föstudagur, október 31, 2003

Þegar maður er að vinna þá hefur maður stundum lítið annað að gera en að sörfa. Brimaði þetta upp. Voða satt stundum og fyndið líka

|

Jæja, hvað haldiði að ég hafi gert í gær. Rétt til getið. Ballinn fór nú bara á fyllerí á stúdentakjallaranum. Mikið var nú gaman. Enduðum á því að stela einhverjum keilum, það er ég og baldur. Nú marka þér inngang að íbúðinni. Voða gaman. Var að mæta í vinnuna, spratt upp eins og gormur kl 7. Stillti meira segja klukkuna á hálf 8, en vaknaði fyrir þann tíma, því ég er svo skipulagður og flottur. Held að það fyrsta sem ég sagði var "sjítt, hvað er klukkan".

Svo er það bara partí hjá bjarka í kvöld, vúhú. Dansi gleði dansi dans. Hey svo á nonni bróðir ammli í dag. 21 árs kvikyndið.

Eins og þið sjáið er voðalega lítið að gera eins og stendur. Sit hérna og segi dúdírú. Og jæja. Endilega hringið í mig ef ykkur leiðist. því mér leiðist mest.

Ætlaði að berja baldur áðan sökum þess að hann var um það bil leiðinlegasti maður í heimi í morgun. Var að skutla honum í skólann. Sagði mér að beygja þar sem ég ætlaði að beygja. Ég sagðist vita hvar ég ætti að beygja. Hann sagði að ég færi alltof hratt í beygjuna og yrði að passa mig í hálkunni. Benti ég honum kurteisislega að ég væri að keyra bílinn, ekki hann. Hann sagði að ég hefði betur átt að passa mig þegar ég lenti í tjóninu á miðvikudaginn. Hefði ég haft hamar við hönd hefði ég borað honum inní heilann á honum. Argh, ég varð brjálaður. Gott að stíma soldið á netinu. Er rólegur núna og hef það voða gott. Drekk kaffi, fínt kaffi sko.

|

fimmtudagur, október 30, 2003

Vinna, það er nú eitthvað minna. Að éta, það er það sem þau geta. Vinni vinni vinn. Hrifinn af þessari sögn. Auraleysið umtalaða er brátt á enda því nú verða víst mánaðamót og svo er maður líka í aukavinnu. Hringið ef ykkur leiðist, mér leiðist pottþétt. Síminn er 588-9077

|

Verð að hryggja samnemendur mína í Heimspeki sem Lífsmáti með þeim sorgarfréttum að ég mun ekki mæta í tíma á morgun, verð upptekinn við að eltast við Herra Mammon. Tek frekar við nokkrum krónum en upphafningu andans. Svona er maður ógeðslegur. Hvað um það, allir þurfa að borða og drekka bjór. Frekar drekk ég þó helvítis bjór og fæ mér rándýrar sígarettur með. Held að þetta tengist verkefninu mínu soldið. Hef tekið ítrekað eftir því að verðmætamat mitt er eitt það brenglaðasta sem fyrirfinnst á þessu guðsvolaða landi. Í stöðunni matur eða sígó kaupi ég sígó. Bjór eða Bækur, bjórinn takk. Bjór eða skuldir, bjór. Bjór eða fatnaður, bjór. bölvaður bjór. Hvað eru mörg bé í því. Mörg skal ég segja ykkur.

Fór á spakdrykkju áðan á keypti mér ekki bjór, bæði vegna þess að ég var á bíl og svo á ég ekki krónu með gati. Helvítis auraleysi. ætlar allt að drepa.

Talandi um bíl. Haldiði ekki að Ballinn hafi ekki klesst á annan bíl áðan. Var að keyra í þessum nýfallna snjó og rann til í hálku yfir á vitlausan vegarhelming og straukst við einhverja beyglu sem kom úr gagnstæðri átt. Helvítis bíll, átti ekki að vera þarna. Svona er að hafa þörf til að ralla í hálku. Hafið séð hann balla, nei hann er úti að ralla. Rímar og allt. UUSSS

|

miðvikudagur, október 29, 2003

Hvað haldið þið að hafi gerst nú í morgun. Ballinn svaf all hrottalega yfir sig og rumskaði ekki fyrr en kl 12. Átti að mæta í tíma og skutla Nonna sínum í skólann. En nei, maðurinn er náttlega vanhæfur til allra verka. Skutlaðist svo með nonna í allan dag og var að koma heim. Er svo að fara í skólann núna. Dagurinn sem ég sef yfir í þennan tíma er dagurinn sem ég klára þetta og enda mína ömurlegu tilvist. Við skulum vona að það gerist ekki.

