sunnudagur, nóvember 30, 2003

Viðburðarík helgi í meira lagi. Há punktur þó heimsókn mín til fjölskyldu Helgu. Fyrst fórum við til ömmu hennar á Hringbraut og svo upp í sveit til fjölskyldunnar. Grafarholt er langt í burtu og þurftum við náttlega að ferðbúast fyrir slíka ferð. En núna erum við að fara á borðeyri og svo akureyri þannig að ég verð að þjóta og segja meira seinna frá heimsóknum og fylleríum helgarinnar.

|

föstudagur, nóvember 28, 2003

Jæja, þá er maður búinn að klára þessa ritgerð. Hringdi svo í Salvöru kennara og spurði hvort hún vildi fá hana strax, og hún sagði mér að við þyrftum ekki skila fyrr en á mánudag. Þetta var tilkynnt á miðvikudaginn, í tímanum sem ég mætti ekki. Gott að ég mætti ekki. Annars hefði ég ekki gert hana fyrr en á sunnudag.

Svo var það tiltekt dauðans, maður fer nú ekki að bjóða konum upp á þann subbuskap sem ríkir iðulega á heimilum latra drengja á borð við okkur baldur. En nú er þetta næstum boðlegt. Skipti meira að segja um rúmföt og keypti bjór. Kannski ég fái mér bjór núna. Helgan kemur ekki fyrr en um 9 leytið.

|

Fyrir svona mánuði síðan hefði mér aldrei órað fyrir því að kærastan mín gæti ekki hitt mig í dag vegna þess að hún var að framkvæma keisaraskurð á Boxer tík einni á Akureyri. Fæ víst ekki að hitta hana fyrr en á morgun. Mikið getur lífið tekið skrýtnar beygjur stundum. Ætla ekki einu sinni að byrja að ímynda mér hvað gerist í næsta mánuði. Sjítt&fokk

|

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Vei, heil 3 komment eða eitthvað. Rosalegt. Mikil umræða um Jackson. Hef fulla trú á manninum. Go Jackson. Litla kvikindið sem er að bösta er örugglega bara sjálfur pervert. Arg samt í dag. Helgan kemur ekki fyrr en á morgun og er það miður. Fæ samt þar færi á að ljúka við þessa blessuðu ritgerð. Allt er að smella í gírinn. All is full of love. Go fólk sem commentar á mig.

|

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Frétti af stórauknum áhuga á þessum skrifum mínum. Ekki er nóg að móðir hennar Helgu sé kominn í aðdáendahóp Baldvins, heldur er megnið af hennar fjölskyldu og vinnufélögum orðnir að fastagestum. Maður fer kannski að gefa þeim eitthvað til að tala um. Vera með einhverjar blammeringar og krassandi sögur af sínu frekar viðburðaríku háskólalíferni, sem í grunninn snýst aðalega um kvennafar og fyllerí.

Reyndar frekar rólegt í þeim geiranum síðan ég fór í taum. En það sem gekk á áður, sjítt. Hefði ekki viljað mig sem tengdason, það get ég allavega sagt ykkur.

Frétti einnig af áhuga á að fá að hitta gulldrenginn. Þar sem Helga er ákaflega löt við að sýna mig þá get ég huggað fólk með því að það er ávallt velkomið í heimsókn í auðmjúk heimkynni mín. Var einmitt að fjárfesta í kaffi og get jafnvel boðið upp á það. Þannig að ef einhverjum langar í kaffi og gulldreng þá er þeim frjálst að kíkja í heimsókn í Eggertsgötu 18, íbúð 301. Ágætt að hringja á undan sér samt.

