fimmtudagur, desember 19, 2002

ég fer nú að verða sár. Það hafa bara tveir skrifað í gestabókina mína, vill einhver fara að skrifa í hana. Annars geri ég það sjálfur. Hún er hérna til hliðar, þrýstið bara á "express yourself" og segið mér hvað þið eruð að hugsa.

|

miðvikudagur, desember 18, 2002

Jamm, nú hefur Robbi fengið ritgerðina í sínar hendur og er það sérlega skemmtileg tilhugsun að þurfa ekki að spá í þessu rusli lengur. Þó er meira af rugli sem bíður því prófið mitt eina er handan við hornið og mun þreytt á föstudag. Mikið verður nú gaman þá, eins og sagði í laginu forðum. Annars er hálfgerð firring í gangi hérna og almennt eirðarleysi ræður ríkjum. En þetta er að verða búið og þá veður þetta eflaust skemmtilegt í minningunni. Þeim er líka hægt að breyta ögn mér til ánægju svo að ég hef litlar áhyggjur á því að þessi próftíð hafi einhvern tilfinningalegan skaða í för með sér. ég vona þeir sem taka síðustu ummælum mínum nærri sér fatti hreinlega ekki hvað ég er að tala um. Það er best svoleiðis. Jihad Jihad eins og maðurinn sagði (sibbísk setning að öllum líkindum, þó svo að hún hafi verið birt undir dulnefni).

|

þriðjudagur, desember 17, 2002

Fróðlegt, held líka að þetta sé satt. Það er ykkur að kenna að vera svona heimsk, og ef ég er eitthvað dónalegur er það út af því

|

Var að sörfa aðeins, og í narcecisma mínum við að skoða síður með nafninu mínu á rakst ég á þessa.

|

There is no odor so bad as that which arises from goodness tainted. It is human, it is divine, carrion. If I knew for a certainty that a man was coming to my house with the conscious design of doing me good, I should run for my life, as from that dry and parching wind of the African deserts called the simoom, which fills the mouth and nose and ears and eyes with dust till you are suffocated, for fear that I should get some of his good done to me,–of its virus mingled with my blood. No,–this case I would rather suffer evil the natural way. A man is not a good man to me because he will feed me if I should be starving, or warm me if I should be freezing, or pull me out of a ditch if I should ever fall into one. I can find you a Newfoundland dog that will do as much.

|

Á meðan ég hef verið að vinna í þessari ritgerð verður mér alltaf ljósara hvað Thoreau er verulega fyndinn maður. Læt eina tilvitnun fylgja hér á eftir sem ég hreinlega elska. Taka þarf varla fram að þetta er úr Walden.

|

Jæja þá er maður mættur aftur. Ég vona að enginn hafi verið farinn að örvænta um líf mitt. Skrapp til Akureyrar í nokkra daga og hafði ekki aðgang að neti. Nú er maður kominn aftur og er að reyna að klára þessa ritgerð handa honum Róberti. Ég vona að hann sé ekki illur þó að ég skili aðeins of seint. Mikill vinna framundan hjá mér því ég fer í fornaldarprófið á fös auk þess að ég þarf að klára þessa ritgerð. Svo verða jólin alveg að koma og mikið að gera í kringum þau. Eyða mínum síðustu aurum í þessa vitleysu. En það er bara gaman. Með einbeitingu og trausti á eigin getu verður þetta mögulegt.