Svo er það bara spakstund í kvöld. Eiríkur Sigurðsson ætlar að tjá sig um doktorsritgerð sína. Veit ekki neitt um það mál. Bara spennandi að sjá. Vonandi að einhver sjái að sér og splæsi á mig öli í massavís

Fékk vinnu áðan við að svara í síma á morgun og hinn. Árni og fyrirtækið sem hann vinnur hjá eru að fara í árshátíðarferð og vantar símadömu. Margt smátt góðan daginn, get ég aðstoðað. Nei hann er því miður erlendis, get ég tekið skilaboð. Þetta verður um það bil það eina sem verður sagt. Fullt að peningum maður, get farið samviskulaust á brjálað fyllerí.

Þetta þýðir náttlega að ég verð ekki að dreifa heimspekilegum áróðri í Hrútafirði eins og ráðgert var. Það býður betri tíma bara. Vona að mamma fyrirgefi mér græðgina. Hún skilur mig örugglega, enda afar skilningsrík manneskja og góð kona í alla staði.

Svo eru það bara inn- og útflutningspartí alla helgina. Mikið verður nú tjúttað þá. Dansa til að gleyma.

Hafði það af að lesa smá nietzsche í gærkveldi. Flottur maður. Kúkar yfir allt og alla. Þann stutta kafla sem ég las í gær var kúkt á Schopenhauer fyrir að telja allt komið vegna vilja, setningin "ég vil" var ekki Fredda að skapi. Descartes fékk líka að heyra það fyrir það eitt að hugsa og þess vegna vera til. N taldi byggt á misskilningi að hægt væri að alhæfa út frá þessum orðum. Spurði meðal annars hvar René fékk þessa hugmynd um hvað það væri að hugsa. Ég meina hvernig veit hann að þetta er hugsun, það hlýtur eitthvað að hafa komið þeirri hugmynd fyrir. Monistar og frumspekingar fengu sömuleiðis að heyra það. Bölvaðir kjánar allt saman, held að ég sé nú bara nokkuð sammála Nietzsche kallinum.

Þarf að tímast aðeins núna.

|

þriðjudagur, október 28, 2003

Var á spjalli á msn til að verða margt í gærkvöldi og svaf mínu værasta fram að hádegi. Voða gaman eða þannig. Dagurinn var búinn áður en hann hófst. Fór svo í eitthvað skutl með Bjarka, þoli ekki að vera á bíl. Hefði ég verið bíllaus hefði dagurinn farið í hangs hérna heima. En nei. Skutli skutli skutl útum allt. Losa mig við þennan óþarfa.

Átum á gólfinu, borðið var í notkun annars staðar. Það var voða næs. Svo þegar maður er búinn að belgja sig út og vill leggjast á meltuna þá leggst maður bara þar sem maður situr. Ekkert smá þægilegt. Halda þessu áfram. Fá mér einhverja púða og svoleiðis. Soldið austurlenskt held ég.

|

mánudagur, október 27, 2003

Fann breiðholtsbúgí með langa sela og skuggunum í dag. Þvílík djöfuls eindæmis snilld. Baldur tilraunamaður (hann mun verða kallaður það sem eftir er) er búinn að vera tilraunast hérna heima í allan dag. Kominn með nóg af þessum Garðsbúum að æða hérna inn til þess eins að raða einhverjum eldspýtum. Tilraunamaðurinn má taka þessar eldspýtur og troða þeim. Svo er víst eitthvað plott í gangi, gabba fólk til þess að gera einhverja vitleysu. Tek ekki þátt í svona rugli.

Mér hefur tekist að vera fullkomlega iðjulaus hérna heima síðan ég kom úr vinnunni. Hangið hérna fyrir framan tölvuna og gert bókstaflega ekki neitt. Nema að surfa ánetinu undir tónum Beach boys. Sem er náttlega snilld.