Bendi á eitt smá atriði. Þar sem heimsóknum á skrif mín hefur fjölgað um cirka 500% síðustu mánuðina þá eykst sömuleiðis pressan á að ég skrifi betur og oftar. Ekki leggur maður þó mikið á sig án þess að hljóta fyrir það umbun. Sú umbun sem ég kýs helst er að fá eitthvað frá ykkur til baka. Smá feedback hérna. Það eru um það bil 3 comment kominn í gegnum tíðina og þau hafa öll verið frá Helgu. Maður fær ekki mikla hvatningu skal ég segja ykkur. Eins gott að maður sterkur á sál og einbeittur í meiralagi.

|

Mikið rosalega var það ánægjulegt að ganga heim úr annars þessari prýðisvinnu sem ég er í. Tímasetningin alveg prýðileg líka. Tekur fullan hálftíma að ganga þetta og á meðan settist sólin og heiður himin var allsettur gullnu roða. Hreinsar hugann og gefur manni gott færi að hugleiða og skipuleggja sitt líf. Ljúfa líf. Vildi að fleiri hefðu það eins gott og ég.

Ritgerð mun hefjast í kvöld semsagt eftir þennan spliffaða tíma sem ég er að fara í á eftir. Helgan kemur svo í heimsókn annaðkvöld og stefni ég á að vera búinn með þetta áður en hún dettur inn því ekki er hægt að einbeita sér mikið með hana nálægt sér, fegurð hennar dáleiðir mig og gerir mig að hamingjusömu grænmeti. Gef ykkur dæmi á þessari síðu von bráðar.

|

Haldiði ekki að ballinn hafi brugðið sér í boltaleik eftir erfiði dagsins. Hringdi fyrir tilviljun í Lalla og var að athuga með þessa blessaða muse miða, var hann þá á leið í fótbolta og vantaði víst aukamann. Stökk í í stuttbuxur og út í bíl og hljóp eins og hálfviti í einar 40 mínútur.

Freistingar svo á hverju strái. Þegar ég loks var kominn í lærugír þá mætti baldur með eitthvað sálfræðipakk í heimsókn og spiluðu þau spil og drukku bjór. Gat ekki verið þekktur fyrir minna en að vera með. Var þetta að endingu ljómandi kvöld og dagurinn í heild sinni stórskemmtilegur. Nema fyrir þá staðreynd að hún Helga mín er ekki til viðtals nema í síma.

|

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Tók smá æfingu á þetta í dag. Býsna stoltur af mér þó að ég segi sjálfur frá. Þegar ég var búinn að vinna minn fulla vinnudag, gekk ég heim og tók það fullan hálftíma. Hélt reyndar að ég myndi missa tækið því það var svo helvíti kalt svona illa klæddur sem ég iðulega er. Æfingin var á þá leið að í stað þess að stökkva beint inn í herbergi og kveikja á tölvuhelvítinu þá fór ég og tók aðeins til, setti í þvottavél, eldaði. Þreif glugga, borðaði og fleira í þeim dúr. Vaskaði að meira segja upp eftir matinn. Settist svo niður með rjúkandi heitt kaffi og sígarettu (sem ég átti svo sannarlega skilið). Var loks að klára mín verk núna og er hamingjusamur mjög. Það verður sko ekkert tölvast fyrr en eftir 7 á kvöldin. Fram að því mega netheimar eiga sig.

Annars eru air alveg príma hljómsveit og komast nálægt sjálfum meistara beck í gæðum á stundum. Enda hefur meistari beck unnið með þessum elskulegu frökkum.

Maður er kominn í hálft starf við að fara yfir og lagfæra ritgerðir fyrir bræður sína. Sem betur fer er ég frekar iðjulaus maður þannig að það gerir lítið til. Frekar ánægjulegt að hjálpa bræðrum sínum. þeir mættu reyndar vera duglegri að hjálpa mér. reyndar er ég að verða það sjálfstæður einstaklingur að ég þarf í raun enga hjálp. Það eina sem hefur veruleg áhrif á mig er hún Helga mín og er það hið besta mál. Enda er hún æði.

