miðvikudagur, október 30, 2002

Kannski vert að minnast á blogg síðu okkar félaganna, alltaf gaman að skoða vitleysuna úr okkur

|

Jamms, í dag verður byrjað loks á þessari ritgerð í amerískri heimspeki, hugsaði soldið í gær og komst að nokkuð góðri niðurstöðu varðandi efnið. Gaman að hugsa svona stundum, maður gerir alltof lítið af því þessa dagana. Þessi niðurstaða verður kannski birt hér á síðunni þegar hún er kominn á blað, ætla samt að bera hana undir Róbert áður en ég fer að auglýsa gáfur mínar á opinberum vettfangi, gæti allt eins verið bölvuð vitleysa. Upp kom sú hugmynd í stjórn Soffíu að halda klámkvöld með læknanemum og einhverjum öðrum hálfvitum, má kannski segja frekar að hugmyndinni hafi verið þröngvað upp á okkur því hún er runnin undan rifjum læknanna. Reyndar rétt á eftir að þetta var borið undir mig þá fékk ég þá hugmynd að skipuleggja málfund um klám nokkrum dögum síðar, og þá á akamdemísku plani. Sem sýnir bara það að ég er tiltölulega fræðilega þenkjandi maður. Annars er það áframhaldandi lestur á James núna, verð að fara að klára þessa bók svo að ég geti byrjað á þessum verkefnum mínum. Bið vel að lifa þar til næst. Endilega sendið mér emil (baldvie@hi.is) ef þið hafið eitthvað um þetta að segja. Alltaf gaman að fá fídbakk þegar maður er að tjá sig.

|

þriðjudagur, október 29, 2002

Vei, kom heim í gær og nennti ekki að skrifa í þetta drasl en er greinilega að því núna. Missti af tíma í morgun eins og venjulega, ég held að ég sé að fara að klúðra þessum áfanga. En það hlítur að reddast síðar, hef bara ekki tíma til þess að læra fyrir þetta, það er allt að fara á stað í hinum áföngunum, ætla að byrja á þessari ritgerð í amerískri heimspeki. Hún verður örugglega bölvað maus, í fyrsta lagi kann ég ekkert að skrifa 15 bls. ritgerð og í öðru lagi er veit ég ekkert hvernig ég eigi að nálgast efnið. En það hlítur að reddast líka, annars verð ég bara að stinga af til útlanda. Allt gott að frétta af Evu sem er fyrir norðan, er meira að segja að fara norður um helgina til að hitta hana. Billi ætlar líka norður að skoða hana og svo detta í það. En það kemur allt fram á www.mynd.blogspot.com. Annars nenni ég þessu ekki lengur, ætla að fara að lesa A pluralistic universe eftir William James. Það er reyndar alveg ágætis lesning.

|

föstudagur, október 25, 2002

komið þið sæl og blessuð, var í vísindaferð og er tiltölulega fullur núna. gæti verið bölvuð vitleysa í mér þetta próf hér að neðan, veit ekki með þetta narcissist dæmi, gæti verið bjórinn að tala sko. Annars er ég ánægður með hvað ég er tiltölulega lítið geðveikur, miðað við marga aðra til dæmis. Veit ekki hvað það er mikil heimspeki í mér í dag, allavega má túlka þetta próf sem eitthvað sjálfsskoðunar dæmi, erum við ekki alltaf að reyna skilgreina okkur út frá umhverfi okkar og svoleiðis í þessu daglega amstri okkar og kannski einnig út frá heimspekinni. Er að fara í helgarfrí til mömmu og pabba þannig að ég skrifa ekkert fyrr en eftir helgi, bið vel að lifa þangað til.

|

DisorderRating
Paranoid:Moderate
Schizoid:Low
Schizotypal:High
Antisocial:Low
Borderline:Low
Histrionic:Moderate
Narcissistic:High
Avoidant:Low
Dependent:Low
Obsessive-Compulsive:Low