Ætla samt að lesa eitthvað uppbyggilegt fyrir svefninn. Kíki í smá Nietzsche á eftir. Það er hressandi. Vona ég. Gengur samt voða hægt með þessa bók. Reyndar búinn að vera talsvert bissí síðan ég byrjaði á henni, ritgerðir og próf og fyllerí og allskonar.

Sem er náttlega bara lásí afsökun fyrir óbærilegri leti minni. Djöfull sökka ég mikið stundum í aðgerðaleysinu. En það er bara eins og maður geti ekki gert annað en ekki neitt. Og svo er maður kannski stemmdur stundum í aðgerðir. En þá fer maður bara eitthvað að hangsa með strákunum, spila eða í bíó og eitthvað svoleiðis rugl. Andskotans, sem betur fer á ég tiltölulega fá vini. Ég þyrfti að hætta að vinna ef ég væri eitthvað vinsælli.

|

Skrifaði langan og skemmtilegan pistil á hitt bloggið. Endilega lesið það. Á í einhverjum vandræðum með að módivera mig. Nenni ekki að gera neitt, nema þá helst að leggja mig. er samt ekki með samviskubit yfir því. Vann alveg fyrir þreytunni minni. Á það skilið að vera aumingi það sem eftir lifir dags. Auk þess sem ég myndi eflaust sofna ef ég færi að lesa einhverju steypu um ekki neitt, sem heimspeki oft virðist vera í fyrstu.

Arg þarf að skila einhverjum bókum á bókasafnið. Geri það á morgun.

Svaf yfir mig í morgun, var vakinn af Baldri kl 8 því hann þurfti að nota herbergið mitt undir einhverja tilraun. Mætti því of seint í tíma og fékk enga morgunstund með gulli og morgunverð. Hrikalegt. Er alveg eftir mig eiginlega.

|

föstudagur, október 24, 2003

Gleði í mínum húsum. Var búinn að lofa mér að taka pásu yfir helgina, en það virðist ekki ætla að ganga því ég er kominn í heljarinnar dansi stuð strax á fimmtudegi. Órar fyrir því hvernig laugardagurinn verður. Sjít og fokk. Var á kill bill áðan. Þvílík djöfuls snilld um eiginlega ekki neitt. Nenni samt ekki að segja frá henni. endilega sjáið hana. Nema ekki við hliðina á gaurunum sem ég sat hjá. Töluðu allan tímann um hvað myndin væri léleg. sem væri kannski fyrirgefanlegt ef myndin væri léleg. En ekki yfir þessari mynd. Veit ekki hvort vakti upp meiri löngun til þess að standa upp á slátra einhverjum með risasverði. Þeir eða myndin. Lét þó ekki verða af því. Var heldur ekki með stórt sverð.

|

fimmtudagur, október 23, 2003

Þið vonandi afsakið bölsýni síðustu daga, birtan er í þann mund að færast yfir líf mitt aftur, hugsanlegt er að maður jafnvel skreppi út fyrir húsins dyr í dag. Fari í tíma og svona. Tók daginn með trompi og eldaði hafragraut og hellti upp á kaffi. Bauð Baldri í staðgóðan morgunverð, smellti Harvest á fóninn. Voða rómó og kósý hjá okkur Baldri. Svona eiga morgnar að vera. Nú skín hin undurfagra sól inn gluggann minn um leið og ég hlusta á velskapaða tóna Beach boys. Mikið er nú gaman að vera til. Ef allir dagar væru svona væri maður í himnaríki.

Skrepp á Borðeyrina á morgun að sækja bróður minn. Kem samt aftur á laugardaginn. Hann fer vonandi að stunda nám bara strax eftir helgi. Hann er meira að segja búinn að skila öllum verkefnum sem hann á að skila og allt. Ekkert væl og aumingjaskapur á þeim bænum. Bara drifið sig í hlutina. Kannski maður ætti að taka hann sér til fyrirmyndar.

Og svo er það bara pása frá rokkinu um komandi helgi. Taka þessu með ró. Ekki vera fullur í einhverju ræsinu. Bæði óheilsusamlegt og dýrt. Taka ábyrgð. Kannski maður læri og svoleiðis um helgina. Sýna öllum hvað ég get.