|

mánudagur, nóvember 24, 2003

Var að koma heim úr norðanferð minni. Var þar í ákaflega góðu yfirlæti ástkonu minnar. Hápunkturinn var þó þegar við hjónakornin brugðum okkur af bæ og aðstoðuðum kvígu eina við burð. Sunnudagskvöldið byrjaði ákaflega vel. Ég eldaði dýrindis kvöldverð og sátum við tvö við kertaljós og Massive Attack og borðuðum hann með bestu lyst. Þegar við vorum rétt að ljúka við máltíðina hringir vaktsími Helgu (hún var á bakvakt) og bóndi einn í Svarfaðardal biður hana að aðstoða sig með kvígu eina. Ég gat ekki látið stúlkuna fara eina í slíka svaðilför þannig að ég bauðst til að koma með. Keyrðum við í dalinn og komum að bænum (man ekki hvað hann heitir) og lögðum bílnum við fjósið. Smeygi Helga sér þá í þennan fína pollagalla sem náði frá toppi til táar. Hefði sáttur verið með slíkan búnað í æsku minni. Ekki var hún að hafa fyrir því að láta mig fá neinn hlífðarfatnað og var ég í nokkuð fínu pússi (sökum skyndilegrar brottfarar minnar þá hafði ég ekki fyrir því að pakka miklu niður). Fórum við inní fjós og hittum þar fyrir bónda og fjósamann. Bóndinn náttlega fullur og fjósamaðurinn þunnur. Kvígan var í þannig ásigkomulagi að kálfurinn var steindauður inn í henni og hún stóð þarna álappaleg með klauf útúr lufsunni. Helgan mín var nú ekkert að tvínóna við hlutina og bretti upp ermi og smurði á sér handlegginn og tróð honum þvínæst inn í kvígukvölina. Kvígunni var náttlega brugðið, enda ekki á hverjum degi sem maður er almennilega vaginalyzeraður. Þreifaði Helgan á kvígunni innanverði og komst að þeirri niðurstöðu að krækja þyrfti í höfuð og fætur kálfsins og kippa honum út því fastur var hann nokk þarna fyrir handan. Festi hún keðjur og reipi í kálfinn og lét okkur strákana hefja togun. Fullur bóndi, þunnur fjósamaður og reykjavíkurbarn sem vildi ekki láta skíta sig út stóðu þarna eins og fífl og toguðu eins og fætur toguðu í kálfgreyið, helga stóð þarna við kvíguna og skipaði okkur fyrir. Eftir um klukkutíma togerí var kálfurinn loksins kominn í heiminn, komst ég reyndar fljótlega að þeirri niðurstöðu að hann væri dauður, enda ekki mikið líf og fjör í honum. Ég orðinn grútskítugur og allur útí blóði og skít. Bóndinn eins og hann áður var, fullur og skítugur og sama má segja um fjósamanninn, nema að hann var þunnur. Helga breyttist úr litlu sætu helgunni minni í hörkutólið Helga, var reyndar ennþá lítil og sæt, bara miklu meiri töffari. Mér var skítsama þó að ég væri skítugur og í raun ákaflega hamingjusamur með það. Fórum svo heim í bað og var það gott

Annars var bara hangið í bælinu og horft á einstaka vídeó mynd.

|

laugardagur, nóvember 22, 2003

Djöfull er maður klikkaður. Farinn til Akureyrar. Kem aftur samt einhverntímann.

|

föstudagur, nóvember 21, 2003

Vísindaferð og glens. Var að vinna í morgun og held að þetta sé að verða mannskemmandi. Kennarar í grunnskólum landsins eru svo miklar hetjur stundum. Sem þýðir að ég er forfallahetja. Enda nagli mikill og læt þessa orma ekki komast upp með neitt múður. Krakkarnir í bekk dagsins sögðu að ég væri búinn að vera skemmtilegri í dag heldur en kennarinn þeirra í allan vetur til samans. Enda var ég alveg frábær. Hefði viljað hafa mig sem kennara. Var reyndar hjá mömmu og pabba flest mín grunnskóla ár. Árni kenndir mér líka og stína konan hans. Maður hefur þetta í sér held ég. Enda allt liðið alveg frábærir kennarar. Og ég líka

|

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

tók spaceman spliff á tímann áðan, you know what I mean.

|

Þvílíkar hugsanir sem koma upp í mínum frekar ofvirka kolli. Lá langt fram eftir í gær og horfði í myrkrið og gat ekki sofnað. Var næstum því tilbúinn til að fara á fætur og hripa þær niður á þessa síðu. En lagði ekki í það, reyndi að einbeita mér að svefni. Hefði átt að gera það því helmingurinn er fokinn út um gluggann.