|

þriðjudagur, desember 10, 2002

Tónleikarnir voru alveg frábærir, Cave er svalasti maður í öllum heiminum, hann holdgerving kúlsins. Þið getið skoðað myndir af meistaranum hér. Það sem bar af á þessum tónleikum, þó öll lögin hafi verið frábær og flutt frábærlega, var útgáfa hans á Henry Lee. Fór Fiðluleikari Nick's (eins og ég kalla hann núna) á kostum og hreinilega nauðgaði fiðlunni sinni með feedbacki og tilheyrandi rokki. Þessir menn eru bara snillingar, og þá á ég við á þann hátt og Emerson myndi túlka þá. En allavega mæli ég með því að allir sjái Nick á sviði því það er upplifun sem maður fær margfalt til baka. Og svo er ritgerð um Don (eins og ég kalla hann núna) hér um bil að ljúka. Örlitlar fíneseringar eftir og ég held að þær megi bíða til morguns. Því haus- og bakverkur er farinn að gera sig líklegan til dráps á mér, eða eitthvað. Kveð í bili og ég átti að skila kveðju frá Nick líka eða eitthvað.

|

mánudagur, desember 09, 2002

Veiveivei, ég er að fara á nick cave núna. Skrifa pistil um þá reynslu mína í kvöld ef ég nenni.

|

sunnudagur, desember 08, 2002

snilldar lína úr snilldar mynd

|

Rob:
Did I start listening to pop music because I was miserable? Or am I miserable because I listen to pop music?

|

Æðislegur trailer hér. Heimspekilegur slagsmála munkur.

|

Þessi er mögnuð alveg hreint. Hreinsasta form á fyrirlitningar á konum.

|

Secretary:
How do you write women so well?
M*****:
First I think of a man. Then I take away reason and accountability

|

Hérna er umbeðin tilvitnun, nokkuð skemmtileg verð ég að segja. Það er gott að vera miskilinn á réttan hátt, reyndar gætiru verið talinn geðveikur, en það aðskilur okkur allavega frá öllum hinu "rétthugsandi" fólkinu, eða öpunum eins og Thoreau kallar þetta pakk.

|

„A foolish consistency is the hobgoblin of little minds, adored by little statesmen and philosophers and divines. With consistency a great soul has simbly nothing to do. He may as well concern himself with his shadow on the wall. Speak what you think now in hard words, and to-morrow speak what to-morrow thinks in hard words again, though it contradict every thing you said to-day. – ‘Ah, so you shall be sure to be misunderstood.’- Is it so bad, then, to be misunderstood?“

|

Við fögnum fyrstu skráningu í gestabók mína sem ekki er billsk. Maður sá er greinilega vel lesinn í fræðum bandarískra heimspekinga því eftirfarandi tilvitnun er einmitt einnig úr self-reliance. Annars þjáist ég að ritstíflu, eða þá skorti á greind. Veit ekki hvort það er, sem þýðir að öllum líkindum að það sé greindarskortur. Þannig að það er allt í kúk hjá mér. Ef það vill svo til að einhver lesanda minna lumi á einu stykki af ritgerð um Donald Davidson gæti sá sami nokkuð lánað mér hana??? En núna verð ég að halda áfram að gera ekki neitt. baráttukveðjur til bræðra vora í heilögu stríði gegn auðvaldinu.

|

föstudagur, desember 06, 2002

Rétt svona til þess að vega upp á móti spekinni, kemur gullmoli úr kvikmyndaheiminum. Líklegast fatta allir úr hvaða mynd þetta er. Hey kannski get ég búið til svona leik. Ég kem með tilvitnanir og sá sem getur rétt fyrstur fær verðlaun. Ég býð þeim sama í mat. Þessi tilvitnun telst þó ekki með. Verð að gera þetta að alvöru áskorun. Það er sko ekki hver sem er sem fær að koma í mat til mín.

|

Shooter:
I eat pieces of shit like you for breakfast!
Happy:
You eat pieces of shit for breakfast??

|

Mætti skoða þessa tilvitnun í ljósi þess að ég hef ekki farið út úr húsi síðan á sunnudag, fyrir utan eina sígarettuferð í gærmorgun. Ég tjáði mig satt að segja mjög lítið þar og ég get lofað ykkur því að ég tók enga skoðun upp á meðan ferð minni stóð. Engu hefur verið þröngvað upp á mig í langan tíma. Kannski maður ætti að flýja skarkalann enn frekar og láta hvorki sjá sig eða í sér heyra í svona eina viku. Hugleiða stöðuna og koma sér upp einhverri lífsspeki út frá sinni eigin hugsun. Ríghalda svo í hana sama hvað á henni dynur og segja öllum sem eru eitthvað að reyna breyta minni staðfestu að troða því. Ég efast um að ég nenni að standa í því. Svo fengi maður örugglega ekkert að vera í friði.