Ætla að lesa ögn í heimspeki sem lífsmáti fram að tíma. Vera soldið aktívur og svoleiðis. Varðandi tilraun og svona þá hef ég komist að því að tónlistin sem þú hlustar á morgnanna hefur mikil áhrif á hvernig skap þú ferð með í daginn. Voðalega melló og kósý að hlusta Neil svona í morgunsárið. Þetta verður frábær dagur. Ekki skemma Stranddrengirnir fyrir.

|

Var eitthvað að fletta í gegnum veraldarvefinn og dett inn á einhverja blogg síðu. Fór að lesa og fannst það ekkert smá leiðinlegt. Svo las ég einhver komment um innslögin hans og öllum fannst hann svo fyndinn og skemmtilegur og æði og allt. Fór að spökulera svo í því að þyrfti maður ekki að þekkja fólk svo að bloggið manns yrði skemmtilegt. Þori að veðja að flestir þeir er detta inn á bloggið mitt koma aldrei aftur nálægt því aftur því það sökkar, því þeir þekkja mig ekki. Var alvarlega að spá í að hætta þessu rugli, ég meina maður er kannski að tjatta í einhverri dömu og segir henni sísvona að maður sé með blogg. Kemst svo mjög sviplega að því að hún hafi nú einhvern tímann lesið það fyrir slysni og var ekki skemmt við lesturinn. Fannst ég frekar ömurlegur og að hún þurfi aðeins að skreppá lettið núna. Rugl er þetta. Mér yrði allavega ekki skemmt.

Sem betur fer lesa þetta tiltölulega fáir einstaklingar sem flestir vita hversu leiðinlegur ég er. Þekkja mig semsagt í raun. Nóg af böli ég ætla að lesa mig í svefn.

|

miðvikudagur, október 22, 2003

Heil og sæl.
Maðurinn er kominn í tölu lifenda aftur. Samt enn soldið slappur, hef eytt deginum í það að hósta upp kverkaskít í massavís. Vona að maður verði góður á morgun. Kannski maður fari jafnvel úr húsi á morgun. Þarf reyndar að þvo, það er ekkert hreint hérna. Kláraði ritgerðina í gær. Man ekkert hvernig hún er því ég var með óráði þegar í kláraði hana. Algert rusl örugglega. Svitnaði hitann út í nótt. Vissi ekki að ég væri með vatnsrúm. Þvílíkur vibbi. Jæja ætla halda áfram að gera ekki neitt.

|

mánudagur, október 20, 2003

Haldiði að mér hafi ekki tekist að verða veikur í svona hundraðasta skiptið í haust! Held að það sé fylleríið sem er að drepa mig. Á maður að taka sér pásu? Held það, hvíla eina helgi og mæta svo galvaskur þá næstu í tjúttið. Er alveg að deyja og er að reyna að klára þessa satans ritgerð um leið. Skrifa reyndar á ljóshraða ef ég nenni því eða get, erfitt að skrifa þegar maður skelfur af hita. Þá verður maður að taka pásu og deyja soldið.

Get ekki einu sinni reykt mér líður svo illa. Þetta hreinsar mann. Gerir mann sterkari og svoleiðis.

Hlakka til að skila þessari ritgerð, geri það samt ekki fyrr en á morgun, vona að ég verði hættur að vera veikur þá. Þá ætla ég ekki að hugsa neitt og líða í gegnum dagana í algjöru ábyrgðarleysi og alsælu. Það verður svo gaman.

|

fimmtudagur, október 16, 2003

Alveg vit í því sem leynilegi aðdáendinn minn sagði. ég eitthvað að tjá mig um eitthvað sem ég veit ekkert um, rétt eins og þráinn á fréttablaðinu. Og kem svo með einhverjar massívar yfirlýsingar um fólk eins og þráinn á fréttablaðinu. Svo er ég bara að drulla yfir mig sjálfan og ætti í raun og veru ekkert að vera að tjá mig á opinberum vettvangi

Sem betur fer lesa ekki 90.000 íslendingar bloggið mitt. þá væri ég jafn mikið fífl og þráinn.

|

hei var að fatta að það datt ekki út áðan bloggið. mikil snilld. Síðustu tvö blogg eru því óþörf. Gleði gleði gleði, gleði líf mitt er.