Hugmyndir virðast koma þegar maður á síst von á þeim, kannski er þetta eitthvað atriði sem vert er að einbeita sér að. Þjálfa upp hæfileikann í að stjórna hugmyndum sínum. Núna er ég úrvinda af þreytu og gjörsamlega sneyddur allri frumlegri hugsun. Kannski þó eitthvað komi ef ég sit hérna áfram og bulla eitthvað.

Þarf reyndar að fara í tíma kl 5. Mikið verður það nú löðurmannlegt af mér að sofna ekki í fyrirlestri hjá Prófessor Erlendi.

Stundum líður mér eins og ég sé ósigrandi, allt sem ég geri er rétt og það sé ekkert sem geti slegið mig úr jafnvægi. Að ég hafi fullkomna stjórn á umhverfi mínu. Það er brjálæðislega góð tilfinning. Hef fundið þetta stundum undanfarið. Þess á milli er ég venjulegi Balli sem getur sumt en lætur mótlæti fara í taugarnar á sér og kvartar og kveinar yfir smáatriðum. Stundum líður mér eins og ég geti ekki neitt. Í gær gat ég ekki gert neitt, lá fram í sófa og gat ekki hreyft mig og ekki talað við neinn, gat ekki fengið mér að borða. Náði þó að rífa mig upp og hringdi í Helgu. Hún fyllir mig orku, gat allavega reykt eftir að ég talaði við hana. Sleppti því þó að borða í gær. Soldið hressandi að borða ekki. Hreinsar mann og maður sér að það þarf ekki alltaf að vera saddur til þess að vera sæll. Var fullur gleði þegar ég loks fór í bælið. Missti mig samt í að hugsa um allt það sem gerir mig hamingjusaman. Þegar maður hugsar um hvað það er sem gerir mann hamingjusaman, þá gerir maður sér því hvað margt í lífi manns er tilviljunarkennt. Samt virðist það vera maður sjálfur sem ákveði það sem gerir mann hamingjusaman. Kannski lendir maður alltaf í einhverju, einhverjar aðstæður koma upp óhjákvæmilega, hlutir eiga sér orsök og get ekki annað en gerst, og spurningin er bara hvernig þú tekur þessum atburðum og hvernig þú vinnur úr þeim. Hamingja manns virðist oft vera í hendi manns, þú þarft bara að gera þér grein fyrir því hvað það er sem þú vilt.

Þetta virðist vera svona cirka það sem ég var að hugsa um í gærkveldi. Að sitja og halda bara áfram að skrifa er bara nokkuð góð aðferð til að tjá sig um það sem maður hugsar. Þið haldið samt örugglega að ég sé að missa mig. Eða ekki.

|

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Við sibbi rokkuðum í gær. Maður var jafnvel orðinn pínu í því undir lokin. Klassa rauðvín sem ég keypti mér. Lindemans Cawarra. Au mate. Ástralir eru svalir. Ég ætla mér þangað einhverntímann. Hvað haldiði að hafi gerst á þessum tónleikum. Upp að mér gengur lagleg stúlka og segir "hæ balli, mannstu ekki eftir mér". Ég sagði að mig rámaði eitthvað í hana, kannaðist nú eitthvað við stúlkuna. Þá tjáði hún mér að ég hefði kennt henni bókfærslu í 10. bekk á sínum tíma. Þeim tíma er ég kenndi við Laugarbakkaskóla veturinn 99/00. Stúlkan bara orðin 19 ára og blindfull. Soldið súrt verð ég að segja.