-- Click Here To Take The Test --


|

þriðjudagur, október 22, 2002

Var að koma frá Akureyri þar sem ég eyddi helginni með Evu vinkonu minni. Það var alveg frábært og auðvitað ekkert lært. Ætli maður fari ekki að spekúlera á morgun í ritgerðum og fyrirlestrum. Það verður að koma á reglu á þessu hluti á næstunni því annars endar þetta í tómu rugli. Ég er reyndar búinn að fá lánaðar þær bækur sem þarf að nota og það eina sem þarf að gera er að lesa þetta, sem er náttlega hægara sagt en gert því ég er latur með eindæmum þessa dagana. En maður þarf að sparka í sig daglega svo að maður geri eitthvað í sínum málum, annars dettur maður í eitthvað mók. Var í prófi á fimmtudag og mér gekk alveg bærilega vel, þó að ég hafi verið mjög óskipulagður í lærdómi og framkvæmt á prófinu. Maður græðir á því hvað maður agalega minnugur á smáatriði ýmiskonar. Hélt að það virkaði bara í trivial en greinilega not fyrir það á sviði fornaldarheimspeki.

|

miðvikudagur, október 16, 2002

Lærði aðeins meira í dag, og fór meira að segja í sund. Eyði reyndar of miklum tíma í að tala við evu vinkonu mína sem á heima fyrir norðan en það er í lagi því hún er alveg helvíti hressandi og skemmtileg. Morgundagurinn verður tekinn með trompi og lært alveg fullt. ég þurfti ekki að borða gras í dag því mér til mikillar undrunar var smá eftir á kreditkortinu mínu og ég gat keypt mat. Og svo kom baldur (sambýlismaðurinn minn) mér til hjálpar og verslaði þessar dýrindis kjúklingabringur og eldaði þær að meira segja. Ég ætla að fara í háttinn bráðlega bið vel að lifa þangað til.

|

þriðjudagur, október 15, 2002

Það var frekar lítið lært í gær, frekar ömurlegt en samt er ég sannfærður um það að ég eigi eftir að rústa þessu prófi. Fór heldur ekki í sund, ætla hins vegar að skreppa núna og læra svo þegar ég kem heim. Það þýðir ekki að vera með hangs héðan af. Annars fer allt í tómt tjón. Annars er ég frekar ánægður með lífið þessa dagana, enda fátt til þess að kvarta yfir, nema þá helst að ég á engann pening, kannski maður fari að borða gras bráðum eins og thoreau og heraclitus. Svo fátækur er ég, en það hlítur að reddast, fæ mér bara yfirdrátt. Hann fer reyndar að verða ískyggilega hár, aftur. En á meðan ég fer ekki í skuldafangelsi þá er þetta allt í fínu lagi. Heimspeki dagsins: Ét ekkert helvítis gras, fyrr fer ég í skuldafangelsi!!!

|

mánudagur, október 14, 2002

Vaknaði seinna en venjulega, en mun gera þeim mun meira í kvöld varðandi þetta próf á fimmtudag. Varðandi verkefni gærdagsins þá gekk þetta næstum upp. Kláraði eina spurningu, en las þeim mun meira. Þvoði tvær vélar, vei. Þar sem ég ég fór niður í þvottahús þá fór ég í föt, og þar setti ég í tvær vélar. Las líka fullt í walden, það er mjög hressandi, hann var aðalega að tala um hvernig fólk verður þrælar hlutanna sem þeir eiga. Ætla tékka á þessum ritgerðum í dag, sem þýðir að ég gerði það ekki í gær, ekki svo mikið vei þar. Fékk mér að borða, sem var árangur út af fyrir sig því það var ekkert til í ískápnum, kannski er maður að fara líkjast þessum thoreau varðandi þennan mat. Ég fór ekki í sund því það var svo vond veður, reyndar ekki besta afsökun í heimi en þó afsökun. Verkefni dagsins er bara að læra fyrir þetta próf, hugsanlega fer í sund. Hins vegar er mikið af fólki heimsókn hjá mér og því óvíst hvað gengur með þennan lærdóm.

|

sunnudagur, október 13, 2002

Góðan daginn, ég vakna seint að vanda og ætli ég geri mikið í dag. Reyni samt aðeins að glugga í bækurnar, fer í fornaldarheimspekipróf á fimmtudaginn og ég ætla að rústa því. Kannski ég setji mér markmið dagsins og segi svo frá því í kvöld hvernig gekk með þessi markmið. Markmið 1: Klára fyrstu tvær spurningarnar af átta fyrir þetta próf, fengum þær nefnilega fyrirfram og svo kemur ein á prófinu. M2: Þvo tvær vélar, running low on underwear. M3: klæða mig því ég er enn á brókinni. M4: lesa nokkrar blaðsíður í walden. M5: Athuga með verkefni fyrir þessar málstofu ritgerðir (má samt gerast á morgun). M6: Og síðast en ekki síst, þá verð ég að fá mér að borða því ég er svangur maður. M7: skella mér í sund. Ætli ég byrji ekki á 6. maður lærir ekki mikið svangur...