|

Fékk comment frá leynilegum aðdáenda. Er samt með einhver skot út af túlkun minni á fordómum. Kannski að ég var ég ekki nógu skýr. Ef maður er að tjá sig um eitthvað sem maður þekkir af eigin raun þá er maður ekki með fordóma. Skýrara vona ég. Var að detta í hug ritgerðarefni fyrir ritgerðina sem ég á að skila á mánudaginn. Forræðishyggja og eiturlyf. Eiturlyf eru bönnuð af því að þau eru hættuleg og því að þau eru vanabindandi. Tóbak og áfengi eru hættuleg efni og einnig geta þau verið vanabindandi. Afhverju ekki að banna það.

|

Var að skrifa inn á bloggið áðan. alveg á fullu. búinn að skrifa fullt um ekki neitt eins og vanalega og svo datt það út. Ég restartaði nefnilega tölvunni minni óvart. Stundum er maður svo mikið fífl.

|

fékk komment frá einhverjum. veit ekki hverjum. Held að það sé verið að skjóta á mig. Það er eitthvað út af fordóma hjali mínu. En mér er skít sama hvað fólki finnst um mínar skilgreiningar á fordómum.

Fór í próf í dag og rokkaði. Sem þýðir í raun að ég sökkaði. En það kemur annar dagur eftir þennan og hann verður eflaust betri. Morgun verður til dæmis bjór og hvítvín alveg frítt í boði soffíu. Frábært alveg hreint. Svo um helgina verður ritgerð. Skila á mánudag. Er að hugsa um að skrifa um Forræðishyggju og eiturlyf. Það verður gaman. Er með hugmynd. Ef eiturlyf eru bönnuð að því að þau eru hættuleg og þau gera mann háðan þeim. Afhverju ekki að banna tóbak. Sami pakki þar í gangi. Og jafnvel áfengi. Það hefur leitt marga á glapstigu. Ætla að skoða þetta mál vandlega og skrifa svo góða ritgerð á laugardag og sunnudag. Skila á mánudag.

|

miðvikudagur, október 15, 2003

Nú er maður við það að missa það. er bara eitthvað að dóla mér á netinu og nenni ekki að læra. sem er frekar lélegt sökum þess að ég er að fara í próf á morgun. Maður er svo að klúðra þessu. Verð samt að berjast gegn þessari leti og fara að bösta þetta. Mikið er það nú samt erfitt. Aðalega því ég sökka. Var líka næstum búinn að missa það í vinnunni í dag. Samansafn af vitlausum smástelpum var að gera mig vitlausan. Ekkert smá pirrandi. Arg

|

mánudagur, október 13, 2003

Maður er svo mikið fífl. Datt í eitthvað sjónvarpsgláp í gærkvöldi. Eitthvað sem ég var búinn að lofa sjálfum mér ekki að gera. Glápti svo langt fram eftir. Ætlaði aldrei að drattast á fætur í morgun. Ekki fyrr en hringt var í mig og ég beðinn um að koma og kenna. Fór náttlega og kenndi og var að koma heim. Ekkert smá sybbinn. Verð samt að fara að læra. Vísindaheimspekipróf á fimmtudag. Svo verð ég líka eitthvað að kenna í vikunni. Það á allt eftir að fara til helvítis.

Bakþankar á fréttablaðinu er eitthvað það ömurlegasta sem nokkur maður les. Þráinn var í dag að býsnast yfir kynþáttafordómum í útvarpi í garð þjóðverja fyrir leikinn. Honum fannst það svo fordómafullt þegar einhver útvarpsviðmælandinn var að segja frá einhverjum þjóðverjanum sem var að reyna bera fram nafnið viðmælandans. Hvernig getur það verið fordómafullt þegar er verið að lýsa einstaklingi sem maður hefur haft kynni af. Fordómar eru í eðli sínu dómar án þekkingar á því sem dæma á. Sumt fólk ætti ekki að fá að tjá sig á opinberum vettvangi, aðra ætti hreinlega að taka af lífi fyrir heimsku.

|

sunnudagur, október 12, 2003

Góður dagur í dag. Skreið ekki framúr fyrr en 3. Dólaði mér eitthvað svo til hálf 7 og fór þá í fótbolta. Gott að svitna soldið. Það er viðbjóðsleg lykt af mér núna. Aðalega vegna þess að ég hef ekki þrifið mig síðan á föstudag og er nú ýmislegt búið að ganga á síðan þá. Rokk og sviti og íþróttir og sviti. Bjór og öðrum viðbjóði hefur einnig verið hellt ítrekað yfir mig. Kannski maður baði sig núna. Sibba finnst að ég eigi að gera það. Er að hugsa um að láta undan því ég get varla sjálfur umgengist sjálfan mig.