Þar sem ég var nú hífaður maður í gær og hringdi einnig í Helgu og átti við hana langt spjall, fór ég frekar seint að sofa. Upp úr 2 minnir mig. Sem er ekki vænlegt til árangurs þegar maður á að mæta í skólann kl 8. Þessar staðreyndir urðu til þess að ég vaknaði ekki fyrr en kl 11 ásamt þeirri staðreynd að ég gleymdi að setja vekjarann í gang á símanum mínum. Vöknun kl 11 er orsök þess að ég mætti ekki í tíma kl 8 og fékk ekki þar af leiðandi spurningar þær er ég á að nota til þess að undirbúa mig fyrir lokapróf í hagnýttri siðfræði.

Reyndar er ég svo egócentrískur og narcisískur að ég tel mig hæfan til að fara í þetta próf óundirbúinn og rokka. Enn þar sem hluti af mér veit að ég get ekki allt þó að hinn haldi það þá langar mig nú til að gulltryggja góða einkunn og ætlaði að því að læra slatta um helgina. Það verður ekki af því uppúr þessu og því ekkert betra að gera um helgina en að detta í það.

Dottið verður semsagt í það á föstudag og mun ég gera það án nokkurs samviskubits. Samviska mín getur ekki unnið á þessum rökum. Tel ég þetta vera nokkuð mikinn hæfileika og mér einungis til gagns. ég get með góðu móti sannfært samvisku mína um að vera ekki með samviskubit. Sem er vel því samviskubit er böl og engum til gangs.

|

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Jæja hvar var ég. Við sibbi fórum til Hvammstanga í blíðunni á laugardag, sóttum Móðurina af spítala á Akranesi og keyrðum hana á Sjúkrahúsið á Hvammstanga, þar sem hún er nú að jafna sig eftir gallsteina aðgerð. Henni heilsast vel enda kjarnakvendi. Svo brunuðum við í bæinn með viðkomu í Staðarskála. Þar var sko étinn hágæða sveittur borgari. Djöfull var hann ógeðslegur. Yndislegt alveg hreint.

Fyllerí laugardagsins var nú ekki merkilegt. Nema að Helga stakk mig af og týndi svo símanum sínum þannig að ég var einn og umkomulaus í bænum og fór bara einn heim. Hún skilaði sér þó klukkutíma síðar og það voru auðvitað fagnaðarfundir. Hélt að hún væri dauð eða eitthvað.

Hey fékk miða á tónleika á nasa í kvöld. Keypti af því tilefni eina rauðvín og tvo bjóra. Við sibbi ætlum að elda.

Ætla einmitt í þann bransa núna.

Verð samt að segja ykkur frá nýjasta plottinu. Fékk lánaða nefnilega B.A. ritgerð um heimspekikennslu fyrir börn og ætla ég mér að sérhæfa mig á því sviði nú á næstu dögum og heimta smá kennslu upp í mýró fyrir viðvikið. Einnig að kenna smá hjá mömmu. Góð aukabúgrein þar.

Svo loks fékk ég bæði birting og handan góðs og ills aftur eftir að hafa gleymt þeim hér og þar og lánað þær og eitthvað. Lesa í kvöld eftir rokkið. Svo fer alvaran að skríða inn og maður þarf að sýna ábyrgð og mæta í próf og svoleiðis.|

Sælir labbakútarnir mínir. Baldvin er að reyna að mótivera sig til að sofna ekki þessa stundina. Hella upp á kaffi og svoleiðis. Erfiðir þessir dagar stundum. Heimsótti svennann eftir vinnu áðan og lék mér við drenginn hans aðeins. Skemmtilegt barn hann Sævar.

