fimmtudagur, febrúar 27, 2003

Sælir bræður. Ég sit hér á norðurlandi og er að þýða kafla úr lífeðlisfræðibókinni hennar Evu, fyrir Evu og þykir mér það ekkert voða skemmtilegt. Fann samt Use our Illusion 2 og skellti honum í græjurnar og er í hálfgerðum nostalgíu fíling hérna með Axl og co í botni. 'Eg verð einn heima þar til ég sæki Júlíus á leikskólann og verð með hann einn þar til seint í kvöld. Mikið er maður nú ábyrgur fjölskyldufaðir, ég er alveg að fíla mig. Skemmtilegast er þó að sækja drenginn á leikskólann, þá er pabbafílingurinn í botni. Það er von á mér í Reykjavíkina á sunnudag, þannig ef einhver saknar mín þá er ekki langt í mig. 'Eg efast samt um að einhver sakni mín. En það er allt í lagi því ég sakna einskis úr borginni. Jæja það er best að halda þýðingum áfram því ég á von á verðlaunum ef ég verð búinn með þetta í kvöld. Hlakkar til kvöldsins;o) Hitti samt Svenna í gær og var hann voða kátur og ætla um við að gera eitthvað með fjölskyldum okkar um helgina. bið að heilsa

|

föstudagur, febrúar 21, 2003

Í dag ríkir mikil gleði því ég fer norður á eftir með jóa tannsa. Er spenningurinn og greddan kominn í hámark. Annars verð ég að drífa mig heim og heyra bara í ykkur í næstu viku.

|

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Enn er netið niðri í heimahúsum mínum og þykir mér það miður. Reyndar svo miður að ég geri ekkert í því. Svipuð einkenni og hjá þunglyndum. Svo það er ekkert gaman af því að koma út í skóla og kíkja á heldur tíðindalítinn tölvupóst og skrifa svo inn á tvö stykki blogg. Á þó von á einkunn fyrir bíó kúrsinn, þannig að það er von á mér aftur fljótlega. Var að fá vinnu við að kenna og passa grunnskóla börn í forföllum. Þannig að maður er aftur orðinn virðulegur kennari. Eva verður væntalega ánægð með það, að fá að sofa hjá kennara. Það er ekki hver sem er sem fær að sofa hjá, hvað þá kennara.

|

föstudagur, febrúar 07, 2003

Jamm þetta er nú hálf dapurt eitthvað hjá mér, en ég bara varla nenni að standa í þessu. Þó er ég að hugsa um að endurvekja fyrri styrk minn í blogginu og hefja dagleg skrif. Hugsa að það eigi eftir að ganga illa vegna þess að tölvan mín er í tjóni og ég kemst ekki á THE INTERNET eins og homer sagði forðum daga. Horfði samt á dans og söngvamyndina On The Town í gær með Bjarka og kemur hún manni úr hvaða þunglyndisdjöfli sem er með hressilegum dans og söngva atriðum. Frank sinatra og Gene Kelly standa sig með prýði og naut ég þess að vera pínu gay í gær. Svo er ég líka búinn að fá út úr öllum áföngum og ég rokka í heimspeki með rúmlega 8 í meðal einkunn á síðustu önn. Jamms bið að heilsa og njótið helgarinnar til hins ýtrasta.

|