Fékk comment frá Róberti um Verkefnið í dag. Sagði að þetta væri nú þokkalegt hjá mér og bíður víst spenntur eftir framhaldinu. Sagði reyndar að ég mætti tengja lesefnið frekar inn í þá einræðu er hér ætti sér stað. Verst hvað ég er latur að lesa. Ætlaði til dæmis að lesa í kvöld en lítur út fyrir að ég fari að horfa á vídeó með sibbanum og baldri sambó.

Var að skoða bloggið hans bjarna más, eða flokkurinn eins og hann kallar sig. Hann er nokkuð fyndinn.

Partíið í gær var nú ekki mikið partí, sátum hér 4 og 2 að drykkju. Var samt rokk þegar við fórum í bæinn. Það var sko dansað á 22. Veit ekkert betra en að dansa rokk í einhverju algleymi og hugsa um akkúrat ekki neitt. Hreinsar hugann. Svo fór maður að skoða stúlkurnar. Fór nú samt bara með honum baldri heim. Við kúrðum ekki einu sinni

|

laugardagur, október 11, 2003

Umsagnir gesta í ammlisveislunni í gær. "Þetta er besta partí í heiminum". "balli, láttu ljósakrónuna í friði". "balli, það blæðir úr mér". "þú slóst mig í augað". Partí aftur í kvöld.

|

föstudagur, október 10, 2003

Ammlisveisla í dag. Vonandi mætir einhver. Er reyndar að fara hendast út og versla og svoleiðis. Brjálað að gera. Búinn að vera svo bissí undanfarið. Hef ekkert mátt vera að því að skrifa og svoleiðis. En ég má ekki hangsa lengur því ég er að missa mig.

|

miðvikudagur, október 08, 2003

Ég held að heimsóknum á síðuna mína hafi fjölgað um 500% eftir að ég sendi heimspekinemum fréttaskeyti Soffíu. Hlekkur á síðuna mína var nefnilega þar. Mikið er það nú gaman. Geta heimspekinemar á von á meiri fjölpóst á næstu dögum og vikum með hlekk yfir á mína síðu áfastan. Kannski ég sendi mogganum líka póst. Kannski ég gerist bara frægur og kalli mig Balla Smokk eða eitthvað og skrifi svo bók um bloggreynslu mína. Það hefur örugglega aldrei gerst áður. eða hvað?

Ég á ammli á morgun og þarf að fara kenna kl 8 í Mýró og hendast svo strax eftir vinnu niður í skóla í tíma og vera þar til 19. Þetta verður ömurlegasti ammlisdagur lífs míns.Ætli ég reyni ekki að detta í það um kvöldið, ef ég hef orku til. Ætla reyndar að bæta það upp með því að sofa út á fös og fara svo í allsherjar veislu undirbúning. Ammlisveislan mín verður heimsins besta veisla. Mikið verður nú drukkið og étið. Grípa daginn það er miðnafnið mitt. Baldvin "greip daginn" Einarsson. Esra þýðir það örugglega.

En nú verð ég víst að fara í tíma til hans Ella sprella og svo verður spakstund í kvöld. Vona að ég sjái sem flesta niður á Nelly´s kl 21:00 á staðartíma.

|

þriðjudagur, október 07, 2003

Tölvan mín hrundi í dag. Ég er að verða þokkalega pirraður á þessum viðbjóði. ég hata þetta drasl. Svaf yfir mig í dag. Gríðarlega mikil uppsöfnuð þreyta því ég hafði mig ekki framúr fyrr en um hádegi. Rugl er þetta eiginlega. Allavega er maður útsofinn og vel hvíldur. Ætla að læra í dag. Tölvan getur ekki freistað mín lengur svo að hugsanlegt er að þetta muni ganga upp. Ammlið mitt er á fimmtudaginn en veislan er á föstudag. Endilega lesið leiðbeiningar á bloggi okkar vinanna. Fólk fær svo auðvitað nánari boð þegar líður á vikuna.