Hey fékk boðsmiða á einhverja ammlistónleika hjá xinu. Kannski maður fari í smá rokk í kvöld. Ef ég nenni. Spurning um að fara að læra samt. próf og annar skítur nálgast óðfluga. Þarf svo að fara að plögga þessa blessuðu vísindaferð á næstu dögum. Þá helst í dag. Mikið að gera, hef engan tíma til að gera ekki neitt. Uss ljótt að heyra þetta baldvin.

Helgan mín var hjá mér um helgina. Fór í gærmorgun. Ég er enn eftir mig eftir þau átök. Get samt ekki beðið eftir því að fá að sjá hana aftur. Rugl er þetta eins og sumir myndu segja. Ég og Sibbi fórum í ferðalag. Til hvammstanga. Þarf aðeins að hlaupa. Skrifa meira á eftir.

|

föstudagur, nóvember 14, 2003

Maður á ekkert að vera tjá sig þegar maður kominn í glas. Fyndið samt. Hey vei ég fékk miða á muse

|

Borgin hefur endurheimt Ballann og er hann að rokka. Kom í gær og byrjaði á fyrirlestri sem ég flutti svo í dag. Gekk svona prýðilega að ég varð að fagna í öli (var reyndar búinn að fá mér einn áður en fyrirlestur var framkvæmdur). Ég og mínir yndislegu og fallegu bræður fögnuðum afmæli eins okkar og heilsu og lífi okkar og var það ákaflega góð stund.

Svo er ég í sí og æ að komast hvað mér þykir vænt um hana Helgu mína. Enda er hún um það bil það besta í heiminum, veit ekki um neitt betra sjálfur en við skulum ekki gefa upp alla von. Frétti reyndar af því að famílía hennar væri fastagestur á síðunni minni. Læt þó ekki slíka smámuni hafa áhrif á mig eða mín skrif og segi það sem mér finnst og hugsa hverju sinni. Þau mega því njóta og lesa. Ef þau hafa eitthvað um málið að segja mega þau troða því eða setja inn hér lítið comment. Hvort sem valið er er enn valið þeirra.

|

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Kannski betra að skoða hana á þessum hlekk

|

Mynd af Kellingunni. Blogga meira á eftir. Verið róleg

|

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Maður getur ekki einu sinni haldið auðveldustu reglum í horfinu. Maður rétt búinn að leyfa sér það að blogga ekki um helgar og hvað haldiði, maður er að blogga helgina á eftir. Þetta er soldið ógeðslegt hjá mér. Hvað um það. Reglur er til þess að brjóta þær.

Er enn á Akureyri og er að hugsa um að segja upp lífi mínu í reykjavík, þetta er svo ljúft hérna, fæ mér bara vinnu í 1011 og dóla mér bara hér. Nei nú er ég bara að bulla. Frekar læt Helgu gera það, hún lætur alveg helvíti vel af stjórn. En þar sem ég er góður maður þá læt ég lítið reyna á það.

Hef samt voða lítið að segja núna. Nema að Sigurbjörn virðist vera að verða fyrsta flokks slúðurberi. Talaði við hann á lau og frétti að bæði baldur og bjarki hafi verið að nassla í einhverjum kellingum. Upplýsingaflæði í þessum hóp er til sóma hvaða saumklúbb sem er. Þykir mér það vel. Og þó að maður sé eitthvað að dóla sér hér á eyrinni þá fréttir maður sko ýmislegt. Get því miður ekki slúðrað um mig. Nema að ég er að hugsa um að kaupa karrimor úlpur á okkur Helgu svo við getum orðið eins þegar förum út með hundinn saman. Usss.

