetta.
|
Vann Helgu í gærkveldi í trivial. Veitti hún mér þó sjaldséða samkeppni. Er samt enn trivial kóngurinn. Sem er hálf skítt því trivial þýðir í raun ómerkilegt. Ansans vesen er þetta.
miðvikudagur, desember 03, 2003
Lærdómur gengur prýðisvel. Eflaust búinn að lesa meira nú þessa 3 daga heldur en allan veturinn samanlagt. Segir reyndar ekki mikið því ég las ekkert voðalega mikið í vetur. Hef náð að rífa mig á fætur kl 9 alla morgna og stefni á það einnig næstu daga. Við helgan erum reyndar búin að komast að því að við ætlum að sofa vel út á laugardaginn. Eigum það skilið. Erum svo dugleg.
Hún verður nú samt að vinna hérna á eyrinni og verður bara ein eitthvað að dóla sér. Er mikið að spá í að beila á familíunni og láta hana ekki leiðast. Eflaust myndi það samt leiða til þess að ég verði einn að dóla mér hér meðan hún væri að sinna einhverjum útköllum. Áramót er víst ekki besti vinur dýranna. Við verða víst við það að missa sig í látunum.
Ég er við það að missa mig varðandi þetta starf mitt. Eilíft vesen á þessu pakki. Fékk vitlaust borgað á mánudaginn og það tekur óendanlega langan tíma að leiðrétta það. Það er svo verið að biðja mig að vinna alla næstu viku og vikuna þar á eftir. Djöfull nenni ég því ekki. Set upp einhverjar kröfur áður en ég samþykki það allavega. Best að snúa sér að lærdómi aftur. Er samt á góðu róli. Það þýðir ekki annað þá að halda áfram að rokka.
|
Hún verður nú samt að vinna hérna á eyrinni og verður bara ein eitthvað að dóla sér. Er mikið að spá í að beila á familíunni og láta hana ekki leiðast. Eflaust myndi það samt leiða til þess að ég verði einn að dóla mér hér meðan hún væri að sinna einhverjum útköllum. Áramót er víst ekki besti vinur dýranna. Við verða víst við það að missa sig í látunum.
Ég er við það að missa mig varðandi þetta starf mitt. Eilíft vesen á þessu pakki. Fékk vitlaust borgað á mánudaginn og það tekur óendanlega langan tíma að leiðrétta það. Það er svo verið að biðja mig að vinna alla næstu viku og vikuna þar á eftir. Djöfull nenni ég því ekki. Set upp einhverjar kröfur áður en ég samþykki það allavega. Best að snúa sér að lærdómi aftur. Er samt á góðu róli. Það þýðir ekki annað þá að halda áfram að rokka.
þriðjudagur, desember 02, 2003
Mikið er nú gott að vera hérna á eyrinni. Friðurinn er að gera út af við mig. Það eina sem truflar námið er hún Helga. Hún má sko trufla mig. Ætla að bregða mér í skýrslu skrif fyrir hann Róbert. Verður maður ekki að vera soldið heimspekilegur áður en maður skilar þessari dagbók. Það er segi honum að lesa þessa síðu.
Var að lesa nietzsche í gærkveldi meðan helgan var á vinnufundi. Merkilegt hvað hann getur búið til langar setningar. Líkast til þjóðverjinn í honum. Tekst þó yfirleitt að hafa þær skemmtilegar. Orðspjót nr. 35 fékk mig allavega að brosa út í annað.
"Ó, Voltaire! Ó, mennska! Ó, heimska! Það er eitthvað sérstakt við "sannleikann", við leitina að sannleikanum. Og ef maðurinn verður of mannlegur í þessu efni - Hann leitar aðeins sannleikans til þess að geta framkvæmt hið góða - þá þori ég að veðja að hann grípur í tómt."
Skemmtileg umræða um hvort sannleikur sé sagna bestur. Þessi ofurtrú á hið rétta og sanna á eftir að steypa okkur í glötun.
|
Var að lesa nietzsche í gærkveldi meðan helgan var á vinnufundi. Merkilegt hvað hann getur búið til langar setningar. Líkast til þjóðverjinn í honum. Tekst þó yfirleitt að hafa þær skemmtilegar. Orðspjót nr. 35 fékk mig allavega að brosa út í annað.
"Ó, Voltaire! Ó, mennska! Ó, heimska! Það er eitthvað sérstakt við "sannleikann", við leitina að sannleikanum. Og ef maðurinn verður of mannlegur í þessu efni - Hann leitar aðeins sannleikans til þess að geta framkvæmt hið góða - þá þori ég að veðja að hann grípur í tómt."
Skemmtileg umræða um hvort sannleikur sé sagna bestur. Þessi ofurtrú á hið rétta og sanna á eftir að steypa okkur í glötun.
mánudagur, desember 01, 2003
jæja, þá er útlegð 2003 hafin. Ætla vart út úr húsi næstu vikuna eða svo. Allavega ekki á daginn, maður verður að halda uppi smá aga. Fór reyndar út í búð áðan. Ætla elda eitthvað gott handa kellingunni, hún er búin að vera svo dugleg að vinna og svoleiðis í dag.