Jæja ég nenni þessu ekki lengur. Ekkert heimspekilegt í gangi og svona núna. Er samt að fara lesa í Hadot. Hafði það nefnilega af að kaupa bókina í gær. Hetjan ég. Tók samt á. Hún var nú samt ódýrari en ein barferðin mín um helgina. Usss. Verðmætamat mitt er ekki sem skyldi. verð að fara huga að þessu. Hætta að kaupa brennsa og eyða þessu í eitthvað uppbyggilegt.

|

mánudagur, október 06, 2003

Ég lék heldur ekki með Dallas. Afhverju er ekki skrifað um það á þessum miðli.

|

vaknaði í morgun kl 7 ótrúlegt en satt, hefði ekki trúað þessu upp á mig. Fór í tíma og var að koma heim í faðm litlu fjölskyldunnar minnar. Ætla að fara læra núna. Sýna smá ábyrgð og veita mér andlegt aðhald. Er kominn með major móral yfir því að vera alltaf fullur og læra ekki neitt. Verð að læra þá get ég líka haldið áfram að vera fullur.

|

sunnudagur, október 05, 2003

Ég vaknaði upp í hjá baldri í morgun. Ég veit ekki hvað ég var að gera þar. Furðulegt.

|

laugardagur, október 04, 2003

Sat hérna og var á netinu í gær (skrifaði meira að segja inn á bloggið) og þá hringdi silja í mig fyrir slysni. Endaði á að fara með henni í bæinn og tjúttaði í alla nótt. Var að koma heim. Nonni sleppur út af spítalanum í dag. Ætla að skjótast til hans núna. Best að skola sig aðeins fyrst. Er allur að hressast. Hressandi þetta íbúfen. Fyrrv. hans bjarka var að reyna við mig í gær. Maður sefur ekki hjá fyrrv. vina sinna. Bjarki er að rúnka sér í sturtunni minni núna. Hefði kannski átt að láta til leiðast. Helvítis rúnkapi.

|

föstudagur, október 03, 2003

Þakka heillaóskir. Er allur að hressast, þökk sé þeim bræðrum íbúfen og parkódín. Ætli ég verði ekki gangfær í gott tjútt á morgun. Maður má nú ekki missa úr helgi. Markmið vikunnar hefur nú eitthvað farið forgörðum því ég er búinn á vera veiki maðurinn. Vakna nú samt alltaf tiltölulega snemma. Bara gaman af því. Keypti mér high voltage með ac í dag. Það verður sko tjúnað í fyrramálið. Lagið TNT er snilld. Lýsir mér ágætlega. Enda er ég dýnamít. Ekki fokka í mér.

|

fimmtudagur, október 02, 2003

Ennþá veikur. Vaknaði samt kl. 7. held þetta sé að komast í einhvern vana. Vona það allavega. Þá verður þetta minna mál. Hef ekki farið út fyrir húsins dyr í dag. Stefni ekki á það fyrr en á morgun. Vona að ég verði eitthvað skárri á morgun.

Nonni allur að braggast. Fer út af spítalanum á laugardag. Spurði mig hvort ég myndi ekki koma á morgun og fara með hann eitthvað út úr þessu guðvolaða húsi. Vona ég komist. Hann hefur ekkert nema gott af því.

Ef ekki væri fyrir parkódín og íbúfen væri líf mitt ömurlegt þessa stundina. Húrra fyrir því, ætli ég fái mér ekki meira.

|

miðvikudagur, október 01, 2003

Strákurinn bara veikur í dag. Með streptokokka sýkingu. Frekar óþægilegt. Fór til læknis í dag. Þurfti að bíða 1 og hálfan tíma. Djöfull var það ömurlegt. Fékk svo pensílín og íbúfen. Ætla að bryðja þetta fram á fös og athuga hvort ég verði ekki orðinn góður. Þarf nefnilega nauðsynlega að fara á fyllerí. Ætli ég fari nú samt ekki bara að leggja mig núna. Er alveg helvíti slappur. Er reyndar búinn að vera mestmegnis sofandi í dag. Nema svona rétt á meðan ég skrapp til læknis. Sem er gott. Því ég hefði ekki meikað allan daginn með meðvitund.

|