Og ekki má gleyma eyrnarskjólum. Við verðum ógeðsleg.

|

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Hef afskapalega lítið að segja núna. Nema að ég stóð við mitt í gær og þykir mér það vel. Þreif meira að segja skítinn á klósettinu öllu í gær, góður bónus þar. Svaf reyndar svo yfir mig í morgun, sem sökkaði. Þannig að síðasta sólhringinn er ég bæði búinn að rokka og sökka. Fer svo norður á eftir og mætti með tvær kellingar í mat til M&P sem er vel. Reyndar er önnur þeirra Silja og vill eflaust ekkert með mig hafa. Maður veit þó aldrei. Maður er náttlega príma kostur fyrir allar konur.

|

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Bömmer maður, missi af mínum þriðja tíma í heimspeki sem lífsmáti. Fer nefnilega með bílinn hennar mömmu á Borðeyri á morgun og svo til Akureyrar. Mikið verður það nú samt gaman. Húfan vekur mikla lukku og er hún í alla staði frábær. Var að kenna í dag og sama hvað ég kenni lítið þá verð ég alltaf jafn þreyttur. Þau eru þreytandi þessi börn, þarf samt eitthvað gera í þessu orkuleysi. Maður getur bara varla gert nokkurn skapaðan hlut lengur eftir hádegi. Best að setja sér markmið. Ég ætla þvo brækur og annan fatnað núna á eftir, ég ætla lesa nokkrar greinar um siðferði rannsókna, ég ætla að reykja fullt og drekka fullt af kaffi og svo að lokum ætla ég snemma að sofa því ég þarf að fara kenna í fyrramálið.

þetta mun vera nóg í bili, annað verður bónus.

|

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Keypti mér fatnað áðan fyrir fullt af peningum. Svo ljóta húfu að Helga reynir örugglega að lífga hana við þegar hún sér hana. Minnir á dauða rottu. Ekkert smá flott samt, því hún er svo ljót. Hlakka til að sýna mig með hana.

Annars var þetta frekar krappý dagur, krakkarnir alveg að missa sig, slást og eitthvað í leikfimi, í tímanum áður en ég mætti á svæðið. Gríðarlegt tensjón í gangi. Var að missa mig sjálfur, húðskammaði eina 3 drengi fyrir óhlýðni og almenn leiðindi. Má samt ekki vera svona vondur við börnin.

Svo er maður bara að fara skella sér á eyrina á næstu dögum, hitta Kellinguna. Vei vei vei, voða gaman, kominn í sama pakka og fyrir ári. Vona samt að þetta verði ekki að árlegum viðburði. En maður leggur nú samt ýmislegt á sig fyrir svona dýralækna.

|

Kelling mun það vera, og átti að benda ykkur hinum stúlkunum á að Kellingin fékk sér mig. Ég hafði víst ekkert um þetta mál að segja. Allavega þá er ég kominn í glas og er það vel. Vel hugsanlegt að ég gerist dagdrykkjumaður. Nei, ég meina kvölddrykkjumaður. Samt bara einn til tveir hverju sinni.

|

mánudagur, nóvember 03, 2003

magnaður andskoti. Þetta er örugglega það besta í heimi.

|

Merkilegt hvernig þessi heimur virkar stundum. Var að lesa þessa grein um það að vera í funki. Kannski ég skýri hvernig það ástand virkar. Þegar menn og konur hræðast ytri sem innri breytingar og taka ekki á þessum breytingum og láta þær hjá líða, þá fer þetta fólk í ástand sem D.H kallar Funk. Fólk í Funki heldur að allt sem er núna ágætt geti aðeins breyst til hins verra og það meira að segja sættir sig við illþolanlegt ástand vegna þess að það heldur að það geti aðeins versnað.

Vonandi nógu skýrt hjá mér.

Ég hef verið í oft í ástandi Funksins. Má segja að ákveðnum tímabilum í lífi mínu hafi ég verið mjög Funkaður maður og jafnvel líka sem barn og unglingur. Aftur á móti fyrir nokkrum dögum hvarf ég frá hinu óþolandi ástandi Funksins. Öll hræðsla við aðstæður sem ég taldi sjálfan mig ófæran um að takast á við hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar ég gerði mér fullkomna grein fyrir því að framtíð mín á eftir að vera með besta móti ef ég tek rétt á þeim aðstæðum sem ég rata í. Þessi tilfinning varð mér morgunljós núna rétt í þessu. Þökk sé grein þeirri er ég var í þessu að enda við að lesa og undurfögrum tónum Beck Hansen (Mutations hefur oft opnað huga minn fyrir þeim hugsunum sem leynast í mér). Stundum er maður alveg við það að ná þeim en missir af þeim, stundum nær maður þeim, náði þeim núna.