Annars er ég búinn að læra alveg fullt í dag. Tókst nú samt að eyða 2 tímum í að lesa morgunblöð helgarinnar. Merkilegt hvað það getur verið leiðinlegur snepill. Og námsbækur mínar eru oft skemmtilegar. Samt einhvernveginn nennir maður ekki að læra. Þó það sé skemmtilegt. Merkilegt alveg. Stórmerkilegt.
Matur hjá fjölskyldu helgu á laugardaginn. Var reyndar búinn að nefna það. Voða gaman. Fengum kjúkling og ég drakk bjór með pabba hennar. Hann fór svo að sýna mér plötusafnið sitt. Old skúl rokkari kallinn. Reykti líka prince eins og ég. Flottur. Og mamma hennar helgu gerir lítið annað en að hlæja að vitleysunni hér á þessu bloggi. Og hafa áhyggjur af helgunni sinni. Eins og mömmur virðast gera oft. Mamma hefur gríðaráhyggjur af mér og bræðrum mínum. Eins og hún sé dæmt til þess eða eitthvað. Það er samt gott að vita til þess að einhver hugsar til manns.
Svo fórum við í mat til foreldra minna á borðeyri. Og hvað haldiði að hafi verið í matinn. Auðvitað kjúklingur. Eru allir að ganga af göflunum hérna. Kjúklingur í hvert mál. Var samt góður líka. Pabbi náttlega klikkar ekki í eldhúsinu. Hann á samt ekki jafnflott plötusafn og pabbi hennar helgu. Pabbi er eiginlega ekki að rokka. Hlustar bara á kóradót og eitthvað. Veit varla hver neil young er. Sem væri nokkuð nett að eiga sem pabba. Hann myndi sko koma með manni á tjúttið.
Jæja ætla snúa mér að eldamennskunni. Merkilegt nokk inniheldur réttur kvöldsins ekki kjúkling. Heilsan ræður för og verður einungis boðið upp á grænmeti í kvöld. Eldað á eggertsgötuíska vísu. Semsagt minimalískt stúdentabras. Kannski maður ætti að gefa út svona stúdenta kúkbúk. Hvernig væri það. Fólk gæti sent mér uppskriftir á ímeili og ég svo hent þessu saman og gefið út. Kannski haft hana bara hér á netinu. Allir komnir með fartölvur á eldhúsborðið og svoleiðis.
|
Annars er ég búinn að læra alveg fullt í dag. Tókst nú samt að eyða 2 tímum í að lesa morgunblöð helgarinnar. Merkilegt hvað það getur verið leiðinlegur snepill. Og námsbækur mínar eru oft skemmtilegar. Samt einhvernveginn nennir maður ekki að læra. Þó það sé skemmtilegt. Merkilegt alveg. Stórmerkilegt.
Matur hjá fjölskyldu helgu á laugardaginn. Var reyndar búinn að nefna það. Voða gaman. Fengum kjúkling og ég drakk bjór með pabba hennar. Hann fór svo að sýna mér plötusafnið sitt. Old skúl rokkari kallinn. Reykti líka prince eins og ég. Flottur. Og mamma hennar helgu gerir lítið annað en að hlæja að vitleysunni hér á þessu bloggi. Og hafa áhyggjur af helgunni sinni. Eins og mömmur virðast gera oft. Mamma hefur gríðaráhyggjur af mér og bræðrum mínum. Eins og hún sé dæmt til þess eða eitthvað. Það er samt gott að vita til þess að einhver hugsar til manns.
Svo fórum við í mat til foreldra minna á borðeyri. Og hvað haldiði að hafi verið í matinn. Auðvitað kjúklingur. Eru allir að ganga af göflunum hérna. Kjúklingur í hvert mál. Var samt góður líka. Pabbi náttlega klikkar ekki í eldhúsinu. Hann á samt ekki jafnflott plötusafn og pabbi hennar helgu. Pabbi er eiginlega ekki að rokka. Hlustar bara á kóradót og eitthvað. Veit varla hver neil young er. Sem væri nokkuð nett að eiga sem pabba. Hann myndi sko koma með manni á tjúttið.
Jæja ætla snúa mér að eldamennskunni. Merkilegt nokk inniheldur réttur kvöldsins ekki kjúkling. Heilsan ræður för og verður einungis boðið upp á grænmeti í kvöld. Eldað á eggertsgötuíska vísu. Semsagt minimalískt stúdentabras. Kannski maður ætti að gefa út svona stúdenta kúkbúk. Hvernig væri það. Fólk gæti sent mér uppskriftir á ímeili og ég svo hent þessu saman og gefið út. Kannski haft hana bara hér á netinu. Allir komnir með fartölvur á eldhúsborðið og svoleiðis.