|

„It is easy in the world to live after the world’s opinion; it is easy in solitude to live after our own; but a great man is he who in the midst of the crowd keeps with perfect sweetness the independence of solitude.“

|

Maður er loks að fara í háttinn núna eftir andvöku nótt. Ætlaði í háttinn um tvö leytið og lá til að verða fjögur og glápti á myrkrið eða þar til ég nennti því ekki lengur. Ætli líkamsklukka mín sé ekki farin að ganga eitthvað vitlaust. Ég er svo óttalega andlaus núna vegna þreytu og viðbjóðs á öllu því sem ég hef verið að læra um undanfarið að ég efast um að eitthvað gáfulegt komi upp úr mér núna, allavega dettur mér ekkert í hug. Kannski ég hendi inn einni tilvitnun úr self-reliance og svo getum við öll hugleitt hana saman þar til næst, þe seinna í dag. Þá mun ég skýra afhverju ég setti einmitt þessa tilvitnun inn en ekki einhverja aðra. Ekki ber lesendum að líta á þetta sem eitthvað menningarsnobb því eins og áður hefur komið fram er þessi síða heimspekilegt verkefni, þó lítið hafi farið fyrir heimspekinni. En svo er náttlega spurning hvað heimspeki telst vera? Getur hún ekki alveg eins falist í frásögu af mínu tiltölulega leiðinlega lífi?

|

fimmtudagur, desember 05, 2002

Tjáið ykkur um mig eða eitthvað hér til hliðar. Þrýstið á Express yourself og látið gamminn geysa.

|

Er þetta ekki miklu fallegra.

|

Mikið er ég nú myndarlegur þessa dagana!!!

|

Horfið á þessa snilld til enda. Eins og þið sjáið gengur lærdómur ekki vel, er bara eitthvað að sörfa.

|

miðvikudagur, desember 04, 2002

Gríðarleg gleði því þýðingu á grein Dons hefur verið lokið, ber að fagna slíkum viðburðum með svefni. Verð þó að minnast á það að white rabbit með credence er viðeigandi um leið og slíkri vinnu er lokið, var svo heppinn að það var spilað í úbartinu um leið og ég kláraði. Vantaði bara meskalín. Lét sígó og pepsi duga. Kannski er það ein sígó í viðbót fyrir svefninn, langur dagur á morgun eða á eftir, ég orðinn alveg ruglaður á þessu. Ætli ég reyni ekki að koma mér á stað í ritgerðum um leið og ég vakna til lífs aftur. Þar til næst!!!

|

þriðjudagur, desember 03, 2002

Skrifaði fyrst á hitt bloggið, og gerði svo copy-paste og setti hið sama hérna, agaleg leti í gangi, en það er vegna dugnaðar við lærdóm. Donnie liggur að fótum mér eftir þýðingar mínar, er alveg að verða búinn með greinina.

|

Doktor.is segir að ég sé ekki fyllibytta. „Að því er virðist átt þú ekki í miklum erfiðleikum með áfengisneyslu þína, en gætir þó haft gott af að draga úr henni.“ Þetta segir hann eftir að ég tók sjálfsprófið.

|

mánudagur, desember 02, 2002

Þýðing er kominn á fullt skrið, og allt að gera sig. Ný námstækni, maður fer að sofa þegar maður er þreyttur og vaknar þegar maður er það ekki, og tímasetningar eru ekki til. Ég held að þetta sé sniðugt, en nóg um það ég ætla að halda áfram lærdómi, þýðir ekkert að vera bulla eitthvað hér.

|