|

Kannski er vert að minnast á að fyllerí gærkvöldsins endaði fyrir framan tölvuna og sagði ég frá atburðum kvöldsins hér á síðunni minni, var svo að laga stafsetningavillur í morgun og það hreinlega hvarf allt saman. Var ekkert smá brjálaður út í þetta drasl því þetta var nú bara nokkuð fyndið. Annars gerðist ekkert merkilegt þetta kvöld, nema að ég reyndi að pikka fæting við skota og einn íslending. Nema að íslendingurinn átti skilið að vera laminn, hann var svo leiðinlegur og pervert í þokkabót. var að þukla á kálfunum á steinu vinkonu, því hann sagði kvenmannskálfa betri en karlmannskálfa, skil samt ekki afhverju hann þurfti að þukla á þeim. En þar sem ég er yfirmáta rólegur drengur þá lét ég hann eiga sig og kvaddi partíið stuttu síðar.

|

Nú er ég með billa á mynd.blogspot.com Þannig að áhugasamir um mig geta lesið sig til um mína hagi bæði hér og þar. Haha þetta var bara næstum því pun

|

www.mynd.blogspot.com Billi minn bara að herma eftir balla sínum. Annars er ég afar ánægður með mynd kvöldsins á rúv. soderbergh og terence stamp í góðum gír í The limey.

|

laugardagur, október 12, 2002

Mikið er leiðinlegt að vera íslendingur í dag, allavega erum við bæði lélegri í fótbolta en skotar og líka alveg töluvert leiðinlegri en þeir. Sjaldan hefur verið svona mikið stuð á íslandi og síðustu daga, þessir menn eru náttlega snillingar, veifandi slátrinu framan í allar stúlkur sem vilja sjá (sem eru allflestar, djöfuls druslur!). Annars er ég bara kátur, ætla að hanga heima í dag og í kvöld, nema kannski að maður skreppi í sund. Maður þarf nefnilega að fara að taka á því. Kannski maður búi til eitthvað svona verkefni. Balli tekur á því eða eitthvað. Hættur að reykja og fer að hreyfa mig, hef nú bara gott af því. Jú ég skelli mér í sund. og svo þarf að fara læra, próf á fimmtudag sko og það er mikið af lesefni fyrir þennan andskota. Heimspeki dagsins: hættu þessu væli kelling og gerðu eitthvað fyrir sjálfan þig. mjög í anda thoreau held ég, einmitt að lesa hann áðan.

|

föstudagur, október 11, 2002

Þessum hommalega lit verður ekki fleygt, ég þyrfti að byrja upp á nýtt og þar sem ég er latur maður þá nenni ég því ekki. Annars er ég nokkuð kátur í dag, vísindaferð framundan hjá heimspekinni upp í Norðurljós og vonandi hella þeir mig fullan. Annars geri ég það bara sjálfur. Heimspeki dagsins: ég ætla að fresta henni þar til á morgun, er eitthvað slæmur í maganum eftir þessa jumbó samloku.

|

Ég lofaði Billa að fleygja þessum hommalega appelsínugula lit. Hann sagði þetta ljótt. Samt er ég aðalega að spá í því hvort ég ætti að nota stóra stafi í byrjun eða sleppa slíkum óþarfa alfarið.

|

Þetta er ekki aðeins gert til þess að koma mér og mínum hugsunum á framfæri, heldur er þetta líka hugsað sem verkefni í heimspekinni. Á semsagt að skrifa dagbók í málstofu einni um ameríska heimspeki og datt það snjallræði í hug að reyna vera frægur í leiðinni, eins og annar hver hálfviti virðist vera fyrir heimskulegar skoðanir sínar á vefnum.

|

Lenti í djöfulsböggi með þetta helvítis drasl. En tókst loksins að laga aðeins til. ætli ég reyni ekki að gera þessa dagbók mína sætari um helgina. læt hana vera svona ógeðslega appelsínugula þangað til.

|

Ég var að fá mér blogg, voða gaman. Reyndar er ég of latur til þess að vera standa í þessu á hverjum degi!

|