Ég held að stundir sem þessar, þær tilfinningar er ég finn núna og geri mér fullkomna grein fyrir, muni lifa í minningu hvers manns er þær finnur. Þessari tilfinningu ætla ég þó að halda fyrir mig sjálfan því hún er mín, en ég vona að fleiri eigi eftir að finna hana. Ekki þó mína, heldur sína.

|

Þegar menn telja að byssa sem barn er með í höndunum sé raunverulegt skotvopn frekar en leikfang er eitthvað að. Kanar eru nuts.

|

Held að það sé að myndast eitthvað mynstur á tíðni skráninga hjá mér á þessari vefsíðu. Helgarfrí frá innslátti er staðreynd sem ég hef reynt að breyta en gengur lítið. Þá er ekki annað en að gera þetta að reglu. Ég mun ekki tjá mig um helgar. Flott, þannig má leysa mýmörg vandamál sem venjulegur maður þarf að takast á við í daglegu amstri sínu. Gera galla að reglum. Í kvöld ætla ég að reykja í það minnsta 6 sígarettur, ef ekki meira. Glæsilegt. Einnig mun ég slátra þessari rauðvínsflösku sem við Björninn keyptum áðan. Einnig mun ég drekka eins og einn tvöfaldan gin í tónik. G&T klúbburinn okkar Bjössa var nefnilega stofnaður í þessu með hátíðlegri viðhöfn. Keyptum okkur eina 700 ml flösku af Bombay gini. Svo kl. 10 í kvöld munu við halda okkar fyrsta aðalfund með því að vígja flöskuna, vúbbí.

Haldið ekki að ballinn hafi ekki bara fengið sér kellingu. Verð að hryggja kvenþjóðina með þeim sorgarfréttum. Reyndar fínar fréttir fyrir mig. Enda er konan sem nældi í mig snillingur í alla staði. Veit samt ekki hvort ég megi kalla hana kellingu. Kemur væntanlega í ljós þegar hún hefur lesið þessi orð. Hún er æði og drekkur og reykir á við meðal balla. Blótar og læknar dýr að atvinnu. Horfir á Woody Allen og hlustar á alla þá tónlist er telst góð. Auk þess er hún sterkefnuð. kemur sér vel fyrir iðjuleysingja á borð við mig. Vil ég óska mér til hamingju með frábæran árangur og henni væntanlega líka. Ekki er ég síður góður kostur.

Svo er það vinnan, mikið fer launakerfið á Nesinu í taugarnar á mér. Fæ um 1100 kr. á tímann ef ég er að forfallast í einhverjum bekk. En ef ég er að passa einhver grey í skjóli eða í sérkennslu þá fæ ég aðeins um 700 kr. Mér er mismunað af sjálfum mér. Ég skil eiginlega ekki hvernig það mun vera hægt. ég er í raun mótsögn við sjálfan mig og þar af leiðandi ekki til.

Jú, ég er staðreynd og því hlýtur þetta að vera rökvilla. Og svo smá heimspeki í lokin. Hmmm. Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Reyndar komst ég að því mér til mikillar ónota að Baldvin Esra á að flytja fyrirlestur næstkomandi fimmtudag kl 17 um siðferði vísindarannsókna. Veit ég frekar lítið um það mál og verð því að kynna mér málið á næstu dögum. Samt nenni ég því ekki kvöld. Ætla að lesa grein sem heitir því skemmtilega nafni "State of Funk" eftir D.H. Lawrence. Sem er víst í allastaði mögnuð grein. Ég segi kannski örlítið frá þeirri reynslu minni eftir að henni er lokið.

|