föstudagur, júní 27, 2003

mikið var nú erfitt að standa í öllu þessu bulli í kringum 17 júní. Var orðinn svo þreyttur í veislunni um kvöldið að rétt hafði það af að klára einn g&t áður en ég beilaði og stakk af heim. Maður er eymingi. Annars er bara mikið að gera þessa dagana og vinna um helgina og svoleiðis. Mikið er nú leiðinlegt að vera í vinnu. Get varla beðið eftir því að skólinn byrji aftur. Hugtakið eilífðarstúdent á vel við mig. Kannski ég hringi í símaskránna og setji mig svoleiðis þar að eilífu. En nú verð ég að fara að sofa.

|

sunnudagur, júní 15, 2003

Billi kom í snilldar nautasteik. Var í barnaammæli í allan dag og át svo mikið að gumsi allskyns að ég gubbaði næstum. Annars er von á gríðarstemmningu á næstu dögum því bæði er Nonni bróðir að útskrifast á þri. og svo er ammælispartí hjá silju á morgun. En í kvöld verður bara slakað á og farið snemma að sofa því vinna er kl 6 á morgun. En ég fæ vonandi að fara snemma heim. Því það er kominn tími til að tjútta. á morgun samt

|

laugardagur, júní 07, 2003

Konan mín segir að ég sé egóisti. Ég er ekki sammála. Og þar sem ég hef sjaldan eða aldrei rangt fyrir mér hlýtur hún að hafa rangt fyrir sér. Júlíus litli bara veikur. Balli heima að passa strákinn. Fer að vinna kl 12. Eva hættir að vinna þá. Vaktaskipti skiluru. Kannski ég deyji ekki bara neitt. Þarf reyndar að taka til soldið. Það er svo mikið drasl útum allt.

|

föstudagur, júní 06, 2003

vei ég á 2 aðdáendur. Erítríumaðurinn er á mínu bandi líka. Héðan af eyrinni er allt gott að frétta. Nonni bróðir að rúlla upp prófunum í MA og ég fékk 8.5 fyrir ritgerð dauðans í heimspeki listarinnar. Maður er náttlega bara talent. Mér fannst þessi ritgerð samt rusl. Maður setur markið hátt. Aim high, because on the long run that is the only thing you are going to hit. Þetta sagði einhver einhverstaðar. Menn eru alveg að tapa sér í rúmfó. Mætti 6 í morgun og er kominn á ystu þröm þreytu og vöðvabólgu. Ég held að ég sé kominn með kryppu. Svo er maður að vinna á morgun og ég held að ég deyji drottni mínum um kaffileytið á morgun. Blóm og kransar afþakkaðir. En þetta er samt gaman. 'Eg var búinn að gleyma hvað það er mikið stuð og glens á lagernum. Eilíf hamingja. Ég keypti mér kjöt í gær af Bróa í rúmfó. Billi þekkir bróa. Kjötkaup mín væru ekki frásögu færandi nema vegna þeirrar staðreyndar að versluð voru ein 16 kíló af nautakjöti. Allskyns góðgæti í þeim pakka. Þar með talið lund. Það verður grillað í sumar. Fyrirhyggjan og ábyrgðarsemin eru að drepa hann Baldvin í norði. Jæja ég læt þetta duga því ég ætla í bað og mun án efa sofna lítið eitt þar sökum ofurþreytu.

|

mánudagur, júní 02, 2003

Vei ég á mér aðdáendahóp eða einstakling eða eitthvað. Það er allavega hann billi góðvinur minn. Spurning um að kaupa banner eða auglýsa sig á tilverunni. Læt mér samt hann billa duga. Og svo er það náttlega ég sem græði á því að skrifa svona því maður hreinsar svo hugann á þessu bulli. Það er eins og það sé bull skál í hausnum á manni og hún er alltaf að fyllast og svo þegar maður er ekki að segja neitt að viti þá drýpur aðeins út fyrir. Ef maður bullar nógu mikið þá hellist það mikið úr skálum manns að það er lítil hætta á því að það gerist þegar maður á síst von og þarf sem minnst á því að halda. Eins og til dæmis þegar maður er að kaupa bíl eða hitta forsetann. Annars er ég að rokka á þessum rúmfatalager og var ég í dag færður inn á lager því Jónsi kallinn missti öxl eða eitthvað. Nú er ég kominn í innsta lager lagersins. Það er rosalega mikið innviði. Þar er ég kóngur í ríki mínu og segi fólki að henda rusli og bíða rólegt því ég er svo upptekinn. Hehe það er unaðslegt að hafa völd. Ég stefni hærra og verð vonandi ráðherra eða eitthvað svoleiðis.

Eva er að reyna að kenna Júlíusi að kalla mig pabba sinn. Veit ekki alveg hvernig hann eða ég fílum það í augnablikinu. Hann er samt alveg að fíla mig sem húsbóndanna á heimilinu og ég er einnig í góðum gír sem föðurímynd hans. Ég er alveg rosalega góð fyrirmynd held ég. Reyki hvorki né drekk og aldrei snert við neinu ólöglegu og allt alltaf í fínu standi hjá mér og svoleiðis. Nú verð ég að fara hætta þessu því ekki er hægt fara of seint að sofa.

|

Ég held að ég blási nú þetta bara af á næstunni ekkert gaman að þessu. Sjáum nú samt til hvort það gerist ekki eitthvað á næstu dögum. 'Eg á allavega heima núna á Akureyri með heitkonu minni og stjúpsyni. Vinn í rúmfatalagernum og geri mest lítið annað en að vinna og sofa og hugsa famíliuna. Ef einhver les þetta enn þá má hinn sami segja mér það. 'Eg skrifa í nokkra daga og bíð eftir fídbakki og ef ekkert gerist þá er ég hættur

|